Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  74. tölublað  108. árgangur  GEFUR DRAUM- INN EKKI UPP Á BÁTINN FRÁBÆR ÚTGÁFA VÍKINGS HEIÐARS HVETUR FÓLK TIL AÐ KLÆÐA SIG UPP MÆLT MEÐ Í SAMKOMUBANNI 29 DAGLEGT LÍF 10SVEINBJÖRN IURA 26 Ný talning Samtaka iðnaðarins (SI) leiðir í ljós verulegan sam- drátt í smíði íbúða. Þannig voru 42% færri íbúðir á fyrstu bygging- arstigum á höfuðborgarsvæðinu en í talningu samtakanna vorið 2019. Vegna þessa hafa SI endurmetið spá sína um fjölda fullgerðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þau áætla nú að um 2.100 íbúðir verði full- gerðar í ár en það er 30% sam- dráttur frá spánni í mars 2019. „Afgerandi skilaboð“ „Stóru tíðindin eru verulegur samdráttur í byggingum upp að fokheldu, þ.e.a.s. upp að fyrstu byggingarstigum, eða rúmlega 40%. Það eru afgerandi skilaboð um stöðuna. Þótt sjá megi krana víðs vegar um bæinn eru það fyrst og fremst verkefni sem fóru af stað fyrir löngu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Merki um samdrátt í byggingar- iðnaði hafi byrjað að birtast í fyrra. Sala á sementi og steypu- styrktarjárni hafi m.a. dregist saman. Vegna þessa samdráttar muni færri íbúðir koma á markað á næstu árum. Fyrir vikið kunni að skapast skortur á íbúðum eftir 3-5 ár. »11 42% færri íbúðir á frumstigi bygginga Flestir landsmenn eru löghlýðnir og reyna eftir besta megni að fara eftir reglum samkomubanns heilbrigðisyfirvalda. Vandræði sköpuðust í Spönginni í gær og þá þurftu við- skiptavinir að fara í hraðbanka Arion banka. Röðin var óvenju löng því fólkið gætti þess að hafa gott bil á milli. Í gær höfðu liðlega 800 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi en 82 af þeim hafði batnað. Sautján sjúklingar voru á Land- spítalanum til aðhlynningar vegna kórónusmits, þar af voru þrír í öndunarvél á gjörgæslu. Nú eru tekin eins mörg sýni til greiningar og þurfa þykir þar sem nóg er til af sýnatöku- pinnum. Íslensk erfðagreining hefur í dag á ný sýnatöku til að kanna samfélagsmit. »Kórónuveiran 2-6, 10-11, 12-14 Morgunblaðið/Ingó Gæta þess að gott bil sé við þann næsta í biðröðinni Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mörg fyrirtæki eru nú að huga að að- gerðum vegna áhrifa kórónuveir- unnar. Vinnumálastofnun hafði í gær fengið rúmlega 11 þúsund umsóknir vegna skerts starfshlutfalls starfs- manna og í gær og undanfarna daga hafa nokkur fyrirtæki sagt upp fólki. „Við búumst við hinu versta en von- um það besta. Ómögulegt er að segja hversu margir telja sig geta haldið þetta út,“ segir Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, þegar hann er spurður hvort hann telji von á hol- skeflu uppsagna fyrir mánaðamót. Bláa Lónið tilkynnti í gær um upp- sagnir 164 starfsmanna og að 400 af þeim 600 sem eftir eru yrði boðið að minnka starfshlutfall samkvæmt úr- ræðum Vinnumálastofnunar. Bláa Lónið lokaði 23. mars vegna sam- komubanns heilbrigðisyfirvalda og stendur lokunin út apríl. Í bréfi til starfsmanna sagði Grímur Sæmund- sen, forstjóri fyrirtækisins, að að- gerðirnar væru liður í því að vernda þau störf sem eftir stæðu hjá félag- inu og tryggja rekstur Bláa Lónsins til framtíðar. Fyrirtækin Skaginn 3x og Þorgeir & Ellert á Akranesi sögðu upp 43 starfsmönnum í fyrradag. Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni. Kanna frekari úrræði Ragnar Þór Ingólfsson telur að mjög mörg fyrirtæki séu í slæmri stöðu og hafi verið að bíða eftir út- færslu á aðgerðum ríkisins. Segir hann að mikið álag sé á skrifstofu VR og væntanlega einnig annarra stéttarfélaga. Starfsfólkið sé að svara fyrirspurnum, fræða fólk um réttindi þess og skyldur og möguleika á úrræðum. Fólkið standi ýmist frammi fyrir uppsögnum eða hafi verið boðið hlutastarfaúrræði. Ragnar segir jafnframt að fulltrú- ar verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda séu á stöðugum fundum með fulltrúum stjórnvalda við að út- færa þau úrræði sem samþykkt hafi verið og kanna möguleika á frekari úrræðum vegna breyttra forsendna. „Óttumst hið versta en vonum það besta“  Fyrirtæki segja upp starfsfólki og bjóða hlutastarfaúrræði Morgunblaðið/Eggert Lokað Engar tekjur koma inn hjá Bláa Lóninu enda lokað út apríl. MGetum ekki „gripið alla“ »2 & 12 Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfir- læknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist láta af störf- um. Ástæðan er sögð vera djúp- stæður ágreiningur við formann samtakanna, Arnþór Jónsson. Er mikill kurr í stjórn samtakanna vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og segja heimildarmenn Morgunblaðsins meirihluta stjórn- ar ósáttan við hvernig mál hafi þróast að undanförnu. Lengi hafi andað köldu milli formannsins og yfirlæknisins en að átök um skipu- lagsbreytingar sem ákveðið hafi verið að ráðast í á stjórnarfundi á miðvikudag hafi reynst kornið sem fyllti mælinn. »6 Yfirlæknir á Vogi hættir skyndilega Morgunblaðið/Árni Sæberg SÁÁ Valgerður tók við sem forstjóri Vogs árið 2017 en hefur starfað þar í yfir 20 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.