Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 27

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020  Norska félagið Bergsøy tilkynnti á Facebook í gær að Einar Jónsson hefði verið ráðinn þjálfari meistara- flokks karla í handknattleik. Þar kem- ur jafnframt fram að Einar hafi gert þriggja ára samning við félagið, en Bergsøy er í C-deildinni í Noregi og var um miðjan sinn riðil þegar keppni var hætt á dögunum. Einar kemur frá Færeyjum, þar sem hann lét nýlega af störfum hjá H71 eftir að hafa stýrt meistaraflokksliðum þess eitt tímabil. Hann er ekki ókunnur norskum hand- knattleik því Einar stýrði kvennaliði Molde í C- og B-deildum 2013-2015.  Ein af goðsögnum franskrar knatt- spyrnu er fallin frá, en franska knatt- spyrnusambandið og samtök franskra knattspyrnumanna skýrðu frá því í gær að Michel Hidalgo væri allur, 87 ára að aldri. Hidalgo hafði glímt við veikindi um árabil og lést á heimili sínu í Marseille. Hann varð fyrsti þjálfarinn til að færa Frakklandi stóran titil í fótboltanum, en Frakkar urðu Evrópumeistarar á heimavelli undir hans stjórn árið 1984, eftir að hafa komist nokkuð óvænt í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar á Spáni tveimur árum áður. Hidalgo lét af störfum eftir sigurinn 1984 en hann hafði þá stýrt franska liðinu í átta ár.  Fimleikamótinu Eurogym, sem fer fram á tveggja ára fresti og er ætlað að sameina ungt fimleikafólk í Evrópu, hefur verið frestað fram á næsta sum- ar vegna kórónuveirunnar, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá for- ráðamönnum mótsins. Mótið átti að fara fram á Íslandi í júlí en ákvörðunin um að fresta mótinu var tekin af fim- leikasambandi Evrópu og fimleika- sambandi Íslands. Stefnt er að því að mótið muni fara fram í Reykjavík í júlí 2021.  Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, tilkynnti í gær að Ástralía myndi halda heimsmeistaramót kvenna árið 2022. Ástralar höfðu betur í baráttu við Rússa en valið stóð á milli þessara tveggja þjóða eftir að Kanada heltist úr lestinni. Þetta verður í annað skipti sem þeir halda mótið en það fór fram í landinu árið 1994. Ástralía er meðal fremstu þjóða heims í körfuknattleik kvenna og varð heimsmeistari árið 2006 og lék til úrslita 2018 en tapaði fyrir Bandaríkjunum. Mótið fer fram í Sydney í september og október 2022. Tólf þjóðir komast í lokakeppnina.  Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi, Justin Gatlin, er brattur þótt Ólympíuleikunum hafi verið frestað um ár. Þegar leikarnir fara fram í Jap- an á næsta ári verður Gatlin orðinn 39 ára gamall. Hann segist fullviss um að hann eigi möguleika á sigri í 100 metra hlaupinu á leikunum. „Það mun ekki skipta miklu máli hvort ég er 38 eða 39 ára. Auk þess verður líkaminn ekki illa farinn eftir árið 2020 eins og hann getur verið eftir hefð- bundin keppnistímabil,“ sagði Gatlin í samtali við TMZ Sports, en hann varð ólympíumeistari í Aþenu árið 2004. Eitt ogannað HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðhyltingurinn Kristinn Björg- úlfsson fær það erfiða hlutverk að stýra karlaliði ÍR í handknattleik á næstu leiktíð en hann tekur við þjálfarastarfinu af Bjarna Fritz- syni. Kristinn hefur stýrt kvennaliði ÍR á þessari leiktíð, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðsins, og hann veit því að hverju hann gengur. Kristinn er uppalinn hjá ÍR en hann er 38 ára gamall. Félagið til- kynnti á dögunum að það þyrfti að draga saman seglin vegna mikilla fjárhagsörðugleika og í vikunni var svo tilkynnt að þrír lykilmenn liðs- ins væru á förum til Aftureldingar í Mosfellsbæ þegar samningar þeirra rynnu út í sumar. „Markmiðið hjá mér var alltaf að taka við karlaliði ÍR einn daginn en ég átti ekki alveg von á því að það yrði akkúrat núna,“ sagði Kristinn hvergi banginn í samtali við Morgunblaðið í gær. Að undirbúa nýtt tímabil með kvennaliði sem var lagt niður „Ég var í raun bara byrjaður að undirbúa nýtt tímabil með kvenna- liðinu þegar þetta kom fyrst upp. Aðdragandinn var mjög stuttur og ég var boðaður á fund á sunnudag- inn þar sem ég fékk þær