Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 13

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Full búð af nýjum og fallegum vörum 4.990 kr. Blússa 7.990 kr. Peysa Hleypa útlendingum ekki aftur í landið Kína Læknar að störfum í Wuhan. KÍNA Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að þau ætluðu að loka fyrir alþjóð- legar flugleiðir og hindra að út- lendingar sem byggju í landinu gætu snúið aftur þangað, jafnvel þó að þeir hefðu gildar vegabréfsárit- anir og dvalarleyfi. Er þessum tímabundnu ráðstöfunum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Kínverjar hafa ekki tilkynnt um nýtt innanlandssmit af kórónuveir- unni síðustu tvo daga en hafa hins vegar skrásett meira en 500 tilfelli þar sem smitaður einstaklingur kom að utan. Langflestir þeirra voru kínverskir ríkisborgarar. Dómsmálaráðu- neyti Bandaríkj- anna kynnti í gær ákærur á hendur Nicolas Maduro, forseta Venesúela, fyrir hryðjuverka- starfsemi tengda fíkniefnasmygli. Hefur Banda- ríkjastjórn einn- ig heitið verðlaunum upp að 15 milljónum bandaríkjadala fyrir hverjar þær upplýsingar sem leitt geta til handtöku hans. Ákærurnar ná einnig til nokk- urra af helstu samstarfsmönnum Maduros, þar á meðal varnarmála- ráðherra landsins, Vladimir Padrino Lopez. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu sinni að Venesúelabúar ættu betra skilið en ríkisstjórn sem styddi við ólöglegt fíkniefnasmygl. Setja 15 milljónir Maduro til höfuðs Nicolas Maduro VENESÚELA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað hratt í Bandaríkjunum, og hafa rúmlega þúsund ný tilfelli verið greind þar á dag undanfarna tvo daga. Eru nú 82.404 staðfest tilfelli samkvæmt talningu Johns Hopkins- háskólans og eru Bandaríkin þá kom- in fram úr Kína. Í Bandaríkjunum hafa 1.178 látist af völdum veirunnar. Meira en hundrað manns létust af völdum veirunnar í New York-ríki í gær, en alls hafa nú 385 dáið í ríkinu. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, varaði við því í gær að allt stefndi í að hjúkrunargeta ríkisins myndi ekki ná að anna þeim mikla fjölda sem þyrfti á aðstoð að halda á næstu vikum. Einungis um 140.000 sjúkrarúm eru til staðar í New York- borg, og reyna borgaryfirvöld nú að auka þann fjölda með öllum ráðum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í fyrrinótt að ljósi punkt- urinn væri sá að neyðaraðstoð frá bæði New York-ríki og bandaríska al- ríkinu væri loks farin að berast, en hún samanstendur af bæði grímum og öndunarvélum. Metfjöldi atvinnulausra Skaðleg áhrif faraldursins á efna- hag Bandaríkjanna eru einnig að koma í ljós, þrátt fyrir að neyðarpakki stjórnvalda upp á 2.000 milljarða bandaríkjadala hafi ýtt við mörkuð- unum á Wall Street. Samkvæmt atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna sóttu 3,3 milljónir manna um atvinnuleysisbætur í síð- ustu viku. Hefur skrásett atvinnu- leysi í Bandaríkjunum aldrei verið meira. Fækkaði störfum einkum í þjónustuiðnaði og samgöngum. Tilfellum fjölgar hratt vestanhafs  Aldrei fleiri á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum AFP New York Eyðilegt er um að litast í New York-borg þessa dagana. hagkerfi evrusvæðisins. Eftir alþjóð- legu fjármálakreppuna 2008-9 var Þýskaland leiðandi í björgunarað- gerðum til handa evrusvæðinu. Þær aðgerðir voru umdeildar, ekki síst gagnvart Grikklandi, og höfðu póli- tískar afleiðingar. Áður en faraldurinn braust út var þýskur iðnaður á krossgötum vegna breytinga í bílaiðnaði. Við það bætist pólitískur óstöðugleiki, en illa hefur gengið að finna kanslaraefni til að taka við af Angelu Merkel. Þrátt fyrir magnbundna íhlutun Evrópska seðlabankans og aðrar örvandi aðgerðir hafa mörg hagkerfi Evrópu verið í hægagangi. Víða er skuldavandinn því óleystur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, sem birtar voru í lok jan- úar, var aðeins 0,1% hagvöxtur á evrusvæðinu á fjórða ársfjórðungi 2019. Þá var um 1% hagvöxtur á evrusvæðinu milli fjórða fjórðungs 2018 og 2019. Í nóvember, áður en þessar tölur voru birtar, gaf fram- kvæmdastjórn ESB út greiningu á útgjaldaáformum evruríkjanna í ár. Valdis Dombrovkis, sem fer með gjaldeyrismál í framkvæmdastjórn- inni, sagði ekki