Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heim Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr. Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr. Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr. ili Sendum um land allt BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný talning Samtaka iðnaðarins (SI) leiðir í ljós verulegan samdrátt í smíði íbúða. Þannig voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu en í talningu samtakanna vorið 2019. Alls voru 11% færri íbúðir í smíð- um en í fyrravor. Til samanburðar mældist 22% aukning í talningunni í fyrra. Þetta er mesti samdráttur frá árunum 2011-12. Vegna þessa hafa SI endurmetið spá sína um fjölda fullgerðra íbúða á höfuðborgar- svæðinu. Þau áætla nú að um 2.100 íbúðir verði fullgerðar í ár, en það er 30% sam- dráttur frá spánni í mars 2019. Húsnæði telst vera í bygg- ingu þegar sökk- ull hefur verið reistur. Samdrátturinn er enn meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig voru nú 44% færri íbúðir komnar að fok- heldu en í fyrra. Samverkandi þættir Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, segir nokkrar ástæður fyrir samdrættinum. Í fyrsta lagi markaðsbrest á íbúðamarkaði. Dýrari íbúðir séu að koma á markað en kaupendur sækist eftir. Fyrir vikið geti verktakar setið uppi með óseldar íbúðir. Það geti aft- ur tafið ný verkefni. Í öðru lagi hafi fjármálakerfið haldið að sér höndum og gert auknar kröfur um eigið fé í verkefnum. Í þriðja lagi hafi ákvarð- anir sveitarfélaga mikla þýðingu. Þau hafi enda í gegnum skipulags- málin mikið um það að segja hvað er byggt og hvar. Í fjórða lagi hafi óvissan í hagkerfinu farið vaxandi síðustu 12-18 mánuði. „Ríki, sveitar- félög og iðnaðurinn þurfa að taka höndum saman til að tryggja að stöð- ug uppbygging sé til staðar á öllum tímum. Samtök iðnaðarins hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er ég vongóður um að það leiði til nýrra uppbyggingarverkefna,“ segir Sigurður. Við þetta bætist heimsfaraldur kórónuveiru. Tekur Sigurður fram að íbúðatalningin hafi verið gerð áð- ur en faraldurinn breiddist út til Evrópu og Íslands. Fyrst og fremst eldri verkefni „Stóru tíðindin eru verulegur samdráttur í byggingum upp að fok- heldu, þ.e.a.s. upp að fyrstu bygg- ingarstigum, eða rúmlega 40%. Það eru afgerandi skilaboð um stöðuna. Þótt sjá megi krana víðs vegar um bæinn eru það fyrst og fremst verk- efni sem fóru af stað fyrir löngu,“ segir Sigurður. Merki um samdrátt í byggingar- iðnaði hafi byrjað að birtast í fyrra. Sala á sementi og steypustyrktar- járni hafi dregist saman, VSK-velta sömuleiðis og launþegum fækkað. Vegna þessa samdráttar muni færri íbúðir koma á markað á næstu árum. Fyrir vikið kunni að skapast skortur á íbúðum eftir 3-5 ár. Einhverjir munu þurfa aðstoð Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerð- ir til að aðstoða fyrirtæki sem verða fyrir tekjufalli vegna faraldursins. Sigurður telur aðspurður að ein- hverjir félagsmenn SI muni þurfa á þessari aðstoð að halda. „Staða sumra er góð og verkefna- staðan líka. Staða fyrirtækjanna er þó misjöfn. Við höfum í þessu sam- bandi mikið horft á tillögur félags- málaráðherra um svokölluð hlut- deildarlán,“ segir Sigurður. Vísar hann til áforma um að ríkið leggi fyrstu kaupendum til eigið fé vegna kaupa á nýbyggðum íbúðum. Rætt hefur verið um fimmtung af kaupverði í þessu samhengi. Telur Sigurður að lánin muni skapa hvata fyrir verktaka til að auka framboð á markaðnum. Byggi hagkvæmar íbúðir Flest byggingarefni á Íslandi eru innflutt. Því er spurning hvaða áhrif gengislækkunin undanfarið og mögulega minnkandi kaupmáttur vegna