fréttir að félagið hefði ákveðið að draga sam- an seglin. Því hefði verið tekin ákvörðun um að senda ekki kvenna- liðið til keppni á næstu leiktíð. Á mánudeginum var ég svo boð- aður á annan fund þar sem mér var boðið að taka við karlaliðinu þannig að hlutirnir hafa gerst ansi hratt undanfarna daga. Ég þekki strák- ana mjög vel og er búinn að vera með þeim í nánast allan vetur sem aðstoðarþjálfari. Að vera aðstoðar- þjálfari gefur manni aukið tækifæri til þess að fylgjast með liðinu, án þess kannski að þurfa að bera þung- an af öllu batteríinu, og ég veit því að hverju ég geng með alla leik- menn liðsins.“ Tækifæri fyrir ungu strákana Bjarni Fritzson hefur stýrt liði ÍR frá árinu 2014 en hann mun nú snúa sér að yngriflokkaþjálfun hjá félaginu. Kristinn segist hafa lært mikið af landsliðsmanninum í vetur. „Ég hef lært alveg heilan helling af Bjarna og hann hefur gert frá- bæra hluti fyrir bæði félagið og lið- ið. Það er sorglegt að tala um það núna en ef við hefðum unnið tvo leiki í viðbót værum við stigi frá því að vera á toppnum. Það er því mjög stutt á milli í þessu og ég hef reynt að taka allt inn sem ég gat lært af Bjarna á hliðarlínunni. Hann verður áfram með yngri flokkana og ég get alltaf leitað ráða hjá honum sem er mjög jákvætt fyrir mig.“ ÍR aldrei átt pening Það hefur gustað mikið um félagið undanfarna daga en á mánudaginn síðasta sendu Breiðhyltingar frá sér tilkynningu vegna fjárhagsstöðu fé- lagsins. Þar var ákveðið að draga saman allan kostnað, endur- skipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. „Það er alveg hægt að taka það fram hér og nú að ÍR hefur aldrei átt neinn pening. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem einhver þorir að stíga upp og segja það. Við verðum ekki síðasta liðið til þess að segjast vera í fjárhagsvandræðum, það er alveg á hreinu. Það hefur verið ákveðinn feluleikur í gangi hjá mörgum félögum, undanfarin ár, en núna vita allir hvar við stöndum og það er gott að feluleiknum sé lokið. Við þurfum að draga saman seglin og við getum því ekki haldið úti mönnum sem kosta mikið. Núna þurfum við að fara aftur í grasrótina og nota þá leikmenn sem við eigum í yngri flokkunum. Við munum mögu- lega þurfa sækja einhverja leikmenn líka en við munum stíga varlega til jarðar þegar við gerum það.“ Á að hlúa vel að stelpunum Kristinn stýrði kvennaliði ÍR í 1. deildinni í vetur, Grill 66-deildinni, en meistaraflokkurinn verður lagður niður á næstu leiktíð vegna fjár- hagstöðunnar í Breiðholtinu. „Vissulega var maður svekktur þegar maður heyrði af því að það ætti að leggja meistaraflokkinn nið- ur en það er ekki rekstargrundvöllur fyrir því að halda uppi meistara- flokksliði í kvennaflokki á meðan liðið er svona ungt. Þetta var ekki mín ákvörðun en meirihlutinn af þessum flottu og frambærilegu stelpum eru enn þá í 3. flokki. Þær eru flestar uppaldar hjá félaginu og markmiðið núna er að ráða inn alvöruþjálfara í 3. flokkinn og hlúa vel að þeim. Planið er svo að byggja þessar stelpur upp og gera allt svo þær verði tilbúnar tíma- bilið 2021/2022 í alvörumeistara- flokksbolta.“ Vont að missa leikmennina Í vikunni var einnig tilkynnt að þeir Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þrándur Gísla- son Roth myndu allir ganga til liðs við Aftureldingu í Mosfellsbæ þeg- ar samningar þeirra í Breiðholtinu renna út í sumar. „Auðvitað er vont að sjá á eftir þessum leikmönnum, það liggur al- veg ljóst fyrir. Sveinn sem dæmi er uppalinn í félaginu og hefur þjónað ÍR mjög vel. Hann var að renna út á samningi og fékk tilboð frá Aftureldingu sem honum fannst vera gott. Hann taldi sig þurfa að breyta til sem er leiðinlegt fyrir okkur en við getum lítið gert annað en að óska honum góðs gengis og hann er alltaf velkominn aftur í Breiðholtið. Beggi var líka samningslaus og Þrándur var búinn að gefa það út að hann ætlaði sér að enda ferilinn í Mosfellsbæ. Þessir leikmenn voru ekki að fara frá félaginu vegna þess að ÍR skuldaði þeim eitthvað, þeir voru einfaldlega bara samningslausir og ákváðu að breyta til og við því er lítið að gera.