Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 1
HEFURMJÖGGAMANAFRÖKRÆÐUM Berstrípaður og agnarsmár franskur rafbíll. 4 Egyptar una illa gríðarmiklum virkjana- framkvæmdum í Eþíópíu og telja að þær geti ógnað öryggi ríkisins. 14 VIÐSKIPTA Framkvæmdastjóri Vínness segir að annaðhvort höldum við okkur við núverandi fyrirkom áfengissölu eða göngum alla leið. NÍLERUPPSPRETTA ILLINDA ulag 4 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Ætla ekki að flýta vaxtaákvörðun „„Við munum ekki flýta næsta fundi peninga- stefnunefndar sem verður eftir rúmar tvær vikur. Við teljum að við þurfum þann tíma til þess að áætla áhrifin af kórónuveirunni. Við höfum síðan töluvert svigrúm til þess að slaka á peningastefnunni ef á þarf að halda.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri, spurður út í viðbrögð bankans vegna yfirvofandi höggs á hagkerfið vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Ásgeir fundaði með ráðherranefnd um fjármálastöðugleika síð- degis í gær þar sem hann gerði nefndinni grein fyrir þeirri vinnu sem nú á sér stað inn- an Seðlabankans í þeirri viðleitni að bregðast við og styðja við hagkerfið. Í gær tilkynnti Jerome Powell, bankastjóri bandaríska Seðlabankans, að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti þar í landi um hálfa prósentu vegna þeirrar auknu áhættu og óvissu sem fylgdi útbreiðslu kórónuveirunnar. Eru vextirnir nú á bilinu 1-1,25%. Næsti fund- ur bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna var ekki fyrirhugaður fyrr en 18. mars, sama dag og peningastefnunefndin íslenska kynnir nið- urstöðu sína fyrir aðra vaxtaákvörðun ársins. Sem stendur eru meginvextir Seðlabanka Ís- lands 2,75% en þeir voru lækkaðir um 0,25 prósentur við síðustu ákvörðun nefndarinnar 5. febrúar síðastliðinn. Ákvörðun bandaríska Seðlabankans kom í kjölfar þess að seðlabankastjórar og fjár- málaráðherrar þeirra ríkja sem skipa hinn svokallaða G7-hóp sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu að þeir myndu „nota öll viðeigandi tæki peningastefn- unnar til að ná sterkum, sjálfbærum vexti og verjast hættu á niðursveiflu,“ eins og það var orðað. Mark Carney, fráfarandi bankastjóri Eng- landsbanka, sagði sömuleiðis að seðlabankar heimsins myndu halda samtali sín í milli áfram en að þeir myndu hver og einn taka ákvarðanir og grípa til aðgerða á sínum for- sendum og á þeim tíma sem þeim þætti henta. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabankinn hyggst beita hag- stjórnartækjum til að styðja við hagkerfið að sögn seðlabanka- stjóra. Hann mun þó ekki ekki flýta fundi peningastefnunefndar til þess að lækka vexti. Morgunblaðið/Hari Ásgeir Jónsson segir Seðlabankann reiðubúinn til að styðja við hagkerfið með afgerandi hætti. 6 EUR/ISK 4.9.‘19 3.3.‘20 145 140 135 130 125 139,2 142,1 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 4.9.‘19 3.3.‘20 2.015,85 1.941,29 „Það er eðlilegt að menn séu hikandi við aðstæður sem þessar þegar óvissa er um þróun efnahagsmála. Áhrifin hjá okkur birtast í því að við hægjum á uppbyggingu íbúðar- húsnæðis og bíðum með ný verkefni í atvinnuhúsnæði. Við reiknum með og treystum að það verði líflegra yfir opinberum framkvæmdum, eins og hefur verið boðað um nokkurt skeið,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Góður gangur sé í sölu nýrra íbúða. Framlegðin minnkað Hins vegar hafi framlegð af smíði íbúða minnkað mikið að undanförnu. Verðið sé þó nógu hátt til að skapa hvata til að byggja. „Framlegð í íbúðarbyggingum hefur minnkað heilmikið. Hún er sveiflukennd. Þegar miklar hækk- anir verða á íbúðamarkaði eykst framlegðin tímabundið. Hún hefur lækkað verulega síðustu tvö árin. Það er eðli markaðarins. Hann leitar jafnvægis,“ segir Þorvaldur. „Eftirspurnin er mest eftir minni og ódýrari íbúðum. Hvatinn er mest- ur til að byggja þær. Það fara hins vegar ekki alltaf saman skipulags- skilmálar og það sem menn mundu vilja byggja til að uppfylla þarfir markaðarins,“ segir Þorvaldur sem vill sjá umbætur á þessu sviði. Ásamt Hafnartorgi er ÞG verk að leggja lokahönd á 17.600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Urðarhvarfi. Orkuhúsið hefur flutt þangað og eru fleiri fyrirtæki í heilsugeir- anum á leið í húsið. Hægja á uppbyggingu vegna óvissunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, segir blikur vera á lofti. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, segir fé- lagið bíða með ný verkefni í atvinnuhúsnæði vegna óvissu í efnahagslífinu. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.