Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls höfðu um 11.100 umsóknir borist klukkan 16 í gærdag til Vinnumálastofnunar vegna minnk- aðs starfshlutfalls. Þar af voru um sjö þúsund umsóknir frá deginum áður. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru umsóknir um at- vinnuleysisbætur þá orðnar um 16.000 í marsmánuði. Þó að fjöldi einstaklinga hafi sótt um bætur hefur borið á óánægju með hlutastarfaleiðina svokölluðu sem kynnt var sem hluti af aðgerð- um stjórnvalda vegna kórónuveiru- faraldursins. Námsmenn í hluta- störfum, einkum þeir sem eru í minna en 45% starfshlutfalli, telja sig hlunnfarna þar eð þeir falla ekki undir skilmála leiðarinnar. At- vinnurekendur hafa sömuleiðis gert athugasemdir við útfærslu hennar. Kráareigandi sem hafði samband við blaðið bendir til að mynda á að sé hann með einn starfsmann í fullu starfi falli úr- ræðið eins og flís við rass að rekstri hans. Sé hann hins vegar með fjóra starfsmenn í 25% hluta- starfi hver taki ríkið ekki neinn þátt í launakostnaðinum. Telur hann að um verulega vankanta á útfærslu sé að ræða því þetta eigi við um mörg smærri fyrirtæki í veitingageiranum. „Svona aðgerðir geta aldrei grip- ið alla,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún segir að miðað við þann fjölda um- sókna sem borist hafi virtist sem þetta úrræði gagnaðist þó lang- flestum. „Það var lagt upp með að verja þá sem eru í fullu starfi og svo hefur þetta hlaðið aðeins utan á sig. En einhvers staðar verða alltaf að vera mörk. Og þá koma upp svona tilvik, nema þú hafir eina greiðslu fyrir alla,“ segir hún. Unnur kveðst hafa skilning á því að einhverrar óánægju gæti en um almennar reglur sé að ræða. „Það er auðvitað verra með þessa launþega sem eru kannski í mörgum litlum störfum. Ég skil það. En þá er sá kostur að geti vinnuveitandi ekki borgað þeim laun getur hann sagt þeim upp og viðkomandi fær sinn uppsagnar- frest.“ Getum ekki „gripið alla“  Margir vilja bætur vegna hlutastarfa  Óánægju gætir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afgreiðsla Margir í veitingabransanum horfa fram á skert starfshlutfall. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er mjög stoltur af niðurstöð- unni. Hún er afgerandi og er gerð í breiðri sátt og mér finnst það sýna mikinn styrk,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri, sem í gær kynnti ásamt oddvitum allra flokka sem eiga fulltrúa í borgarstjórn að- gerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna, er einnig ánægður með niðurstöðuna enda segir hann að til- lögur sem borgarfulltrúar flokksins lögðu fram fyrir tíu dögum séu að mestu leyti inni í aðgerðapakkanum. Litið er á aðgerðirnar sem fyrstu aðgerðir til að bregðast við áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér með áherslu á velferð borgar, afkomu þeirra og grunn- stoða borgarsamfélagsins sem þurfi að standa af sér víðtækar afleiðingar faraldursins. Aðgerðirnar voru sam- þykktar einróma á fundi borgarráðs í gærmorgun. Mikið fjárhagslegt högg Dagur segir að borgin og borgar- búar verði fyrir miklu fjárhagslegu höggi eins og allt samfélagið. Borgin taki höggið á sig en veiti því ekki út í hækkun skatta og gjaldskráa. „Þvert á móti, við erum að veita fyrirtækjum greiðslufresti, lækka ákveðin gjöld og flýta lækkun á fast- eignaskatti af atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur þegar hann er spurður um mikilvægustu þætti aðgerðanna. Hann bætir því við að gripið verði til aðgerða í markaðssetningu með ferðaþjónustunni og fjárfesting auk- in ofan á metfjárfestingu í ár til að skapa viðspyrnu um leið og faraldur- inn minnkar. „Við deilum því með öllu samfélaginu að þeim mun styttri tíma sem þrengingarnar vara, þeim mun betra er það fyrir borgina og borgarbúa.