Morgunblaðið - 27.03.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020
Sími 558 0000
info@matarkjallarinn.is
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2, 101 Reykjavík
30% AFSLÁTTUR
af TAKE AWAY matseðli
ef sótt eða sent heim
en ferðin kostaði tæpar 750 þúsund
krónur samtals fyrir þau bæði. Auk
þess lögðu þau fram læknisvottorð,
eins og krafist var. Töldu þau að
þar sem þau hefðu keypt sérstaka
forfallatryggingu hjá ferðaskrifstof-
unni væru þau vel sett. Auk þess að
vera með forfallatrygginguna voru
þau tryggð hjá VÍS, með bestu
mögulega tryggingavernd, að
þeirra mati, í gegnum Platinum
VISA-kort með tengingu við Ice-
landair.
Í tölvupóstsamskiptum sem
Morgunblaðið hefur undir höndum
sést hvernig fyrirtækin vísa hvort á
annað þegar reynt er að fá trygg-
inguna greidda. Bæði fyrirtæki
segjast munu greiða það sem upp á
vantar, eftir að hitt fyrirtækið hefur
greitt þá hámarkstryggingafjárhæð
sem því ber skylda til, samkvæmt
tryggingaskilmálum. En meðan
hvorugt fyrirtækið tekur af skarið
og greiðir sína tryggingu út er mál-
ið í hnút. Hámarksfjárhæð sem VÍS
myndi borga skv. tryggingaskilmál-
um er um 400 þúsund, og sam-
kvæmt því ætti Úrval Útsýn að
reiða fram u.þ.b. 350 þúsund, ef allt
gengi upp samkvæmt þessu.
„[...] þurfa farþegar að fara í
tryggingafélag sitt fyrst, koma með
greiðslu kvittun frá tryggingafélagi,
ef tryggingafélag greiðir ekki þá
þurfum við að fá staðfestingu frá
tryggingafélaginu á að þau eigi ekki
rétt á greiðslu bóta,“ segir orðrétt í
tölvupósti frá ferðaskrifstofunni um
málið.
Í pósti tryggingafélagsins eru
skilaboðin á svipaða lund: „[...] Við
þurfum að fá staðfestingu frá ferða-
skrifstofunni hvort að þau fái eitt-
hvað endurgreitt eða ekki.“
Betra að vera með aðra trygg-
inguna en báðar
Eins og viðmælandi Morgun-
blaðsins orðar það hefðu hjónin
mögulega verið betur sett ef þau
hefðu bara verið með aðra trygg-
inguna.
Víst er að fleiri gætu haft svipaða
sögu að segja, ekki hvað síst nú
þegar nær öllum ferðum hefur verið
aflýst, eða frestað, vegna útbreiðslu
kórónuveirunnar um heim allan.
Tryggð en samt ekki
Morgunblaðið/Eggert
Ferðir Áður en faraldurinn hófst hlökkuðu margir til sólarlandaferða.
Lítt tölvufær öldruð hjón fá ekki bætta 750 þúsund króna ferð VÍS og Úrval
Útsýn í störukeppni Eru í sjálfskipaðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma
Endurgreiðslur
» Forfallatryggingar frá ferða-
skrifstofum virðast ekki duga
til að fá endurgreiddar ferðir
sem búið er að borga.
» Mögulega er betra að vera
með færri tryggingar en fleiri.
» Aldraðir og sjúkir í verri
stöðu en aðrir.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Öldruð hjón, sem töldu sig vera
tryggð í bak og fyrir vegna pakka-
ferðar sem þau þurftu að afbóka sig
í, eru nú send fram og til baka á
milli ferðaskrifstofunnar sem þau
keyptu ferðina af, Úrvals Útsýnar,
og tryggingafélagsins sem þau eru í
viðskiptum við, VÍS. Báðir aðilar
benda á hinn og er málið því í ein-
kennilegri pattstöðu.
Vill ekki hugsa
hugsunina til enda
Hjónin eru ekki tölvufær, og í
sjálfskipaðri sóttkví vegna veikinda.
Því hefur dótturdóttir þeirra séð
um samskiptin við fyrirtækin. Hún
segist í samtali við Morgunblaðið
ekki geta hugsað þá hugsun til enda
ef afi hennar og amma hefðu þurft
að standa sjálf í þeim samskiptum
sem hún hefur þurft að sjá um fyrir
þau, og telur að þau, og margir sem
lendi í svipaðri aðstöðu, myndu
hreinlega gefast upp og taka tapið á
sig, ef ekki væri einhver til staðar
eins og hún, sem gæti liðsinnt þeim.
Veiktust fyrir Covid-19
Í tilfelli hjónanna, sem eru á átt-
ræðis- og níræðisaldri, veiktust þau
áður en kórónuveirufaraldurinn fór
af stað fyrir alvöru, og snýr afbók-
unin því ekki að faraldrinum.
Þau tilkynntu ferðaskrifstofunni
afbókun ferðarinnar í lok febrúar,
starfsmenn munu verða fyrir skerð-
ingum vegna þessa.