kreppunnar muni hafa á markaðinn. Að mati Sigurðar mun þessi þróun leiða til þess að byggðar verði hlut- fallslega fleiri hagkvæmar íbúðir. Það verði enda minni eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Hann rifjar upp að miklar sveiflur hafi orðið í íslenskum byggingar- iðnaði síðustu áratugi. Því sé viðbúið að uppsveiflan í greininni verði meiri en í hagkerfinu almennt, þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast á ný. Alls eru tæplega 3.000 íbúðir fok- heldar og lengra komnar og er það fjölgun um 22% frá vortalningunni 2019. Hefur ekki verið flutt inn í um 720 þeirra íbúða en fjöldinn þykir benda til lengri meðalsölutíma en áður. Mikill samdráttur í smíði íbúða  42% færri íbúðir eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu en í talningunni vorið 2019  Framkvæmdastjóri SI telur samdráttinn geta leitt til skorts á nýjum íbúðum eftir nokkur ár Sigurður Hannesson Morgunblaðið/Eggert Byggt á Hlíðarenda Samtök iðnaðarins hafa endurmetið spá um fjölda nýrra íbúða á þessu ári til lækkunar. Margir þættir skýra samdráttinn. Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu Þús. íbúða í maí 2010 til mars 2020 skv. talningu Samtaka iðnaðarins 5 4 3 2 1 0 Heimild: Samtök iðnaðarins maí mars nóv. sept. feb. sept. mars okt. mars okt. feb. feb. sept. mars sept. mars sept. mars 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 4.500 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgar-svæðinu í mars 2020, sem er um 11% samdráttur frá mars 2019 Íbúðir í byggingu að fokheldu á höfuðborgarsv. Þús. íbúða í feb. 2016 til mars 2020 skv. talningu Samtaka iðnaðarins 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 febrúar september febrúar september mars september mars september mars 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: Samtök iðnaðarins 42% samdráttur er í fjölda íbúða í byggingu að fokheldu frá mars 2019 skv. talningu SI Um 1.490 íbúðir Fyrir fimm dög- um stofnaði Óm- ar Bragi Stef- ánsson, lands- fulltrúi hjá UMFÍ, sem býr á Sauð- árkróki, vefinn Skín við sólu á Facebook. Var þetta hugsað til að létta Skagfirðingum lífið, búsett- um og burtfluttum, vinum þeirra og vandamönnum um heim allan. Í gær höfðu um 3.600 manns skráð sig í hópinn og urmull mynda og frá- sagna á léttu nótunum hefur birst. Skín við sólu laðar til sín þúsundir Fyrirtækið Sýni, sem býður upp á ráðgjöf og þjónustu við matvæla- fyrirtæki og fóðurframleiðendur, hugar vel að flokkun lífræns úr- gangs, sem kemur sér vel í miðjum veirufaraldri. Í byrjun ársins 2019 ákvað fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Snorri Þórisson, að kaupa grænan gám undir lífrænan úrgang og vildi þannig auðvelda starfsmönnum að flokka lífrænan úrgang og um leið að gera eitthvað gott til samfélags- ins. Hver starfsmaður fékk tvær fötur til umráða ásamt lífrænum plastpokum til að hefja lífræna flokkun. Hefur þetta framtak heppnast mjög vel, en hjá Sýni starfa 25 manns. Urðu starfsmenn meðvitaðri um eigin neyslu, um leið og samheldni þeirra jókst. Flokkað Kátir starfsmenn Sýnis með flokkunarföturnar á lofti. Fengu gám undir lífrænan úrgang Fyrirtækið Tækninám, sem hefur sérhæft sig í námskeiðshaldi í upp- lýsingatækni, býður nú ókeypis námskeið í fjarvinnu með forritinu Microsoft Office 365. Er þetta gert til að styðja einstaklinga og fyrir- tæki sem vilja hagnýta sér fjar- vinnumöguleika á tímum kórónu- veirufaraldursins. Námskeiðsefnið er á íslensku og eru kennarar til staðar í gegnum vefgátt. Ábending um þetta fram- tak barst átakinu Stöndum saman. Ókeypis námskeið í fjarvinnu á Office

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.