Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 16

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 M anstu eftir skrímslinu undir rúminu sem hélt fyrir þér vöku í æsku, hvernig þú forðaðist að fara ein/n niður í myrkan kjallara eins og heitan eldinn eða ónotatilfinningunni sem fylgdi því að horfa á umfjöllun um stríð í fréttunum og hugsa til þess að einn daginn gæti einhverjum ribbald- anum dottið í hug að ráðast á Ísland? Þegar við fullorðn- umst lærum við sem betur fer að gera greinarmun á raun- verulegri og óraun- verulegri ógn, lær- um að takast á við erfiðleika og áskoranir og lærum hvaða að- ferðum hægt er að beita til að hafa sem mesta stjórn á eigin lífi og líðan. Þó er ekki hægt að horfa framhjá því að það er margt sem við stjórnum ekki í þessari veröld. Að til eru raunveruleg- ar ógnir sem geta breytt lífinu sem við lifum í dag eða haft neikvæð áhrif á fólkið sem við elskum. Ógnir sem minna okkur á hversu vanmáttug við erum í raun. Á þeim tímapunkti stöndum við í dag, þótt Covid 19-kórónu- veiran valdi okkur vissulega mis- miklum kvíða, ótti okkar ólíkur eftir aðstæðum okkar og við mis- vel í stakk búin til að takast á við breyttan takt hversdagsleik- ans um stundarsakir. Þjóðarpúls Gallups sem kynntur var í frétt- um RÚV 20. mars sl. sýndi að fimmtungur þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af því að smit- ast af veirunni og þriðjungur al- mennings óttast mjög efnahags- leg áhrif þessa ástands. Þegar óljós hætta steðjar að magnast upp tilfinning úrræða- leysis, að við gætum mögulega staðið frammi fyrir einhverju sem við kunnum ekki að sigrast á. Og sama hræðslan og við fundum fyrir í æsku hvílir í undirmeðvitundinni, blossar upp í ýmsum birtingarmyndum án þess að við séum endilega nokk- uð færari en við vorum sem börn að takast á við þessi ónot. Þess- ar tilfinningar eru þó ekki á nokkurn hátt barnalegar heldur sammannlegar og fullkomlega eðlileg viðbrögð við ógn. Þær herja þó á okkur með ólíkum hætti, mörg verðum við eirðarlaus, önnur skapstygg og sum sorgmædd. Orkulaus og annars hugar. Ekki alveg eins og við eigum að okkur að vera, jafnvel þótt við komum ekki auga á það sjálf. Í 16. sálmi í sálma- safni Davíðs í Gamla testamentinu segir: Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á eng- in gæði nema þig.“ Gæði finnst mér fallegt orð. Gæði lífs okkar er litadýrðin sem blasir við okkur í hinu hversdagslega, blæ- brigði og skyggingar af ýmsu tagi sem glæða líf okkar á fjölbreyttan hátt. Oftar en ekki litlu hlutirnir þegar allt kemur til alls. Og það er á tímum sem þessum, þegar margt í okkar dag- legu rútínu stendur okkur ekki til boða um stund- arsakir, sem hin raunverulegu gæði lífsins birtast okkur ljóslif- andi. Að faðma kæran vin eða vinkonu. Að slaka á í heitum potti sundlauganna. Að hitta fé- lagana í bumbubolta einu sinni í viku eða hlæja innilega yfir kaffibolla með vinnufélögum að morgni dags. Félagsstarf og saumaklúbbar. Að kyssa börn og barnabörn góða nótt. En gleymum ekki að lífsgæði felast einnig í voninni. Voninni um að ástandið sem nú ríkir sé einungis tímabundið, að með hækkandi sól takist okkur að yfirvinna veiruna sem herjar á okkur öll og getum af öryggi snúið til baka til fyrra lífsmynst- urs. Og jafnvel dregið einhvern lærdóm af þessum tíma. Að það sem áður þótti sjálfsagt sé það ekki lengur. Já, manneskjan er svo furðu- leg hvað það varðar að við erum svo gjörn á að taka gæði lífsins sem sjálfsagðan hlut. Heilsuna okkar, ferskt loft. Að geta ferðast um allan heim án hindr- ana. Að hafa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu dag og nótt. Það er mín lífsreynsla að í því að ganga samferða Guði í gegn- um hæðir og lægðir þessa lífs felist mikil gæði. Mörg kjósa að nota önnur orð yfir þessa sam- fylgd og einhver finna tengingu við almættið með öðrum og óhefðbundnum leiðum. En sama hvernig Guð birtist okkur og hvaða aðferðir við notum til að tengja okkur við æðri kraft þá getum við mörg sammælst um að við myndum ekki vilja fara á mis við þessi tengsl er kreppir að og óvissa ríkir. Þessi lífsgæði gáfu eldri kyn- slóðir okkur í vöggugjöf þegar þau sátu á rúmstokknum hjá okkur í barnæsku og kenndu okkur bænirnar. Sama fólkið og gaf okkur Biblíuna í ferming- argjöf