Morgunblaðið - 04.03.2020, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020SJÓNARHÓLL
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Það styttist í að gestirnir komi og
steikin á leiðinni í ofninn. Þú manst
þá allt í einu að vínflaskan stendur á
borðinu og ekki komin í kæli. Hvaða
ráð er til við því? Við höfum öll heyrt
allskonar húsráð. Kampavínið í fryst-
inn í 15 mínútur eða hvítvínið í hálf-
tíma í ísskápinn. Svo má skella flösku
út á svalir – en þá fer það auðvitað
eftir veðri og vindum hvernig tekst til
við kælinguna.
Veit maður einhvern tímann hvort
maður er með vínið við rétt hitastig?
Fæstir geta fullyrt nokkuð um það og
þá eru það yfirleitt bara þeir sem
eiga rándýra vínkæla sem státa af
tveimur hitastillingum eða fleirum.
En við þessu vandamáli hefur Clima-
diff fundið lausn. Og fyrirtækið er
reyndar mjög framarlega í þeim efn-
um þegar kemur að kælibúnaði.
Nú er hægt að kaupa fyrir hóflegt
verð kæli sem er ætlaður einni flösku
og með einföldum hætti má stilla
kælinn þannig að hið fullkomna hita-
stig fáist á vínið, rétt í þann mund
sem þess er neytt. Nefnist hann
Vinecave eða vínhellirinn og mætti
eins kalla flöskuhelli á hinu ástkæra
og ylhýra. Slíkan lúxus má ekki van-
meta enda skiptir það höfuðmáli,
ekki síst þegar verið er að dreypa á
vönduðum og góðum veigum, að hita-
stigið sé ekki úr takti við það sem
best hentar.
Einhverju sinni var því haldið fram
að fólk drykki hvítvínið almennt of
kalt og rauðvínið of heitt. Sú fullyrð-
ing á sennilega við og margir kannast
við það að taka hvítvínið út úr ís-
skápnum þegar það er komið niður í
hinar hefðbundnu 4° sem kælirinn er
stilltur á. Og rauðvínið. Hversu oft er
það opnað við stofuhita, 21-23°?
Hvort tveggja er í raun tilræði við
gott vín og eyðileggur upplifunina af
því að njóta þess við bestu mögulegu
skilyrði. Reyndar er staðan með hvít-
vínið skárri en það rauða. Hvítvínið
jafnar sig og nær að lokum heppilegu
hitastigi nær 8-10°, stofuhitinn á
rauðvíninu breytist ekkert nema
gripið sé til sérstakrar kælingar.
Climadiff-kælirinn er búinn 30
stillingum fyrir hvítvín, rauðvín og
freyðivín. Þannig má stilla hann eftir
víntegund og þrúgu og þannig ná
hinu fullkomna hitastigi sem hentar
Flöskuhellir sem
tryggir rétt hitastig
HIÐ LJÚFA LÍF
Stjórnandi þarf í raun aðeins að svara tveimur lykil-spurningum. Önnur þeirra snýr að stefnu og framtíð-arsýn, enda skilur skynsamleg strategía oftast á milli
þeirra fyrirtækja sem vegnar vel og þeirra sem verða undir í
samkeppni. Stjórnendur ríkisstofnana þurfa einnig að vega og
meta hvert skuli halda. Velta fyrir sér áherslum til framtíðar
út frá því hlutverki sem stofnanirnar hafa. Stjórnendur sveit-
arfélaga þurfa á sama hátt að huga vel að stefnumótun; hvern-
ig samfélag á að búa íbúum og atvinnulífi. Stjórnendur ráðu-
neyta – ráðherrar og stjórnendur innan ráðuneytanna – eiga
eðlilega að vera stefnumarkandi fyrir framtíðarþróun á því
sviði samfélagsins sem þau sinna. Ef skýra framtíðarsýn vant-
ar þá blasir við sú staða sem írski söngvarinn Christy Moore
var í þegar hann hitti Shane MacGow-
an úr Pogues. „Hvert ert þú að fara
spurði ég. Ég veit það ekki, sagði
Shane. Gott, sagði ég, ég er líka að
fara þangað.“ Sem sagt; stefnuleysi.
