Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Öllum þykir lýðræði göfugt stjórnarfar. Sennilega hefur ekkert betra verið fundið upp. Sumir dásama jafnvel beint lýðræði og telja það allra meina bót þótt ótal dæmi sýni að fulltrúalýðræði sé af- farasælla. Þeir, sem vilja nýta kosti lýðræð- is, dansa stundum á mörkum þess og lýð- skrums. Það er erfitt að öðlast lýð- hylli að verðleikum. Þess eru dæmi að einstaklingar séu mærðir í ræðu og riti. Oft verður mærðin slík að lof- ið snýst í andhverfu sína og verður að háði. Þannig bar eitt sinn við að vel met- ið skáld ritaði grein í Morgunblaðið þar sem skáldið mærði forseta lýð- veldisins og vildi leggja í samtök til að tilnefna forsetann til friðarverð- launa Nóbels. Sá er þetta ritar reidd- ist mjög og taldi skáldið hið allra versta skáld. Sá, er þetta ritar, er þekktur af skapstillingu og las grein- ina aftur. Þá lá í augum uppi að skáldið var að oflofa forsetann með háði, og skáldið varð aftur hið besta skáld. Lýðsleikjur Það er tilraunarinnar virði að reyna að skilgreina lýðsleikjur. Sennilega er megineinkenni lýð- sleikja það, að lýðsleikjur skilgreina sig sem gallalausar persónur til fyrir- myndar fyrir aðra. Þeir, sem eru lýð- sleikjum ekki að skapi, eru hæddir og smánaðir við hvert tækifæri, því „þau“ eru ekki eins og „við“. Í góðri bók segir „Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auð- mýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“ Í sömu bók segir einnig: „Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnis- borða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í sam- kundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum.“ Hér er fjallað um farisea í Svörtu bók- inni. Íslendingar í Svíþjóð Eitt sinn var greinarhöfundur á leið heim frá útlöndum. Eins og oft vill verða ræður hending sessunaut í flugi. Sessunautur minn var Svíi, sem starfaði alla tíð hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann stundaði nám við Stokkhólmsháskóla í seinni heims- styrjöldinni. Lýsing sessunautarins á íslenskum námsmönnum var held- ur nöturleg. Hann sagði flesta hafa verið mikla kommúnista en margir þeirra hafi verið illa agaðir og drykkfelldir. Hann mundi eitt nafn, það var Haralz, aðeins mikill komm- únisti en mjög agaður. Ég gat róað sessunautinn með því að segja hon- um að Haralz væri einn af efnahags- sérfræðingum á hægri væng ís- lenskra stjórnmála. Því skal haldið til haga að í Svíþjóð voru margir Ís- lendingar við nám í verkfræði, læknisfræði og jarðfræði. Enginn efast um hæfni þeirra og framlag til eflingar lands og lýðs þegar námi lauk og þeir hófu störf á Íslandi. Sessunautur í flugvél Eitt sinn sagði ég Jónasi Haralz þessa sögu og nafngreindi sessunaut- inn. Jónas mundi ekki eftir honum. Jafnframt ræddi Jónas þennan hluta ævi sinnar af yfirvegun. Það kom mér því ekki á óvart þeg- ar ég fann eftirfarandi um Jónas Haralz í Þjóðviljanum 1946, en þá var hann ungur hagfræðingur: „Í dag mun alþýðuæska Reykja- víkur fylkja sér um sinn frambjóð- anda og eignast þannig djarfan, ötul- an og glæsilegan fulltrúa í bæjar- stjórn“. „Jónas Haralz verður í dag gerður að málsvara hinnar reykvísku verka- lýðsæsku í bæjarstjórn“. Sennilega var Jónas borgarstjóraefni. Í ljósi sögunnar þá er hér vel smurt lof og verður skoplegt 75 árum síðar. Jónas reyndi einnig fyrir sér í landsmálum þetta ár, því hann var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Suður-Þingeyjarsýslu, gegn Jónasi frá Hriflu. Enginn, sem þekkir til, efast um þekkingu Jónasar á hagfræði. Þegar Jónas gerðist fráhverfur sósíalisma og gekk til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn þurfti hann að þola rætnar athugasemdir í sama blaði og hampaði honum 1946. Jónas sóttist ekki eftir lýðhylli en hann varð ráða- góður embættismaður. JónasHaralz var einlægur lýð- ræðissinni. Þannig er aðdáun á lýð- ræði ekki vís vegur