Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
KVIKA
-6,10%
9,08
SKEL
+0,22%
9,08
S&P 500 NASDAQ
+5,11%
9.004,396
+4,36%
3.108,54
+0,05%
6.799,58
FTSE 100 NIKKEI 225
4.9.‘19 4.9.‘193.3.‘20
1.500
80
1.721,59
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
53,16
-3,94%
21.082,73
60,7
40
1.900
3.3.‘20
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.775,15
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir mega gera ráð
fyrir samdrætti í ferðaþjónustu
vegna kórónuveirunnar. Hve mikl-
um sé ómögulegt að segja til um.
„Ferðamenn sem koma til Íslands
koma alls staðar frá. Það er fyrst og
fremst ástandið í hverju landi sem
hefur áhrif á eftirspurnina. Að fólk
ákveði að vera frekar heima en að
ferðast. Mun þetta ganga yfir á
stuttum tíma eða vara í vikur eða
mánuði? Það er klárt að veiran er
farin að hafa einhver áhrif. Á þessu
stigi er hins vegar útilokað að magn-
taka það. Aðalbókunartíminn, sér-
staklega fyrir einstaklingsferðir, er
á næstu vikum. Því mun ástandið í
vor hafa mikið að segja um fram-
haldið,“ segir Skarphéðinn.
Spurður hvort ætla megi að upp-
söfnuð þörf muni skapast fyrir
ferðalög síðar meir segir Skarphéð-
inn það ráðast af því hversu langan
tíma faraldurinn varir.
„Stóra spurningin er hvort menn
fresta kaupum eða hætta við. Það
getur enginn sagt til um það á þess-
ari stundu. Ef þetta gengur yfir á
nokkrum vikum er líklegt að það
birtist í frestun á kaupum á ferða-
lögum. Ef þetta ástand varir fram á
sumar mun það auðvitað hafa tals-
verð áhrif á eftirspurnina í sumar,“
segir Skarphéðinn um horfurnar.
Beið eftir veikingu krónu
Kristófer Oliversson, formaður
Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu
(FHG), segir veikingu krónunnar
góðar fréttir fyrir greinina.
„Ég var að bíða eftir því að gamla
góða krónan myndi gefa eftir. Hef
reyndar lengi beðið þess svolítið
óþolinmóður. Það munar alltaf um
það. En það munar ekkert um það ef
gestirnir hætta að kaupa þjón-
ustuna,“ segir Kristófer.
Að hans sögn hefur herbergjanýt-
ingin í janúar til mars verið þokka-
leg, en þó minni en í fyrra. „Verð
hefur þó lækkað mikið frá því í fyrra.
Það er gegnumgangandi. Verðlækk-
unin er öðrum hvorum megin við
10%,“ segir Kristófer og bendir á að
apríl og maí muni verða þungir í
rekstrinum. Það sé því á vissan hátt
lán í óláni að menn séu að kljást við
veiruna þá en ekki í júlí eða ágúst.
Þá að því gefnu að veiran gangi
yfir á tveimur mánuðum, í samræmi
við nýja greiningu landlæknis.
Með hliðsjón af óvissunni kallar
Kristófer eftir mótvægisaðgerðum í
formi markaðsátaks. Með því megi
vega upp hugsanleg neikvæð áhrif
kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna
og þjóðarbúið á þessu ári.
Jón Bjarki Bentsson, aðal-
hagfræðingur Íslandsbanka, segir of
snemmt að segja til um áhrif
kórónuveirunnar á gengisþróunina.
Hins vegar sé ljóst að verði umtals-
verð niðursveifla í ferðaþjónustu
vegna veirunnar muni það auka lík-
urnar jafnt og þétt á því að krónan
veikist. Ferðaþjónustan hafi verið að
baki 35% útflutningstekna þjóð-
arinnar í fyrra. Með hliðsjón af því
að gjaldeyrisflæðið í ferðaþjónustu
hafi aðra eiginleika en vöruviðskipti
almennt geti áhrifin birst fyrr og á
sterkari hátt. Á móti komi að neyt-
endur kunni að draga úr stórum inn-
kaupum vegna óvissunnar. Eins og
reynslan frá því í fyrra bendi til geti
það reynst drjúgt við að viðhalda
hagstæðum utanríkisviðskiptum.