þótt við hefðum kannski fremur kosið pening. Fólk sem hafði upplifað tímana tvenna og vissi að trúin nærir og glæðir vonina um betri tíð og vissi einnig að aldrei er of seint að rækta tengslin við almættið. Nei, það eru ekki skrímslin undir rúminu eða myrkrið í kjallaranum sem veldur okkur ónotum þessa dagana heldur ótt- inn við hið ókunna. Ræðum upp- hátt hvernig okkur líður og þiggjum þann stuðning er okkur stendur til boða. Leitum leiða til að tengjast öðru fólki og styðj- um hvert annað í gegnum þenn- an tíma. Leyfum Guði að ganga samferða okkur nú sem aðra daga og þiggjum samfylgdina sem okkur stendur öllum til boða. Guð blessi allt mannkyn nú er það tekst saman á við sameigin- lega ógn. Og Guð blessi þig les- andi góður, í dag og alla daga, styrki tengsl þín við algóðan Guð og gefi þér nýja sýn á raun- veruleg gæði þessa lífs. Amen. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Jóhanna Gísladóttir Lífsins gæði Hugvekja Jóhanna Gísladóttir Höfundur er sóknarprestur Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit. johanna.gi@kirkjan.is Jóhanna Gísladóttir Þegar margt í okkar daglegu rútínu stendur okkur ekki til boða um stund- arsakir birtast hin raunveru- legu gæði lífsins okkur ljóslifandi. Sumar Sólstafir í Eyjafirði. VINNINGASKRÁ 47. útdráttur 26. mars 2020 338 8895 16778 27526 36177 46253 56475 69317 393 8924 17313 27815 36535 46289 56486 69377 460 9175 17394 27949 36687 47165 56504 69718 652 9258 17535 28624 36759 47568 56519 69782 1304 9370 17554 28658 37065 48276 56750 69832 1331 9645 17964 28991 37247 48355 57413 70034 1697 9719 18297 29330 38124 48398 57429 70184 1748 9760 18648 29470 38275 48428 57919 70229 2187 9858 19093 29903 38807 48772 57958 70300 2201 10068 19206 30397 40417 48956 58560 70481 2474 10854 19238 30487 40447 49922 58758 71303 2582 10906 19562 30701 40458 50170 59072 71670 2603 11181 19638 31347 40689 50529 59204 72296 2934 11280 19812 31506 40918 51053 59556 72304 3185 11444 19999 32429 41155 51129 60020 72454 4191 11511 20449 32443 41206 51332 60482 72761 4671 11717 20864 32516 41333 51526 60988 73346 4743 12286 20911 32535 41362 51572 61044 73510 4930 12303 21122 32647 41556 51709 61221 73949 5140 12343 21544 32964 41600 51978 61895 73958 5359 12404 21837 33119 41673 52052 62481 74216 5392 12844 21985 33171 42006 52092 62634 74493 5471 12905 22097 33308 42039 52158 63223 75459 5591 13143 22146 33484 42071 52433 63740 75881 5718 13424 22626 33609 42160 52674 63808 76294 5732 13665 23767 33699 43044 52716 63935 76381 5789 14218 23871 33974 43064 53136 64276 76571 6567 14229 24364 34321 43522 53649 64290 76757 6615 14422 24566 34431 44384 53828 64858 76946 7399 14740 25212 34518 45097 54127 65175 77076 7473 14782 25360 34605 45391 54189 65485 77094 7529 15004 25942 35009 45418 54700 66075 77180 7647 15156 25984 35217 45562 54940 66145 77284 7757 15176 26054 35420 45691 54961 66191 77435 7833 15229 26113 35515 45736 55566 66620 77550 8132 15551 26313 35632 45772 55642 66750 77969 8134 15868 26424 35718 45958 55664 67157 78084 8630 15922 26463 35814 45997 56002 67711 79152 8760 16343 27247 35880 46104 56112 68291 79300 8784 16469 27348 36132 46240 56287 69228 79919 3798 12772 24224 34097 41561 51466 61905 72785 4562 15000 24528 34175 42092 52405 62474 72940 4804 15106 27342 34446 43323 52416 64790 74715 6430 15426 27361 37426 44909 55110 66234 74884 7286 15794 27567 37638 45051 55697 67833 76131 8566 16848 27699 39042 46071 55992 67853 76899 8576 18311 28148 39263 46732 56093 68345 77260 8851 19085 29505 39648 47140 57844 69127 77927 9179 20347 31058 39652 49261 58050 69368 79690 9910 21916 32078 40135 49668 59319 69406 12272 23572 32707 40485 50393 59613 69845 12492 23900 32855 41340 50398 60158 70690 12573 24017 33744 41451 50707 61126 71849 Næstu útdrættir fara fram 3., 8., 16., 24. & 30. apríl 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 30008 31703 42392 69590 75994 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5524 31817 38877 48204 54660 67671 7237 35618 39449 49536 55353 68790 19262 36973 39815 50734 56726 71823 22339 38796 39928 50776 64932 73820 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 8 3 3 9 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.