Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 26

Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 27. mars 1965 Morgunblaðið segir frá því að Ellert B. Schram, landsliðs- maður í knatt- spyrnu, hafi skyndilega og óvænt mætt sem markvörður KR í handbolta og tryggt liðinu 20:16 sigur á frá- farandi Íslandsmeisturum Fram með því að verja vel hvað eftir annað og meðal annars fjögur vítaköst. Úrslit- in þýða að FH er Íslandsmeist- ari, Fram í öðru sæti og KR í þriðja sæti. 27. mars 1975 Morgunblaðið segir frá því að Hreinn Halldórsson, Íslands- methafi og einn besti kúluvarp- ari Evrópu, hafi brugðið sér á Ís- landsmótið í lyftingum. Þar hafi hann unnið yfirburðasigur í yfirþungavigt og stórbætt öll þrjú Íslandsmetin í flokknum, samtals um rúmlega 100 kíló. 27. mars 1981 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vinnur óvænt- an sigur á Norðurlandameist- urum Finna, 97:95, í tvífram- lengdum vináttulandsleik þjóðanna í Keflavík. Jón Sig- urðsson skorar sigurkörfuna á síðustu sekúndunni með skoti frá miðju. Símon Ólafsson skorar 25 stig fyrir Ísland og Pétur Guðmundsson 22. 27. mars 1992 Ísland tryggir sér eitt af fjór- um efstu sætum B-heimsmeist- arakeppninnar í handknatt- leik karla og sæti í næstu A-keppni með því að vinna Ísr- ael, 20:15, í Innsbruck í Austurríki. Sigurður Sveins- son og Valdimar Grímsson skora 4 mörk hvor. 27. mars 1999 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigrar Andorra, 2:0, á útivelli og er ósigrað í fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins. Eyjólfur Sverrisson og Steinar Adolfsson skora mörkin í seinni hálfleik og Ísland er á hælum Úkraínu og Frakk- lands og fyrir ofan Rússland í riðlinum. 27. mars 2010 Ísland sigrar Serbíu 2:0 á úti- velli í undankeppni heims- meistaramóts kvenna í knatt- spyrnu. Hólmfríður Magnúsdóttir skorar bæði mörkin í seinni hálfleik en Ís- land og Frakk- land heyja ein- vígi í riðlinum um að komast beint í lokakeppni HM. 27. mars 2017 „Við vorum að vinna stórveldi í íshokkí. Til þess að vinna þetta lið þarf alltaf ganga upp, og þó þeir hafi verið í vand- ræðum í ár sést hér hvernig þeir rísa upp jafnvel þó marg- ir séu að verða fertugir,“ segir Gauti Þormóðsson þjálfari Esju við Morgunblaðið eftir að lið hans verður Íslandsmeist- ari karla í íshokkí í fyrsta sinn með því að sigra Skautafélag Akureyrar í vítabráðabana eftir 3:3 jafntefli í fram- lengdum leik. Á ÞESSUM DEGI er það bara gott fyrir mig. Það var aðeins farið að þrengja að þegar þeir frestuðu öllum þessum mótum, ég átti enn þá séns en það var kom- in pressa. Mig vantar enn töluvert af punktum og mótunum var að fækka.“ Var á leið til Marokkó Sveinbjörn var staddur í Frakk- landi í byrjun árs við strangar æf- ingar en hann ætlaði sér að keppa á mótum í Marokkó og Suður- Ameríku með því markmiði að ná nægilega góðri stöðu á heimslist- anum en hann er sem stendur í 74. sæti listans. Ekki liggur alveg fyrir hversu hátt hann þarf að ná þar sem kvóti á þjóðir og heimsálfur spilar inn í niðurstöðuna á end- anum. Öllum mótum var hins vegar frestað og Sveinbjörn er nú kominn aftur heim til Íslands. „Ég kom til landsins fyrir rúmri viku. Ég var staddur í Frakklandi og deginum áður en ég átti flug út til Marokkó fékk ég skilaboð um að öllu var frestað. Sem betur fer átti ég fjölskyldu þarna sem gat séð um mig.“ „Ég var akkúrat á leiðinni út til Marokkó og svo til Suður-Ameríku en svo var öllu aflýst, fjórum mót- um í röð. Það var búið að kaupa flugmiða og bóka hótel þannig að þetta var auðvitað þvílíkt tap. Þetta var peningur sem ég hafði safnað í gegnum styrktaraðila. En það eru allir að tapa peningum núna, ég er bara feginn að vera kominn heim í öruggt skjól. Það er mikilvægast. Stuttu eftir að ég yfirgaf bæinn sem ég dvaldist í var sett á útgöngu- bann, ég eiginlega rétt slapp heim.“ Sveinbjörn ætlar ekki að láta deigan síga og mun á næstu vikum og mánuðum einbeita sér að því að halda sér í formi. Næsta keppni á dagskrá er Evrópumótið í Prag í Tékklandi í júní. Þar geta unnist dýrmæt stig sem gilda til heimslist- ans. „Næsta mót á dagskrá er í lok júní, sem er Evrópumótið. Það er gríðarlega mikilvægt mót og ég verð að koma klár til leiks ef það verður. Við júdómenn björgum okk- ur alltaf þótt það sé erfitt að æfa núna. Ég reyni bara að halda mér í gír og vera tilbúinn, ég held að það sé þannig hjá öllum. Þetta eru að- stæður sem enginn hefur lent í.