reiknað með að Frakkar, Ítalir, Spánverjar eða Belgar myndu ná markmiðum um lækkun skulda á þessu ári. Það væri áhyggjuefni enda skerti það svigrúm ríkjanna til að bregðast við áföllum í efnahagskerfinu. Hagvöxturinn neikvæður Þau tíðindi bárust síðan í vor að hagkerfi Ítalíu og Frakklands hefðu skroppið saman á síðasta fjórðungi í fyrra. Hagvöxtur hefði verið nei- kvæður. Ítalska ríkið skuldaði um 135% af vergri landsframleiðslu um áramót. Hlutfallið í Frakklandi var um 100%. Vegna kórónuveirufaraldursins munu hagkerfi þessara tveggja ríkja verða fyrir gífurlegu höggi á fyrri hluta ársins hið minnsta. Því er viðbúið að skuldastaðan versni. Afleiðingarnar af því til lengri tíma gætu orðið þær að ríkið hafi minni burði til að veita þjónustu og sífellt hærra hlutfall launa borgar- anna fari í niðurgreiðslu ríkisskulda. Hriktir í stoðunum Þessi þróun gæti aftur sáð fræjum pólitísks óstöðugleika í álfunni. Rifjast þá upp millistríðsárin. Á hinn bóginn gæti svo stórt sam- eiginlegt áfall sameinað þjóðirnar. Evrópski seðlabankinn greindi í síðustu viku frá 750 milljarða evra björgunaraðgerðum vegna eftir- spurnarfalls í hagkerfunum, til við- bótar við 120 milljarða evra pakka fyrr í mánuðinum. Samkvæmt úttekt viðskiptarit- stjóra Guardian nema björgunarað- gerðir 12 Evrópuríkja, að Bretlandi meðtöldu, alls 1,7 billjónum evra. Þar af er hlutur Þýskalands 550 milljarðar evra. Peningaprentvélarnar eru því á yfirsnúningi en óvíst um árangurinn. Útlitið dökknar enn frekar á evrusvæðinu  Vísitala þjónustugeirans í Þýskalandi hrynur  Spáð er allt að 20% samdrætti  Vegna lítils hagvaxtar og ríkisskulda var evrusvæðið í vanda fyrir faraldurinn Evrusvæðið – umsvif þjónustugeirans* Breyting í % milli ársfjórðunga, 1999-2020 1,5% 1,0% 0,5% 0% -0,5% -1,0% -1,5% -2,0% -2,5% 60 55 50 45 40 35 30 25 '99 '01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19 '20 Þjónustugeirinn á evrusvæðinu Vísitala fyrir þjónustugeirann á evrusvæðinu** Heimild: IHS Markit Eurozone Services (PMI) og Eurostat. **Byggir á könnun meðal stjórnenda (PMI), einskonar væntingavísitala. *Tölur Eurostat ná til verslunar en ekki til umræddrar könnunar. Ví sit ala BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagvísar á evrusvæðinu vitna um að hagkerfin eru í frjálsu falli vegna kórónuveirufaraldursins. Greiningarfyrirtækið IHS Markit tekur saman vísitölu um umsvif þjónustugeirans á evrusvæðinu. Vísitalan er endurgerð á grafinu hér til hliðar. Eins og sjá má hefur vísi- talan – græna línan – hrunið og er gildið nú lægra en eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna 2008-9. Og áhrifin eru nýbyrjuð að koma fram. Vísitalan sýnir landsframleiðslu þjónustugeirans, samkvæmt sundurliðun á framlagi atvinnu- greina til landsframleiðslunnar. Á vef IHS Markit er bent á að þjónustugreinar á borð við ferða- þjónustu og veitingasölu hafi orðið sérstaklega hart úti í faraldrinum. Þarf ekki að hafa um það mörg orð. Ferðalög eru bönnuð og óheimilt að koma saman á veitingahúsum. Mesta fall í þrjá áratugi IFO-stofnunin í Þýskalandi hefur tekið saman vísitölu um væntingar í viðskiptalífinu frá árinu 1991, eða hér um bil frá sameiningu Þýska- lands. Gildið 100 miðast við stöðuna í janúar 2005 en þátttakendur eru um sjö þúsund. Samkvæmt síðustu mæl- ingu í mars var gildið komið niður í 86,1 stig, sem er lægsta gildið frá júlí 2009. Það var mesta lækkun milli mánaða frá sameiningu Þýskalands. Haft var eftir Klaus Wohlrabe, hagfræðingi hjá IFO-stofnuninni að þýska hagkerfið gæti skroppið sam- an um 5-20% í ár, allt eftir því hversu lengi faraldurinn varir. Algjör óvissa er um þann þátt. Bjargvættur nú í vanda Þýskaland er stærsta og öflugasta Wopke Hoekstra, fjármála- ráðherra Hollands, varaði við freistnivanda í tilefni af hug- myndum um björgunarpakka vegna faraldursins. Financial Times fjallar um málið og segir þessi sjónarmið hafa fallið í grýttan svörð í Suður-Evrópu. Að sama skapi hafi þeim ummælum Hoekstra verið illa tekið að ESB ætti að rannsaka hvers vegna sum ríki séu jafn illa í stakk búin og raun ber vitni til að mæta kreppu. Varar við freistnivanda BJÖRGUNARPAKKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.