Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Tilkynnt hefur verið um fyrri út- hlutanir ársins úr Myndlistarsjóði en 23 milljónum króna er úthlutað í styrki til 65 verkefna. Um- sóknir voru hins vegar 181. Styrkir til sýn- ingarverkefna eru 43, tæplega 16 milljónir króna. Aðrir styrkir fara til útgáfuverk- efna, rannsókna og í undirbúning verkefna. Stærsta styrkinn vegna sýninga- verkefnis, að upphæð 1,5 milljónir kr., hlýtur Myndhöggvarafélagið í Reykjavík fyrir Hjólið III, skúlptúr- sýningu í almannarými. Auk þess hlýtur Bjarki Bragason 900 þúsund kr. styrk fyrir sýningu sína Þrjúþús- und og níu ár: Síðasta ísöld á vegum Listasafns ASÍ. og Head to Head, samstarfsverkefni A-DASH í Aþenu og Kling og Bang hlýtur einnig 900 þúsund krónur. Sýning sem Becky Forsythe stýr- ir, Villiblómið, hlýtur kr. 800 þús- und; Frímann Kjerúlf er skrifaður fyrir sýningunni Kosmos sem fær kr. 700 þúsund; Julius er í forsvari fyrir sýninguna Vestur í bláinn sem fær kr. 600 þúsund; sömu upphæð fær Kol /amp fyr- ir Ferocious Glit- ter II; og Verk- smiðjan á Hjalt- eyri fær kr. 500 þúsund fyrir sýn- ingadaskrá sum- arsins. Önnur sýningaverkefni hljóta lægri styrki. Stærsta styrk til útgáfu og rannsókna hlýtur Kat- rín Sigurðardóttir til útgáfu bókar um eigin verk. Þrjú verkefni fá kr. 500 þúsund: Bók um 25 ára feril Erlings T.V. Klingenberg; Hafnar- borg fyrir „Verk Þorvaldar Þor- steinssonar“; og Ragnhildur Stef- ánsdóttir fyrir „Common Ground“. Aðrir fá lægri styrki á því sviði. Þá fá þrír hæsta styrk fyrir undir- búning verkefna, kr. 300 þúsund hver, Bryndís Snæbjörnsdóttir vegna undirbúning tveggja einka- sýninga; Ragnar Árni Ólafsson vegna skráningar á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur; og Birta Guðjóns- dóttir vegna verkefnisins „Samtíma- myndlist-Reykjavík sótt heim“. Hæsta styrk undir liðnum „Önnur verkefni“ hlýtur í þessari úthlutun Kling & Bang vegna nýrrar heima- síðu sýningarsalarins í Marshall- húsinu, kr. 450 þúsund. Hjólið III fær hæsta styrkinn Bjarki Bragason Katrín Sigurðardóttir Saman í sóttkví nefnast nýjir þættir sem sýndir verða á Hring- braut og fésbókarsíðu sjónvarps- stöðvarinnar. Verkefnið er nýtt af nálinni og skipulagt af Ingibjörgu Sædísi, Ingunni Láru Kristjáns- dóttur, Ragnheiði Erlu Björns- dóttur og Laufeyju Haraldsdóttur, í samvinnu við Tjarnarbíó og Hringbraut. Listafólkið sem fram kemur eru Margrét Erla Maack sem dansar, Villi Netó, Stefán Ingvar, Kimi Tayler og Jono Duffy sem verða með uppistand, tónlistarfólkið Svavar Knútur, Ásta, Tendra, Kóla og Vísur & skvísur, Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og Þorvaldur S. Helgason sem verður með ljóða- lestur. Þá verður Kristrún með jógahugleiðingar. Ingibjörg, sem biður um að vera titluð fullkomin meðalmanneskja, segir að hún hafi fengið hugmynd- ina um að gera eitthvað og upp- haflega stóð til að hafa streymi í beinni á netinu. Ingunn, vinkona hennar, er blaðamaður og hóf að hringja í hina og þessa, að sögn Ingibjargar, og leitaði svo til Hringbrautar og Tjarnarbíós um samstarf. Í hverjum þætti verður blanda af ólíkum listgreinum og afþrey- ingu en sá fyrsti var sýndur á mánudaginn var og er aðgengileg- ur á fésbókarsíðu Hringbrautar. Þættirnir eru fjórir og verða hinir þrír sýndir á Hringbraut kl. 20 næstu þrjú mánudagskvöld. Áhorfendur hvattir til að styrkja listamenn –Nú er þetta fólk sem kemur fram væntanlega að gefa vinnu sína … „Já og við erum bara fjórar sem sáum um þetta og höfum ekki ráð á að borga þeim og þess vegna erum við með styrktarnúmer í þáttunum. Þá