Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 ✝ Þórdís Stein-unn Sveins- dóttir fæddist í Reykjavík 25 maí 1931. Hún lést á heimili sínu á Sól- vangi í Hafnarfirði 15. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Sigurjón Sigurðs- son, guðfræðingur og ritstjóri Eim- reiðarinnar, f. 8. des. 1890, d. 26. mars 1972, og kona hans Steinunn Arndís Jóhannsdóttir, f. 19. ágúst 1895, d. 7. júní 1974. Systkini Þórdísar eru: Olgeir Jóhann, f. 29. okt. 1921, d. 21. júlí 2002, maki Guðbjörg Jónína Steinsdóttir, f. 30. jan. 1921, d. 19. jan. 2018; Sigurður, f. 27. jan. 1923, d. 4. maí 2010, maki Elín Rannveig Briem, f. 29. júlí hjónabandi. 2) Sigurður, jarð- og kerfisfræðingur, f. 25. jan- úar 1963, maki Helga Arna Guðjónsdóttir, f. 3. desember 1965. 3) Tryggvi, verkfræð- ingur, f. 20. júní 1967, maki Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari, f. 30. nóvember 1967. Börn þeirra eru: a) Tandri, f. 1992, b) Darri, f. 1995, og c) Dana Sól, f. 1998. Barn Þórdís- ar er: Bryndís Magnúsdóttir skrifstofukona, f. 16. ágúst 1950, maki Úlfar Hinriksson, forstjóri, f. 21. júlí 1949. Barn Bryndísar og Úlfars er Magnús Örn, verkfræðingur, f. 18. maí 1976, maki Sigrún Nanna Karls- dóttir, verkfræðingur, f. 18. september 1980. Börn þeirra eru: Birta, f. 2010, og Bryndís, f. 2014. Þórdís fæddist í Reykjavík og bjó þar til ársins 1965 er hún flutti til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó til æviloka. Útför Þórdísar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Útförin mun fara fram í kyrrþey. 1929, d. 10. júní 2008; Þórarinn, f. 20. jan. 1925, d. 22. júní 1985, maki Ingibjörg Árna- dóttir, f. 10. okt. 1926, d. 15. júní 2004; Þórdís, f. 20. jan. 1925, d. 6. júní 1928. Þórdís giftist Jóni Bergssyni, verkfræðingi, f. 30. okt. 1931, d. 25. apríl 2015, hinn 12. janúar 1957. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, félagsfræð- ingur, f. 26. apríl 1959. Maki Guðmundur Rúnar Árnason, stjórnmálafræðingur, f. 1. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Jón Steinar, f. 1983, b) Ágústa Mit- hila, f. 1998, c) Þórdís Timila, f. 2000. Guðmundar Rúnar á son- inn Ólaf Kolbein frá fyrra Elskuleg móðir mín er látin. Mamma, þessi hlýja, góða og ein- mitt elskulega kona, breiðir ekki aftur faðminn til mín í lifanda lífi heldur eru það minningarnar sem munu faðma okkur. Við spjölluðum mikið síðustu mánuð- ina, nánast á hverjum degi, og þó svo fæturnir og skammtíma- minnið væru farin að gefa sig var hún stálminnug allt fram til dauðadags. Þegar maður horfir á brúð- kaupsmynd af mömmu og pabba, en þau giftu sig árið 1957, fyllist maður fyrst og fremst þakklæti. Þakklæti fyrir það góða líf sem þau gáfu okkur. Nú þegar maður gerir upp lífshlaup þeirra og horfir á gamla mynd af þeim þar sem þau eru ung, ástfangin og bjartsýn er ekki hægt annað en að brosa og gleðjast, þau áttu gott líf saman og gáfu mikið af sér. Mamma var mikill húmoristi. Hún elskaði Gög og Gokke eða Steina og Olla og gat endalaust hlegið að þeim. Mér er minnis- stætt þegar við vorum með bíó- sýningar í bílskúrnum heima í gamla daga, þá fékk mamma einkasýningu þar sem ég renndi sömu 8 mm spólunni af Steina og Olla aftur og aftur í gegn. Mr. Bean var líka í miklu uppáhaldi í seinni tíð. Þegar hún flutti svo á Sólvang síðastliðið haust var hún fljót að biðja um að Mr. Bean yrði sýndur. Börnin mín kölluðu hana alltaf ömmu Dísu krútt, því hún var bara alltaf svo mikið krútt, bros- andi og létt í skapi. Hún elskaði að kaupa KFC, fara í bíltúra, fá sér ís og hlusta á ABBA á meðan við rúntuðum um bæinn. Það voru líka alltaf ABBA-spólur í öllum bílunum