til lýðhylli. Annar „hagfræðingur“ frá Svíþjóð Eitt sinn las ég í Sögu utanríkis- þjónustunnar um álit eins Svíþjóðar- hagfræðings, sem raunar hafði ekki lokið prófi, frekar en Jón Sigurðsson, frelsishetja. Þar hafði komið fram í blaði í Moskvu, Síðdegis-Moskvu, að prógressívir hagfræðingar, þýðing ís- lenska sendiráðsins, teldu aðild Ís- lands að Efnahagsbandalagi Evrópu eða sameiginlega markaðnum, óráð. Þar var próflausi Svíþjóðarhagfræð- ingurinn álitsgjafi. Hann var fyrst og síðast kommúnisti. Hvað prógressív- ur hagfræðingur þýðir er mér óljóst en sennilega á það að þýða „fram- sýnn“, frekar en verið skop hjá sendi- ráðinu. Alvitar, rasistar og virtir hagfræðingar Nú um stundir vaða uppi nokkrir alvitar eða kóvitar og hafa skyndilega mikið vit á faraldsfræði og veirusjúk- dómum. Alvita og kóvita varðar ekk- ert um hvort aðrir hafi rannsakað og komist að einhverju. Skyndiþekking er borin fram af mikilli sannfæringu sem sannleikur. Einn al- og kóviti hefur orðið uppvís að ósannsögli í störfum sínum á Alþingi til þess að þjóna einkahagsmunum vina sinna. Einn þekktur íslenskur rasisti taldi að berklar væru sjúkdómur, sem aðeins undirmálsfólk fengi. Sjálfur dó rasistinn úr berklum en hann fékk heiðursútför í Berlín, þar sem kista hans var lögð á vagn og dregin af átta svörtum hestum. Einnig má nefna þegar þingmaður „Vinstri grænna“ vitnaði í „hinn virta hagfræðing“. Tilvitnunin í „hinn virta“ var fullkomin endaleysa en féll vel að lýðskrumi alvitra. Lýðræði og úrræði Alþingi er kjörið í almennum kosn- ingum og að flestu leyti í samræmi við frumreglur lýðræðis. Alþingi end- urspeglar nokkurn veginn kjörfylgi stjórnmálaflokka, enda þótt atkvæði landsmanna vegi ekki jafnt. Lýð- skrumarar telja það höfuðatriði að lækka laun alþingismanna. Lýðskrum sumra nýkrýndra verkalýðsleiðtoga nú kemur fram með þeim hætti að þeir virðast ætla að hefja baráttu fyrir því að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum. Hún er undarleg tík, pólitíkin! Gera verður þá kröfu að alþing- ismenn gæti hófs í yfirboðum á efna- hagslegum úrlausnum, sem ráðast þarf í til þess að gera Ísland líf- vænlegt meðan á faraldri stendur og þegar „Eyjólfur“ hressist. Stundum líður greinarhöfundi þegar alvitar og kóvitar tala eins og frú Árland sem sagði: „Þessi kven- maður hefur verið hortug í svörum altaf síðan hún kom í húsið, full af einhvers konar norðanmennsku eins- og hún væri yfir mér.“ Alvitalausnir koma frá þeim sem eru „yfir“ öðrum. „Það ber nokkuð nýrra við ef frelsi sálarinnar kemur úr Norðurlandi:“ Að breyttu breyt- anda, alvitar fyrir Norðurland. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sennilega er megin- einkenni lýðsleikja það að lýðsleikjur skil- greina sig sem galla- lausar persónur til fyrir- myndar fyrir aðra. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Um lýðræði, lýðhylli og lýðskrum Í skrifum mínum undanfarin misseri hef ég endurtekið vakið athygli manna á óheimilli meðferð Hæstaréttar landsins á ákvæði almennra hegningarlaga um umboðssvik. Sam- kvæmt skýrum texta laganna er ekki unnt að telja sakaða menn hafa brotið gegn þessu ákvæði, nema sannast hafi á þá tilgangur til að auðga sjálfa sig eða aðra með háttsemi sinni. Svo er að sjá að rétturinn hafi haft einhvern sérstakan vilja til að refsa þessum sökuðu mönnum án þess að lagaskilyrðinu hafi verið fullnægt og þar með valdið þeim og ástvinum þeirra miklu böli. Rétturinn henti því út þessu einfalda skilyrði fyrir refsingum og ákvað í staðinn að nægilegt væri að sakborningur hefði með háttsemi sinni valdið verulegri hættu á að sá sem unnið var fyrir (banki) yrði fyrir tjóni. Til þess arna var engin heimild, en þeir sem fara með vald, sem þeir þurfa ekki að bera neina ábyrgð á, virð- ast stundum hafa tilhneigingu til að gera bara það sem þeim sýnist. Reyndar var höfuðið bitið af skömminni í mörgum þessara mála með því