“ Frestunin gæti jafnvel komið mér vel  Sveinbjörn Iura heldur baráttunni áfram og ætlar sér á Ólympíuleikana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fremstur Sveinbjörn Iura var kjörinn júdómaður ársins 2019. JÚDÓ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Sveinbjörn Jun Iura, júdókappi úr Ármanni, hefur ekki gefið draum- inn um að taka þátt á Ólympíu- leikunum í Tókýó í Japan upp á bát- inn, þó að leikunum hafi verið frestað um eitt ár, eða til sumarsins 2021. Morgunblaðið sló á þráðinn til Sveinbjörns eftir að Alþjóðaólymp- íunefndin staðfesti að leikunum hefði verið frestað vegna kórónu- veirunnar. „Ég fékk bara að frétta þetta í gær. Nú bíðum við eftir því að Al- þjóðajúdósambandið setjist niður og gefi út hvaða mót eru eftir, þá getur maður farið að skipuleggja sig. Ég er ekkert að fara bakka með það að ég ætla á Ólympíuleikana,“ sagði Sveinbjörn ákveðinn og bætti við að frestunin gæti jafnvel komið honum vel. „Ef þeir bæta við fleiri mótum þá „Í bili verður öll vinnan unnin í gegnum tölvur og síma. Sjúkra- teymið okkar á að fylgjast með leik- mönnunum eins vel og mögulegt er. Fjórum vikum áður en liðið kemur saman eiga þau að skila inn skýrslum yfir allt sem leikmenn- irnir gera,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum þjálfari Íslands, um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Serbíu í umspili EM. Hann átti að fara fram í gær en verður 4. júní eins og leikur Íslands og Rúmeníu. Vinni Noregur mætir liðið Skotlandi eða Ísrael. Skipuleggur sig upp á nýtt Morgunblaðið/Eggert Svíinn Lars Lagerbäck landsliðs- þjálfari Norðmanna í knattspyrnu. Pétur Ingvarsson er hættur störf- um sem þjálfari karlaliðs Breiða- bliks í körfuknattleik Ekki er ljóst hver tekur við liðinu, sem var í 3. sæti þegar keppni var hætt vegna veirunnar. Í tilkynningunni er tekið skýrt fram að stjórn deildarinnar sé ánægð með störf Péturs en vegna óvissunnar sem fylgi heimsfaraldr- inum treysti stjórnin sér ekki til að gera nýjan samning við Pétur. Óljóst sé hvernig ganga muni að afla tekna fyrir næsta tímabil. kris@mbl.is Blikar sjá á eftir Pétri Ingvars Morgunblaðið/Hari Hættur Þjálfarinn reyndi, Pétur Ingvarsson, er samningslaus. Þetta var hins vegar umdeilt í þjóðfélaginu. Margir voru á því að fullfrískir karlmenn ættu ekki að vera að spila fótbolta á meðan jafn- aldrar þeirra berðust í skotgröfum á meginlandi Evrópu. Keppni í ruðn- ingi var þegar hætt og í krikket var lið Surrey krýndur enskur meistari þótt keppni væri ekki lokið. „Ef fótboltamaður er heill heilsu á hann að skunda í stríð og sinna sín- um skyldum,“ skrifaði rithöfundur- inn Arthur Conan Doyle sem er þekktastur fyrir sögur sínar um einkaspæjarann Sherlock Holmes. Til að lægja öldurnar var stofnuð sérstök hersveit, „Footballers’ Battalion“ en hún var skipuð at- vinnuknattspyrnumönnum sem vildu frekar fara í stríðið en að halda áfram leik. Í staðinn fengu liðin í at- vinnudeildunum tveimur að tefla fram „gestaleikmönnum“ sem jafn- vel gátu spilað fyrir fleiri en eitt lið. Umrædd hersveit þótti einstak- lega öflug og til þess var tekið hversu góður liðsandinn var en það var þakkað uppeldi hermannanna sem atvinnuknattspyrnumenn. Þetta róaði marga og hægt var að ljúka tímabilinu tiltölulega áfalla- laust. Everton varð meistari, fékk einu stigi meira en Oldham og Derby, Preston og Arsenal fluttust upp í efstu deild, en Tottenham féll. Sheffield United vann Chelsea 3:0 í úrslitaleik bikarkeppninnar sem var fluttur frá London til Manchester vegna samgönguerfiðleika í höfuð- borginni. En að tímabilinu loknu var ekki hægt annað en að aflýsa því næsta vegna stríðsástandsins og deilda- keppnin á Englandi hófst ekki á ný fyrr en veturinn 1919-2020. Þá urðu deilur um fall og færslur á milli deilda til þess að liðum í efstu deild var fjölgað úr 20 í 22 og Arsenal náði að smygla sér upp í efstu deild á kostnað Tottenham án þess að hafa unnið sér rétt til þess. Þessi tvö fé- lög hafa verið erkifjendur síðan en það er önnur saga. Umdeilt tímabil spilað til enda England Áhorfendur flykktust á fótboltaleikina veturinn 1914-15 til að geta gleymt um sinn hörmungum fyrri heimsstyrjaldarinnar.  Englendingar héldu áfram keppni þótt fyrri heimsstyrjöldin væri skollin á SAGAN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum „fordæmalausa“ tíma er þetta ekki í fyrsta skipti sem deilt er um hvort fresta eigi eða aflýsa íþróttamótum. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á 4. ágúst árið 1914 ákvað stjórn ensku deildakeppninnar í fótbolta að hefja nýtt tímabil 1. september eins og ekkert hefði í skorist. Og þrátt fyrir ástandið á Bretlandseyjum og í heim- inum var það spilað til enda og því lauk í apríl 1915. Knattspyrnusagnfræðingurinn Richard Foster fjallar um þetta óvenjulega tímabil í grein í The Guardian og segir að aðalástæðan fyrir því að fótboltinn hélt velli hafi verið sú að hann hafi hjálpað almenn- ingi til að dreifa huganum og geta gleymt um stund hörmungarfréttum sem bárust frá vígstöðvum stríðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.