okkar hér áður fyrr. Þegar maður rifjar upp gamla tíma brosir maður nánast alltaf sem betur fer, mamma gerði lífið svo skemmtilegt. Mamma lést 15. mars eftir stutt veikindi. Þó svo hún sé örugglega hvíldinni fegin verður skrítið að geta ekki kíkt við hjá henni til að spjalla eða heyrt í henni í síma. Mánudaginn 9. mars hringdi hún í mig klukk- an 5:30 um morgun, en undir það síðasta var tímaskynið ekki upp á sitt besta. Við áttum gott spjall þar sem ég læddi því inn af og til að það væri nú nótt og hún ætti að fara að sofa. Eftir smátíma þagnaði hún, áttaði sig allt í einu á því að það var nótt, og sagði svo: „Jæja, ég kveð núna.“ Það voru orð að sönnu því þetta var okkar síðasta spjall. Samverustundir okkar verða ekki fleiri í þessu lífi en dásam- legar minningar um hlýja, elsku- lega mömmu munu ylja mér um hjartarætur um ókomin ár. Ég vil nota tækifærið í lokin og færa starfsfólkinu á Sólvangi sér- stakar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun. Blessuð sé minning þín mamma. Þinn sonur, Tryggvi. Við lifum núna á skrýtnum tímum. Það sem ég á erfiðast með að sætta mig við á þessum skrýtnu tímum er það að elsku mamma mín kvaddi þennan heim sunnu- dagsmorguninn 15. mars. Mamma mín var einstök kona og passaði alltaf vel upp á strák- inn sinn hann Sigga. Ég var og er mikill veður- fréttaaðdáandi og mamma pass- aði vel upp á það að ég missti ekki af veðurfréttunum í sjón- varpinu þegar ég var krakki. Ég var kannski úti að leika í afalóð og þá kallaði mamma „Siggi, veð- urfréttirnar eru að byrja.“ Ég hætti þá strax að leika mér og hljóp heim. Mamma bað mig oft að fara út í búð að kaupa kók og Conga til að hafa með sjónvarpinu því að hún vissi að það var mitt uppá- hald. Hún þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. Sameiginlegt áhugamál okkar mömmu var Eurovison. Mamma hafði alltaf skoðun á íslenska lag- inu og við áttum oft löng og skemmtileg samtöl um Euro- vision. Elsku yndislega mamma mín ég kveð þig núna með söknuði. Ástarkveðjur til þín og pabba í Sumarlandinu þar sem þið eruð örugglega búin að faðmast. Þinn sonur Sigurður (Siggi). Eftir langan æviferilsdag eigum geymdar fagrar, ljúfar myndir. Sem koma í hugann eins og ómþýtt lag og una sér við minninga lindir. Er vinir skilja, sjaldan verður sátt en svona er og verður lífsins glíma. Forréttindi að fá og hafa átt fylgd og nálægð svona langan tíma. (Þorfinnur Jónsson) Þórdís Steinunn Sveinsdóttir, félagi okkar í Inner Wheel Hafn- arfjörður, lést 15. mars síðastlið- inn. Þórdís gekk í klúbbinn okkar 24. maí 1977. Hún var strax mjög virk í klúbbnum og mætti alltaf þegar hún gat og heilsa leyfði. Þórdís var hlédræg en afskap- lega hlý og glaðlynd og hafði gaman af því að hitta vinkonur sínar í klúbbnum. Einnig var hún mjög þakklát fyrir allt smálegt sem var gert fyrir hana, t.d. að sækja hana á fundi og hafði áhyggjur af því að væri verið að eyða tíma viðkomandi mann- eskju. Hún fylgdist vel með öllu og hringdi öðru hvoru til að spjalla og eins var hún höfðingi heim að sækja í fallegu íbúðinni sinni við Sólvangsveginn. Elskulega Dísa mín, það var frábært að fá að kynnast þér og ég mun sakna fal- lega brossins og félagsskapar þíns. Börnum Þórdísar og fjölskyld- unni allri votta ég samúð og bið Guð að blessa ykkur á erfiðum tíma. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrir hönd stjórnar Inner Wheel Hafnarfjörður, Gerður S. Sigurðardóttir Það er komið að kveðjustund. Elsku Dísa hefur fengið hvíldina sem hún var búin að óska sér. Hún er nú komin í Sumarlandið og vonandi búin að hitta Jón sinn, hún var nokkuð viss um að það taki eitthvað við þegar þessu jarðlífi okkar lýkur. Þú varst góð kona, vildir okkur alltaf vel, fólkið þitt átti allt það besta skilið og setningin „er ekki allt í góðu?