að sakborningarnir höfðu ekki valdið neinni hættu á tjóni, því þeir voru að selja hluta- bréf í bankanum, sem hefðu orðið verðlaus í hruninu hvort sem bankinn hefði átt þau áfram eða verið búinn að selja þau. Nú hefur komið í ljós með óvæntum hætti hvaða áhrif þessi undarlega dómaframkvæmd hefur á lífið í landinu. Margir hafa nefnilega áttað sig á að Hæsti- réttur landsins hefur tekið ákvörðun um að refsa beri mönnum fyrir auðgunarbrot ef þeir gera sig „seka“ um að gera í við- skiptum áhættusama samninga. Þetta er auðvitað galið, því flestir viðskiptasamn- ingar fela í sér ein- hverja áhættu fyrir samningsaðila og get- ur hún stundum talist veruleg. Til dæmis er nú ljóst að bankar geta ekki veitt viðskiptamönnum sínum, sem eru í vandræðum vegna veirufaraldursins, lána- fyrirgreiðslu nema þeir geti sett „klossöruggar“ tryggingar fyrir endurgreiðslu af sinni hálfu. Gildir þá einu þó að ríkissjóður hafi lof- ast til að ábyrgjast bankanum helming lánsins, sem viðskiptavin- urinn fær. Getur verið að dómarar við æðsta dómstól landsins hafi ekki meiri skilning á mannlífinu í land- inu, að þeir telji sig geta „skapað“ svona rétt? Kannski þessi réttar- sköpun hafi verið einnota? Einnota umboðssvik? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson »Margir hafa nefni- lega áttað sig á að Hæstiréttur landsins hefur tekið ákvörðun um að refsa beri mönnum fyrir auðgun- arbrot ef þeir gera sig „seka“ um að gera í viðskiptum áhættu- sama samninga. Höfundur er lögmaður. Á síðasta borgar- stjórnarfundi lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram tillögu í fimm liðum til að styðja við atvinnu- lífið á gríðarlega erf- iðum tímum CO- VID-19. Hún var atvinnumiðuð. Niður- sveiflan er gríðardjúp og hörð. Fyrstu tölur um atvinnuskerðingu og uppsagnir eru gríðarlega háar. Það er hlutverk okkar að niðursveiflan verði sem styst. Án fyrirtækjanna í borginni eru ekki störf. Án atvinnu er ekki út- svar. Aðaláherslur okkar eru að styðja fyrirtækin með því að skattar og gjöld lækki. Ríkið hefur lagt fram öflugar mótvægisaðgerðir. Seðla- bankinn aukið inngrip sín. Sveitar- félögin mega ekki skorast undan. Á síðasta borgarráðsfundi var sam- þykktur aðgerðapakki sem gerir ráð fyrir fyrstu skatta- lækkunum borgarinnar í langan tíma. Það eru ákveðin tímamót. Þá eru greiðslufrestir fast- eignagjalda sam- þykktir til að létta róðurinn í gegnum nið- ursveifluna. Viðhalds- framkvæmdum og öðr- um verkefnum flýtt. Dótturfélög borgar- innar hvött til að gera slíkt hið sama. Þetta eru fyrstu aðgerðir borgarinnar og er mikilvægt að stað- an sé endurmetin jafnt og þétt. Í maí ættum við að sjá betur hversu djúp niðursveiflan verður. Það er hlutverk okkar að milda hana og stuðla að við- spyrnu í ferðamálum þegar aðstæður skapast á ný. Stöndum saman um störfin Með þessum nú samþykktu til- lögum er verið að gefa nokkurn slaka. Og það er líka verið að gefa von. Sam- staða um sóttvarnir skiptir miklu máli. Fyrir okkur öll. Samstaða um að létta á álögum atvinnulífið skiptir ekki síður máli. Við munum fylgja þessu eftir með frekari tillögum sem vonandi fá brautargengi. Þó að sumt kosti talsverða fjármuni er enn dýr- ara að gera ekki neitt. Borgin þarf nú að forgangsraða upp á nýtt. Gera verulegar breytingar á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Lægri skattar og gjöld eru skjótasta leiðin til að létta greiðslubyrðina og hjálpa lífvæn- legum fyrirtækjum í gegnum brim- skaflinn. Við fjárfestum best í fram- tíðinni með því að treysta fyrirtækin í borginni. Stöndum saman um léttari byrðar Eftir Eyþór Arnalds »Með þessum nú sam- þykktu tillögum er verið að gefa nokkurn slaka. Og það er líka verið að gefa von. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Morgunblaðið/Hari Forgangur „Borgin þarf að forgangsraða upp á nýtt. Gera verulegar breytingar á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.