Nettóáhrifin neikvæð
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá hagfræðideild Landsbank-
ans, segir að ef erlendum ferða-
mönnum fækki hlutfallslega jafn
mikið og brottförum Íslendinga til
útlanda muni nettóáhrifin á gjald-
eyristekjur verða neikvæð. Ástæðan
er sú að gjaldeyrisinnstreymi vegna
erlendra ferðamanna er mun meira
en gjaldeyrisútstreymi vegna brott-
fara Íslendinga. Áhrifin á krónuna
ættu því að öðru óbreyttu að vera til
veikingar hennar.
„Við erum orðin verulega háð
ferðaþjónustunni efnahagslega.
Töluverð fækkun erlendra ferða-
manna hefði því veruleg áhrif á út-
flutning og hagvöxt,“ segir Gústaf.
Óvissa í ferðaþjónustu
eykur óvissu um gengið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þótt of snemmt sé að
segja til um áhrif kórónu-
veirunnar á ferðaþjón-
ustuna þykir ljóst að líkur á
samdrætti hafi aukist.
Morgunblaðið/Eggert
Efnahagslægð gengur nú yfir landið. Kórónuveiran er meðal áhrifavalda.
BJÓR
Sala á Stella Artois-bjór á tilboði fer
vel af stað, en eins og Morgunblaðið
greindi frá um síðustu helgi býður
Vínnes, umboðsaðili Stella Artois,
bjórinn á tilboði í marsmánuði.
Þannig endurtekur heildsalan leik-
inn frá því í fyrra, þegar Coscto
gerði verðboð í bjórinn, og Vínnes
svaraði með því að lækka bjórinn um
tæplega 40%. Lækkunin nú er ögn
lægri, eða 31%.
Halldór Ægir Halldórsson, vöru-
merkjastjóri bjórs hjá Vínnesi, segir
í samtali við ViðskiptaMoggann að
þegar borin er saman salan á mánu-
daginn og salan fyrsta mánudag í
mars 2019, þá sé sala á 330 ml flösk-
um 111% meiri en í fyrra. 10% aukn-
ing varð í sölu á 660 ml flöskum og
dósirnar voru á svipuðu róli og á síð-
asta ári, að sögn Halldórs. „Heildar-
sala í lítrum fer upp um 38,5% milli
ára.“ tobj@mbl.is
Stella Artois seldist í bílförmum á
síðasta ári á meðan tilboð stóð yfir.
Tvöföldun
í sölu á
Stellu
KÓRÓNUVEIRAN
Aðsókn að verslanamiðstöðvunum
Smáralind og Kringlunni hefur ekki
dregist saman, þrátt fyrir útbreiðslu
kórónuveirunnar hér á landi.
Tinna Jóhannsdóttir, markaðs-
stjóri Smáralindar, segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að meiri aðsókn
hafi t.d. verið að verslanamiðstöðinni
um síðustu helgi en sömu helgi á síð-
asta ári. Í báðum verslanamið-
stöðvum hafa sótthreinsivarnir og að-
gengi að spritti verið aukin.
Mikil aukning í netverslun
Í netverslunum Nettó og Heim-
kaupa hefur orðið mikil aukning á
stuttum tíma. Aukningin er rakin til
kórónuverunnar, og þess að fólk kjósi
í meira mæli að halda sig heima, frek-
ar en að fara út í búð. Um 60% aukn-
ing var t.d. í sölu netverslunar Nettó
á milli mánaða. Talið er að netverslun
geti verið hentug leið fyrir fólk í
sóttkví. tobj@mbl.is
Óbreytt aðsókn í versl-
anamiðstöðvarnar
Morgunblaðið/Eggert
Það var handagangur í öskjunni hjá
versluninni Heimkaupum í gær.
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Fáðu tilboð í
Ræstingar-
þjónustu
án allra skuldbindinga
Veitingarekstur
265m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð
Áður bílaleiga. Góður sölustaður
Sími 698 4611
Atli/Atvinnuhús og santon@nýborg.is
Til leigu á Skúlagötu