“ „Hitt stóra atriðið, sem skiptir líka miklu máli, er að það náðist pólitísk samstaða í borgarstjórn, þvert á alla flokka. Borgarstjórn tókst að hefja sig upp úr hefð- bundnum skotgrafahernaði. Það skiptir máli þegar undirliggjandi er frumskylda borgarinnar að tryggja órofna þjónustu. Það hefur alltaf vond áhrif í óvissuástandi ef ofan á það bætist einhvers konar óreiða í stjórnmálunum,“ segir Dagur. Dýrara að gera ekki neitt „Við lögðum fram fimm tillögur fyrir tíu dögum og þær eru að mestu leyti inni í þessum aðgerðum,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Til- lögur þeirra gengu út á að létta á greiðslubyrði fyrirtækja með því að lækka fasteignaskatt og fresta gjald- dögum, flýta viðhaldsframkvæmd- um og öðrum hagkvæmum fram- kvæmdum og hefja markaðsátak til að gera Reykjavík aftur að áfanga- stað ferðafólks þegar faraldurinn verður afstaðinn. Lækkun fasteignaskatts af at- vinnuhúsnæði kemur til fram- kvæmda á næsta ári. Spurður hvort nóg væri að gert í því efni segir Ey- þór að það séu tímamót að Reykjavík skuli lækka skatta, það hafi ekki gerst í háa herrans tíð. „Þó að hún sé lítil er það samt um hálfur milljarður sem léttist af fyrirtækjunum á næsta ári.“ Hann segir að sjóðsstreymi fyrirtækjanna batni um þrjá millj- arða með frestun á greiðslum skatta. Eyþór segir áformað að vinna næstu skref í maímánuði og þau fari eftir því hvernig mál þróist til þess tíma. Þá verði málin skoðuð aftur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og næstu fimm ár. „Ef við sjáum ekki fram úr ástandinu í maí þarf að gera meira. Ég myndi vilja létta áfram á fyrirtækjum til að halda lífi í þeim. Án fyrirtækjanna er ekki at- vinna og án atvinnu er ekkert útsvar. Þótt það sé dýrt að lækka gjöldin er enn dýrara að gera ekki neitt ef það leiðir til þess að við töpum þús- undum starfa, sem auðveldlega get- ur gerst,“ segir Eyþór. Aðgerðir borgar í breiðri sátt  Reykjavíkurborg kynnir fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum  Borgin tekur höggið á sig segir Dagur B. Eggertsson  Eyþór Arnalds segir að tillögur sjálfstæðismanna hafi náð fram að ganga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstaða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnir aðgerðir borgarinnar. Að baki honum standa Dóra Björt Guð- jónsdóttir pírati, Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sjálfstæðismenn og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. Eyþór Laxdal Arnalds Dagur B. Eggertsson Markmið aðgerðanna er að stytta niðursveifluna, verja lífsafkomu borgarbúa, styðja við endurreisn atvinnulífs og skapa á ný blómlega framtíð. Hér eru nokkur dæmi. Gjaldfrestir Fyrirtæki fá frest á greiðslu allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis. Þá verður skatt- urinn lækkaður úr 1,65 í 1,60% á næsta ári. Gjöld til leikskóla, frí- stundar og grunnskóla verða leið- rétt í samræmi við skerta þjónustu. Sundkort og menningarkort verða framlengd. Framkvæmdum flýtt Áformað er að flýta fjárfestingum og auka viðhald á vegum borgar og borgarfyrirtækja um 5 milljarða á árinu og meira á næsta ári. Þá verður samkeppnum um skipulag og hönnun fjárfestingarverkefna flýtt og gerð deiliskipulags vegna þeirra sett í forgang. Markaðsátak Reykjavíkurborg verður virkur þátt- takandi í markaðs- átaki stjórnvalda til að fjölga ferða- mönnum á ný. Þá er ætlunin að vera með sérstaka markaðssetningu fyrir Reykjavík sem áfangastað ferðafólks árin 2020 til 2021. Kostnaður er áætl- aður að minnsta kosti 150 milljónir. Niðursveiflan verði stytt sem mest

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.