Í orðsendingu sem Grímur Sæ-
mundsen, forstjóri fyrirtækisins og
stærsti hluthafi, sendi starfsfólki í
gær sagði hann að skammtímaáhrif
heimsfaraldursins sem nú gengi yfir
væru gríðarleg „en hver þau verða á
framtíðarrekstur félagsins er óljóst að
svo stöddu“, Sagði hann að aðgerð-
irnar sem nú væri ráðist í væru til
þess gerðar að vernda þau störf sem
eftir stæðu hjá fyrirtækinu og jafn-
framt tryggja rekstur Bláa lónsins til
framtíðar. Morgunblaðið óskaði upp-
lýsinga hjá Bláa lóninu um hvort
stjórnendur fyrirtækisins myndu
halda óskertum starfskjörum í gegn-
um þessar hræringar, m.a. með vísan
til þeirrar ákvörðunar stjórnar og
stjórnenda Icelandair Group um að
lækka laun sín um 20-30%. Sagði í
svari frá Bláa lóninu að stjórnendur,
sem og aðrir starfsmenn fyrirtækisins
sem áfram yrðu í 100% starfshlutfalli,
myndu halda „óskertum launum“.
Samkvæmt ársreikningi Bláa lóns-
ins fyrir árið 2018 námu laun forstjóra
Bláa lónsins og fimm manna stjórnar
fyrirtækisins á árinu 1,22 milljónum
evra, jafnvirði ríflega 162 milljóna
króna miðað við gengi krónu gagnvart
evru í árslok 2018. Í fyrra greiddi Bláa
lónið eigendum sínum arð sem nam
um 4 milljörðum króna. ses@mbl.is
Bláa lónið sagði upp 164 starfs-
mönnum í gær, en starfsemi fyrir-
tækisins hefur að stærstum hluta
legið niðri eftir að starfsstöðvum
þess var lokað síðastliðinn mánu-
dag. Eftir uppsagnirnar starfa um
600 manns hjá fyrirtækinu sam-
kvæmt upplýsingum frá því og mun
hluti þess starfsfólks búa við skert
starfshlutfall á komandi mánuðum í
samræmi við úrræði stjórnvalda
sem gerir fyrirtækjum kleift að
færa starfshlutfall fólks niður um
allt að 75% gegn hlutabótum úr at-
vinnuleysistryggingasjóði. Ekki
hefur komið fram hversu margir
Segir upp 164 starfsmönnum
Stjórnendur Bláa lónsins og aðrir í 100% starfi halda óskertum starfskjörum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bláa lónið Vinsælasti ferðamanna-
staður Íslands á síðustu árum.
● Gengi bréfa Marel hækkaði um tæp
7% í Kauphöll Íslands í gær í tæplega
525 milljóna króna viðskiptum. Bréf
félagsins höfðu gefið talsvert eftir á
markaði það sem af er ári, líkt og
flest önnur, en eftir hækkunina í gær
nemur lækkunin frá áramótum
10,26%.
Bréf Origo hækkuðu um 6,5% í
viðskiptum og TM hækkaði um 6,2%.
Þá hækkuðu bréf Símans um 5,21%
og Arion banka um 3,77%. Sjóvá
hækkaði um 3,67% og Hagar um
3,55%. Bréf Sýnar hækkuðu um
3,39% og Festar um 3,07%.
Aðeins fjögur félög lækkuðu í við-
skiptum. Icelandair lækkaði um 0,27%
eftir að hafa hækkað mikið síðustu
daga. Þá lækkuðu bréf Brims um
0,53% og Icelandair Seafood Inter-
national um 0,665. Mest nam lækkun
Heimavalla, eða 0,68%.
Marel hækkaði mest
allra félaga í Kauphöll
27. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 140.07 140.73 140.4
Sterlingspund 166.9 167.72 167.31
Kanadadalur 97.41 97.99 97.7
Dönsk króna 20.283 20.401 20.342
Norsk króna 12.846 12.922 12.884
Sænsk króna 13.876 13.958 13.917
Svissn. franki 142.7 143.5 143.1
Japanskt jen 1.2588 1.2662 1.2625
SDR 189.5 190.62 190.06
Evra 151.48 152.32 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.1541
Hrávöruverð
Gull 1620.95 ($/únsa)
Ál 1532.5 ($/tonn) LME
Hráolía 27.8 ($/fatið) Brent
● Viðar Þorkels-
son, forstjóri Val-
itor, hefur komist
að samkomulagi
við stjórn félagsins
um starfslok. Hann
hefur gegnt starf-
inu í áratug.
Við starfi Viðars
tekur tímabundið
Herdís Fjeldsted,
sem verið hefur
formaður stjórnar Valitor. Við starfi
hennar yfir sama tímabil tekur Þór
Hauksson, varaformaður stjórnarinnar.
Valitor hefur átt í talsverðum
rekstrarerfiðleikum á undanförnum ár-
um. Tap fyrirtækisins nam 1,9 millj-
örðum króna á árinu 2018. Þá tapaði
fyrirtækið 10 milljörðum króna á síð-
asta ári, en fyrirtækið er í eigu Arion
banka. Bankinn hefur um alllangt skeið
verið með fyrirtækið í söluferli og hefur
bókfært virði þess í bókum bankans
lækkað gríðarlega yfir sama tímabil.
Viðar lætur af störfum
sem forstjóri Valitor
Viðar
Þorkelsson
STUTT