“ Atvinnumaður í fjórum löndum Kristinn hélt fyrst út í atvinnu- mennsku árið 2005, þá 24 ára gamall. Hann var atvinnumaður í níu ár og lék með Runar og Oppsal í Noregi, PAOK í Grikklandi, Hurry-Up í Hol- landi og Rimpar í Þýskalandi. Hann viðurkennir að hann hafi haft mis- góða þjálfara í gegnum tíðina sem muni vonandi hjálpa honum í þjálf- arastarfinu á næstu leiktíð. „Það er margt sem ég get tekið með mér út úr atvinnumannaferl- inum inn í þjálfarastarfið hjá ÍR. Ég spilaði í mörgum mismunandi löndum og upplifði marga menningarheima. Ég tel mig vita hvað þarf til þess að þjálfa og búa til gott lið. Auðvitað nýtir maður sér allt það góða frá ferl- inum og það slæma líka. Ég hef verið með þjálfara sem eru það vitlausir að það er erfitt að trúa því og maður þarf að passa sig á því að falla ekki í þá gryfju. Í Noregi lærði ég rosalega mikið um líkamlegt form og árangursríkan handbolta. Ef þú stóðst þig vel í Grikklandi þá varstu hetja og fékkst borgað á réttum tíma. Í Þýskalandi lærði maður mikinn aga og reglu- verk. Þegar ég fór svo til Noregs aft- ur var ég rekinn í fyrsta sinn á mín- um ferli hjá Oppsal og þannig kviknaði hugmyndin að leikmanna- samtökum Íslands.“ Mikilvægt að læra af mistökum „Frá Noregi fór ég svo til Hollands og þar lærði maður að gefa meira af sér, enda með meiri reynslu en marg- ir aðrir í liðinu. Þar var ég með frá- bæran þjálfara, Joop Fiege, en bróðir hans tók við starfinu seinna meir og hann var mjög lélegur þjálfari þannig að maður hefur gengið í gegnum alla flóruna. Að sama skapi lærir maður líka mikið af þeim mistökum sem maður gerir og ég mun pottþétt gera mín mistök á næstu leiktíð.“ Leikmannahópurinn breytist Kristinn ítrekar að markmiðið númer eitt tvö og þrjú í Breiðholtinu núna sé að halda í þá sem eru í félag- inu og endursemja við lykilmenn. „Það er alveg ljóst að leikmanna- hópurinn mun breytast eitthvað við brotthvarf þriggja lykilmanna. Við erum með frábæran markmann á samingi, Sigurð Ingiberg Ólafsson, og eina bestu hægri skyttuna í deild- inni í Hafþóri Má Vignissyni. Við er- um með frábæran línumann í Úlfi Gunnari Kjartanssyni og svo eigum við fullt af ungum gaurum sem eng- inn veit hvað heita og þeir fá tækifæri til þess að sýna hvað þeir geta. Við ætlum okkur að halda Björgvini Hólmgeirssyni og Elíasi Bóassyni en þetta eru líka strákar sem við þurfum að semja við. Ef það geng- ur ekki þurfum við að sækja aðra leikmenn en markmiðið er að það muni ekki fleiri yfirgefa Breiðholtið að svo stöddu,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið. Feluleiknum loks lokið  Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR á erfiðum tímum  Ætlar að halda lykilmönnum  Lærði ýmislegt af misgóðum þjálfurum í atvinnumennskunni Ljósmynd/ÍR Þjálfari Kristinn Björgúlfsson tekur við sem þjálfari karlaliðs ÍR. FIFA, Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, skoðar nú að breyta því hvenær félagaskipti eru leyfð, vegna kórónuveirunnar. Félaga- skiptaglugginn verður opnaður 10. júní á Bretlandi en gera má ráð fyr- ir því að enska úrvalsdeildin verði enn í gangi á þessum tíma. Stærstu deildir Evrópu vonast til þess að klára sínar deildakeppnir fyrir 30. júní en þá renna margir leikmenn út á samningi. FIFA hefur stofnað vinnuhóp til þess að finna hentugar dagsetningar. bjarnih@mbl.is Hvenær má hafa félagaskipti? AFP FIFA Gianni Infantino er forseti Al- þjóða knattspyrnusambandsins. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Barce- lona á Spáni, hefur þurft að taka á sig 70% launalækkun vegna kór- ónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hafa öll lið félagsins þurft að taka á sig 70% launalækkun en leikmenn knatt- spyrnuliðsins voru ekki sáttir við þessar tillögur. Forseti félagsins, Josep Bartomeu, reynir nú að semja við fyrirliða liðsins, þá Lionel Messi, Sergio Busquets, Gerard Piqué og Sergi Roberto. Launalækkun í Barcelona Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Launalækkun Aron og samherjar gefa eftir laun vegna veirunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.