Og hver er þá hin meginspurningin
sem stjórnandi þarf að svara? Jú, hún
snýr að því hvernig eigi að haga skipu-
lagi til að ná þeirri sýn sem stefnt er
að. Hjá fyrirtækjum snýst þetta um
að koma á skynsamlegu skipulagi/
stjórnkerfi sem virkar vel og færir
fyrirtækið áfram í takti við mótaða
stefnu. Hjá ríkisstofnunum er þetta
nákvæmlega sama viðfangsefni þ.e.
búa til skipulag þar sem gangverkið
er skýrt og skynsamlegt, þannig að stofnunin nái fram því sem
stefnuáherslur segja til um. Sveitarfélag þarf reglulega að
skoða hvort skipulagið sé rétta verkfærið til að koma í verk því
sem meirihlutinn vill sjá gerast, hvort sem það snýr að skipu-
lagi byggðar eða skólamálum. Og ráðuneytin eru síðan með
framtíð þjóðarinnar í fanginu og bera ábyrgð á að stefnu rík-
isstjórnar sé framfylgt með skilvirku og öflugu skipulagi.
Uppbygging og skipulag ráðneyta hefur þann eina tilgang að
láta hluti gerast. Vera það verkfæri sem tryggir að Ísland nái
og viðhaldi góðri stöðu á öllum sviðum þjólífsins; dómsmálum,
félagsmálum, heilbrigðismálum, menningarmálum, mennta-
málum, umhverfismálum o.s.frv.
Ok hljómar ágætlega en heitir ekki pistillinn eggið eða hæn-
an? Jú það er rétt og ástæðan er þessi; mig undrar oft þegar
ég heyri stjórnendur tala þannig að samhengi spurninganna
tveggja sé ekki skýrt. Dálítið eins og um eggið og hænuna.
Í mínum huga er skýrt að skipulag kemur í kjölfar stefn-
unnar. Stundum getur það raunar gerst að skipulag hafi þau
áhrif að sveigt sé af leið formlegrar stefnu og þar með hefur
skipulagið haft bein áhrif á stefnuna, en slíkt er undantekning.
Rökrétta samhengið er að til að framfylgja stefnu og ná þeim
markmiðum sem felast í sýn á framtíðina, þá þarf skipulagið
að styðja við þær áherslur. Tilgangur skipulags er að hreyfa
alla þætti í takti við stefnu og framtíðarsýn. Á því lengur eng-
inn vafi.
Undanfarnar vikur má sjá þrennt í umræðunni sem snertir
þetta samhengi. Fyrsta dæmið snýr að heilbrigðiskerfinu. Sú
mikla umræða sem á sér stað um fyrirkomulag heilbrigð-
ismála hefur sjaldnast tengst þeirri heilbrigðisstefnu sem
samþykkt var seint á síðasta ári.
Sú stefna á gagngert að vera leið-
arljós fyrir forgangsverkefni heil-
brigðismála og útfærsla kerfisins
þarf að styðja við að þeim verk-
efnum sé sinnt. Vissulega ekki ein-
falt mál, en stefnan þarf alltaf að
vera útgangspunktur umræðunnar
um kerfið.
Annað dæmi er menntamálin.
Slök útkoma úr Pisa-könnun og
umræða um lengd náms – kerfið
sjálft – hefur oftar en ekki átt sér
stað án þess að vitnað hafi verið í
menntastefnu Íslands eða sú sýn
sem þar er að finna hafi verið not-
uð sem viðmið um það sem skipulag ætti að vinna með.
Menntastefnan verður vonandi notuð gagngert til að endur-
skoða skipulag menntamála.
Lokadæmi snýr að landbúnaðinum. Lengi hefur staðið yfir
umræða um hvert væri besta kerfið til að gæta viðkvæms
landbúnaðar og vinna með hagsmuni bænda, neytenda og
landsins alls. Það sem hefur staðið skynsamlegri umræðu fyrir
þrifum er vöntun á stefnu og framtíðarsýn fyrir landbúnaðinn.
Ef ekki er ljóst hvert á að stefna, hvaða áherslum eigi að fylgja
í matvælaframleiðslu sem tekur tillit til sjálfbærni, og mik-
ilvægi sóttvarna fyrir landbúnaðinn, þá er erfitt að koma sé
saman um það landbúnaðarkerfi sem styðja á við þá sýn.
Kjarni málsins er því sá að ólíkt tilgangslausri umræðu um
hvort komi á undan eggið eða hænan, þá liggur það ljóst fyrir
að stefnan kemur á undan skipulaginu og í þeirri röð þarf að
vinna.
Eggið eða hænan
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson,
ráðgjafi hjá Capacent
”
Í mínum huga er skýrt að
skipulag kemur í kjölfar
stefnunnar. Stundum getur
það raunar gerst að skipu-
lag hafi þau áhrif að sveigt
sé af leið formlegrar stefnu
og þar með hefur skipulagið
haft bein áhrif á stefnuna,
en slíkt er undantekning.
EGGERT