Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fólk hefur brugðist vel viðþessari áskorun minni.Vinir og vinkonur hafasent mér myndir, til dæmis fór ein vinkona mín í silki- blússu áður en hún settist við vinnu heima hjá sér. Margar hafa klætt sig upp og skellt á sig vara- lit og ég fékk myndband sent frá vinkonu þar sem hún dansaði fyrir mig. Sjálf hef ég dregið fram áhugaverða gamla flík á hverjum degi frá því ég setti þessa áskorun fram, núna er ég til dæmis í gull- prjónavesti sem á stendur „Love indifferent“. Við megum ekki koðna niður á þessum tímum,“ segir María Sólrún Sigurðardóttir sem búsett er í Berlín, en hún setti færslu á fésbókarsíðu sína nýlega þar sem hún hvatti fólk til að nýta þessa undarlegu tíma þar sem flestir eru innilokaðir heima hjá sér, til að skarta skemmti- legum klæðum sem það finnur í sínum fataskápum. Gleðja sig með því að klæða sig upp í hversdeg- inum. Með færslunni birti hún mynd af sér í glitrandi pallíettu- pilsi. „Ég hef stundum dregið þetta glitrandi pils fram um áramót, en mér fannst það eiga mjög vel við núna, af því mér finnst þessi tími eiginlega betra jólafrí en ég hef fengið í tugi ára. Með fullri virð- ingu fyrir fólki sem er veikt, ég er ekki með þessu að gera lítið úr því, auðvitað er það hræðilegt, en ég leyfi mér að njóta þess í botn að gera hluti sem mig hefur langað til að gera í mörg ár, af því núna hef ég tíma til þess. Fara á hverjum degi í klukkutíma göngutúr, draga fram fín föt, gera jóga heima með sambýlis- manni mínum og fleira skemmtilegt. Mér finnst mikilvægt þegar ég fer í göngutúra að setja á mig varalit og fara í kjól sér- staklega af því til- efni. Klæða mig upp. Þannig læt ég þetta vera eins og einhvers konar jólafrí, af því við verð- um að halda í gleðina núna, dekra við okkur með einhverjum hætti. Taka upp brandara og senda hvert öðru og fleira í þeim dúr.“ Frekar en að „detta í það“ Þegar María Sólrún er spurð að því hvaða pæling sé á bak við það hjá henni að hvetja til þessa uppátækis, seg- ir hún að henni finnist athyglisvert að fylgjast með hversu misjafnlega fólk bregst við og tekst á við ótta, eða þetta ástand sem nú ríkir í veröldinni. „Við þurfum að aga okkur, ekki taka það of persónulega þeg- ar heilinn vill fara í panik. Minna okkur á að það er ekkert að nýtast þeim sem eru veikir eða illa stadd- ir ef við hin förum á límingunum. Ég trúi að við séum frekar að gera gagn með því að líta á björtu hliðarnar, og hver og einn þarf að byrja á sjálfum sér. Þetta er mín leið.“ Maríu Sólrúnu finnst athyglivert að fyrir hundrað árum þegar spænska veikin var loksins hætt að geisa og fyrri heims- styrjöldin tók enda, þá fór fólk í einhvern partý-gír, til að fagna lífinu. „Það sem kallað er „Golden Twenties“ tók við, en mér finnst það svolítið óhugguleg hugsun ef við færum að gera það sama eftir að COVID-veiran verður um garð gengin, og myndum detta í enn meira sukk, sem hefði enn verri áhrif á náttúruna og umhverfis- vanda okkar jarðarbúa. Ég hef heyrt þó nokkuð talað um að þetta geti gerst, fólk muni fara að fljúga enn meira en áður, að því fólki muni líða eins og það megi gera allt sem það vill til að fagna að það sé á lífi og að ógnin og innilokunin sé yfirstaðin. Ég vil frekar að við fögnum lífinu núna, þegar við höf- um tíma. Hvar er besta partýið? Jú, það er heima. Þess vegna eig- um við að horfa okkur nær, huga að því núna að gera fínt heima hjá okkur, setja blómin á svalirnar sem við komum aldrei í verk vegna tímaleysis, skipuleggja ferð- ir innanlands, heimsækja gamla frænku sem lengi hefur staðið til. Gerum það frekar en að „detta í það“. Við þurfum að láta þetta draga fram það besta í okkur. Mér finnst fallegt að nágrannar hér í fjölbýlinu sem ég bý í hafa verið að hengja upp miða í anddyrinu þar sem þeir bjóðast til að fara út í búð fyrir fólk sem ekki má fara út, eða gera eitthvað annað fyrir það. Við þurfum að standa saman sem aldrei fyrr, láta þetta sameina okkur en ekki sundra.“ Hittir ekki börn sín í Berlín María Sólrún er kvikmynda- gerðarkona og segir ástandið ekki breyta svo miklu fyrir sig í augna- blikinu. „Ég er að skrifa handrit og undirbúa næsta verkefni, þetta er góður tími til þess. En þetta er slæmt fyrir margt kvikmynda- gerðarfólk sem mun ekki geta far- ið í fyrirhugaðar tökur, eða ætlaði eða fagna frumsýningum mynda sinna á kvikmyndahátíðum sem ekkert verður úr núna. Ég er kvikmyndaráðgjafi hjá Kvik- myndamiðstöð Íslands og við erum að vonast til að fólk nýti tímann í að þróa nýjar hugmyndir og skrifa handrit.“ Þegar María Sól- rún er spurð að því hvort vorið sé komið í Berlín, segir hún að það sé enn frekar kalt, ekki nema fimm eða sex gráður. „En sólin skín alla daga og það er dásamlegt. Við fjöl- skyldan höfum það bara gott, börnin mín og tengdabörn búa líka hér í Berlín, en við höldum sem mest kyrru fyrir í okkar íbúðum og við hittumst ekk- ert. Við pössum vel upp á að fara eftir reglunum en notum auðvitað tæknina til að halda sambandi. Berlínarbúar fylgja reglunum frekar vel, svona almennt, og mað- ur hættir að vorkenna sér yfir þessu ástandi þegar hugurinn hvarflar til þess tíma þegar fólk í Berlín upplifði styrjöldina. Við eig- um ekki von á að sprengjur falli á okkur eða að það verði matar- skortur. Höfum það hugfast og höldum í gleðina meðan þetta ástand núna gengur yfir.“ Við verðum að halda í gleðina núna „Það er ekkert að nýtast þeim sem eru veikir eða illa staddir ef við hin förum á límingunum. Þetta er mín leið,“ segir María Sólrún í Berlín sem hvetur fólk til að klæða sig upp í hversdeginum og einangrun. Heimavinna María Sólrún gerir æfingar í silfurbuxunum sem hún skart- aði þennan dag. Pallíettupils Átakið fór af stað með þessu glitpilsi. Gullvesti María Sólrún var í þessu vesti þegar viðtalið fór fram. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.