“ var setningin þín. Alltaf að hugsa um hvort nokkuð væri að, þú máttir ekki til þess hugsa. Þú varst húmoristi, gast hlegið aftur og aftur að sömu bröndurunum og elskaðir Steina og Olla og Mr. Bean. Við fórum í leikhúsið að sjá Mamma mia – ABBA var í uppáhaldi og ekki leiddist þér nú heldur þegar við fórum að sjá Ellý, þú brostir hringinn allan tímann. Ég á margar góðar minningar, gleðistundirnar voru ófáar bæði innanlands og utan. Ég er enda- laust þakklát fyrir að þú varst hjá okkur á aðfangadag, sast í hjóla- stólnum í eldhúsinu mínu, fylgd- ist grannt með því sem ég var að gera og dásamaðir hvað við ætt- um fallegt heimili og yndislegt líf, þú átt sko þinn þátt í því. Takk fyrir allt elsku Dísa mín! Þín Elva. Þórdís Steinunn Sveinsdóttir Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN H. ARNDAL Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést á líknardeild LSH miðvikudaginn 25. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Gunnarsson Kær eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, HÖRÐUR ÞÓR HJÁLMARSSON Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á Siglufirði, 25. mars. Jarðarför mun fara fram í kyrrþey en minningarathöfn haldin síðar. Þakka hlýju og samúð ykkar allra. Fyrir hönd systra hans, fjölskyldu og vina, Ásdís Eva Baldvinsdóttir Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför HRAFNHILDAR HALLDÓRSDÓTTUR heimilisfræðikennara sem lést 14. mars og jarðsungin var frá Garðakirkju 24. mars. Þökkum sérlega virðingarverða og nærfærna umönnun starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Hildur, Þorleikur, Halla Margrét og Ólafía Ása tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA BJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Ísafold, Strikinu 3, áður Garðatorgi 17, Garðabæ, lést 25. mars. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey. Sigrún J. Jóhannsdóttir Þorsteinn Þ. Gunnarsson Hannes L. Jóhannsson Jóhanna Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR Boðaþingi 10, Kópavogi, lést á Hrafnistu við Boðaþing 13. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Björn M. Sæmundsson Þorkell Björnsson Sæmundur Egill Björnsson Hanna Jóna Björnsdóttir Helga Björnsdóttir Aðalsteinn A. Halldórsson barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GUNNARSDÓTTIR Furugerði 1, Reykjavík, lést föstudaginn 20. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar H. Egilson Dagný Helgadóttir Helga Egilson Stefan Hansen Nana Egilson Gunnar Kári Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri RÓBERT JÓN JACK rafverktaki og byggingaverktaki, lést á Landspítalanum 18. mars. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram með nánustu aðstandendum. Minningarathöfn fer fram síðar. Sigrún Jóna Baldursdóttir Vigdís Linda Jack Björgvin Ibsen Helgason Baldur Þór Jack Kolbrún Lís Viðarsdóttir Sigrún Ruth, Snæbjörn Helgi, Róbert A., Arnþór Bjartur, Birkir Hrafn og Bjarni Þór Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MESSÍANA MARZELLÍUSDÓTTIR tónlistarkennari, Hlíf 2, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, þriðjudaginn 24. mars. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Þórlaug Þ. Ásgeirsdóttir Finnbogi Karlsson Helga A. Ásgeirsdóttir Sigríður G. Ásgeirsdóttir Gunnar S. Sæmundsson Ásgeir Helgi, Andrea Messíana, Logi Leó, Dögg Patricia og Máni Þór Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningagreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.