getur fólk styrkt listafólkið og styrkurinn rennur beint í vasa þeirra sem koma fram í þáttunum en ekki okkar sem skipulögðum þá,“ svarar Ingi- björg. Vonandi náist að greiða listafólkinu eitthvað fyrir sína vinnu og með þáttunum vakin athygli á þeirri fjárhagslegu óvissu sem listafólk í verktaka- vinnu lendi í nú á óvissutímum kórónuveirufaraldursins. Ingibjörg segir að hugmyndin hafi verið að hafa fjölbreyttan hóp fólks úr listræna og afþreyingar- geiranum til að skemmta lands- mönnum heima í stofu en einnig verður rætt við jógakennarann Kristrúnu Hunter um kvíða og hvernig er hægt að takast á við hann með hugleiðslu og öndunar- æfingum. helgisnaer@mbl.is Margrét Erla Maack Ævar Þór Benediktsson Áhorfendur hvattir til að styrkja listamenn  Saman í sóttkví á mánudögum  Dans, tónlist, upplestur og fleira Þáttagerð Ingibjörg Sædís er ein þeirra sem standa að Saman í sóttkví. Reykjavíkurborg hefur nú auglýst eftir óprentuðu handriti að ljóða- bók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verður úthlutað á seinni hluta þessa árs. 800.000 krónur verða veittar fyrir eitt handrit og mun þriggja manna dómnefnd meta innsend verk. Útgáfuréttur verðlauna- handrits verður í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með, að því er fram kem- ur í tilkynningu en ef dómnefnd er á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum skal skila í þrem- ur eintökum, merktum dul- nefni, en nafn og símanúmer höf- undar skal fylgja með í lokuðu um- slagi. Handrit verða að berast í síðasta lagi 1. júní. Á umslag skal skrifa Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Edda eftir Hörpu Rún Kristjáns- dóttur hlaut verðlaunin í fyrra. Auglýst eftir handritum Harpa Rún Kristjánsdóttir Bandaríski leik- ritahöfundurinn Terrence McNally er lát- inn, 81 árs að aldri. Dánarmein hans voru veik- indi af völdum kórónuveirunar Covid-19. McNally var áratugum saman í fremstu röð bandarískra leikskálda og hlaut fern Tony-verðlaun fyrir verk sín. Þau fjalla flest um líf og veruleika samkynhneigðra og er honum eign- að að opinbera fyrstur höfunda þann veruleika í leikhúsum sem almenningur sækir. Tvenn Tony-verðlaun hreppti McNally fyrir að gera söngleiki úr bókum, Kiss of the Spider Woman (1993) og Ragtime (1998), og hin tvö fyrir leikrit, Love! Valour! Compassion! (1995), sem fjallar um samkynhneigða menn sem deila orlofshúsi, og Master Class (1996) þar sem dívan Maria Callas lítur yfir ferilinn. Meðal annarra verka leikskáldsins má nefna The Ritz, The Lisbon Traviata og Lips Toget- her, Teeth Apart. Terrence McNally allur Terrence McNally Sala á klassískum bókmenntum hefur aukist verulega á Bretlands- eyjum síðustu daga, bæði á pappírs- formi og rafbækur, samkvæmt um- fjöllun í The Guardian. Er sagt greinilegt að lesendur búist við að hafa góðan tíma til lestrar í sóttkví næstu vikna. Sala á bókmennta- verkum í kiljum jókst til að mynda um 35 prósent milli vikna. Stærstu bókakeðju landsins, Waterstones, var lokað vegna veirufaraldursins en þá jókst vef- sala fyrirtækisins um 400 prósent. Haft er eftir starfsmönnum þar að meðal klassískra verka sem renni út séu Hundrað ára einsemd og Ástin á tímum kólerunnar eftir García Márquez, Ástkær eftir Toni Morrison, Gatsby hinn mikli eftir F Scott Fitz- gerald, Saga þernunnar eftir Margaret Atwood og The Bell Jar eftir Sylviu Plath. Af nýjum bókum er til þess tekið að hin 900 síðna The Mirror and the Light eftir Hilary Mantel rjúki út. Klassíkin rýkur út Gabriel García Márquez

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.