Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020
Þ
að víkur nú flest annað fyrir umræðu
um kórónuveiruna. Hún á alla um-
ræðu. Það er eðlilegt.
Ekki heimatilbúið
Ætla mætti að snúnara væri að deila um hana, eins og
hvert annað dægurmál, sem iðulega eru ekki í mikilli
snertingu við nákvæmnisvísindin. Sumt í fréttum nú
minnir aðeins á þá sem aldrei skyldu trúa því á sjálfa
sig né aðra að brexit-óvætturinn kæmist alla leið.
Veruleikinn rann upp fyrir þeim þegar aðeins örfáir
dagar voru í útgöngu. Þá kom í ljós að þeir höfðu líka
lagt trúnað á fjarstæðukenndan hræðsluáróðurinn
sem upp úr þeim sjálfum hafði runnið um að mannleg
tilvera kæmist að endamörkum yrði brexit. Þeir þustu
því út með kassa og poka til að tæma markaði fyrir
nauðsynjar, þar sem þeir höfðu sannfært sig um að
viðskipti gætu ekki farið fram svo að dygði nema að
ESB skammtaði þau. Margur sat því uppi með birgðir
og átti fullt í fangi með að torga þeim fyrir síðasta
skráða neysludag.
En brexit var einungis ný útfærsla á mannlegu
skipuriti og ekkert yfirnáttúrulegt við það.
Heimurinn á mikið undir
Kórónuveiran er allt annað spil. Það veit enginn hver
stokkaði, það veit enginn hver gaf og það þarf hóp vís-
indamanna til að leggja nótt við dag til að fá svar við
því hvaða spilareglur gilda.
Nú eiga flestir allt annan og auðveldari aðgang að
upplýsingum frá læknum, veirufræðingum og slíkum
en áður var. Allt er innan seilingar á netinu. En þótt
netverjinn sé ákveðinn í að fylgja leiðsögn vísindanna
er þar ekki einni aðalbraut að fylgja. Þær eru illtelj-
andi, margbreiðar og „planfríar“ með ótal inn- og út-
skotum. Þetta er allt mun þægilegra í heimi loftslags-
vísinda þar sem hægt er að samþykkja í atkvæða-
greiðslu að maðurinn stjórni þróun veðurs og það þótt
ekki séu nema svo sem tveir þrír áratugir síðan mönn-
um kom til hugar að hann hefði slíkt alræðisvald.
Þrír áratugir eru helftin af virkustu mannsævinni,
en þeir eru þó aðeins „sekúnda, ei meir“ í veðurtilveru
jarðarinnar.
Það var gerð ákveðin undanþága frá forgangskröfu
vísindanna þegar ákveðið var að þeir sem gleyptu ekki
gagnrýnislaust allt sem frá barninu úr Bromma eða
hvaðan það var væru í afneitun og jafnvel í samsæri
um afneitun.
Áður hefðu slíkir verið brenndir á báli en það færi
illa á því við þessar aðstæður, því sú aðferð felur sjálf-
sagt í sér allmörg „kolefnisspor“ og þótt hægt væri að
kaupa þau af sér með því stinga niður hríslum á móti
væri dálítið kúnstugt að höggva svo þær sömu og nota
í nýja kesti.
Nú vill svo einkennilega til að ekkert eitt hefur gert
annað eins átak í loftslagsaðgerðum og kórónuveiran
ein hefur gert á örfáum vikum. Mjög hefur dregið úr
öllum óþarfa ferðalögum. Meira að segja vinsælustu
alþjóðlegu ráðstefnurnar um baráttuna gegn lofts-
lagsvánni, sem hafa reynst einkaþotnavænstu fyrir-
bæri seinustu ára, eru nú mun færri en vant er.
Bylmingshögg á efnahag,
en þær áhyggjur bíða
En jafnvel það litla högg sem þar er orðið og mælist
þó með vaxandi þunga á alþjóðlegan efnahag er vís-
bending um það á hvern veg loftslagstrúboðið muni
enda.
Í Kína hafa menn vald til að skipa og þeim skipunum
er hlýtt, enda góð reynsla fyrir því að það sé öruggara.
Þar hefur verksmiðjum verið lokað í baráttunni við
veiruna og tugir milljóna manna lúta fyrirmælum um
einangrun, þótt hætt sé við að sýktir fái ekki alla þá
þjónustu sem brýnt væri. En með einangrun og ferða-
banni, sem fylgt er fast eftir, er hægt að svæfa veir-
una. Hún þarf að berast frá manni til manns. Rofni sá
hlekkur nægjanlega lengi er hún öll. En þeir sem eru
á ferli á sýktasta svæði Kína, búnir að ganga í gegnum
veikindaferlið eða í varnarbúnaði, sjá skyndilega
bláan, tæran og heiðan himin fyrir ofan sig, sem orðin
er sjaldgæf sjón. Og þar sem hluti af hættunni við
veiruna er truflun lungnastarfseminnar, ekki síst hjá
þeim sem varnarlausastir eru, þá er þessi lofthreinsun
óvænt himnasending í baráttunni um að lifa af.
Sé aðeins ein leið fær,
förum við hana
Fréttir berast reyndar frá Kína núna um að faraldur-
inn virðist hugsanlega vera í rénun þar og vonandi er
þar ekkert ofsagt.
Satt best að segja hafa sóttvarnir og einangrun
lukkast fremur illa á Vesturlöndum og iðulega verið
grátlega seint í rassinn gripið.
Þegar Ítalir lokuðu tveimur stórum landsvæðum í
Mið- og Norður-Ítalíu, þar á meðal þekktum ferða-
mannasvæðum, eftir að veiran hafði grasserað þar í
hálfan mánuð, trúðu því engir nema þeir að þar með
hefði náðst vald á málinu. Virðast stjórnendur aðgerð-
anna þar vera beinir afkomendur þeirra sömu og
stjórnuðu herförinni gegn Grikkjum í seinni heims-
styrjöldinni með sögulegum hrakförum.
Á því er hamrað að þessi veira geri varla nokkrum
öðrum varanlegt mein en þeim sem eru nokkuð við
aldur eða hafa af öðrum ástæðum minni mótstöðu
gegn svona pestum.
Einangrum þá sem eiga mest í húfi
Leikmanni, sem lítið veit, gæti látið sér detta í hug að
drýgsta aðferðin væri þá væntanlega sú að hætta al-
veg að elta uppi fílhrausta skíðakappa og alla þá sem
ekki gátu á sér setið af öðrum ástæðum og hröðuðu
sér til Ítalíu eftir að fréttir bárust um að þar væri
krúnuveiran fræga. Skikka mætti hrausta menn til að
vera áfram í pestarbælunum og halda áfram að renna
sér, þótt þeir þyrftu að snýta sér í annarri hverri ferð,
fremur en að snúa heim með veiruna í vasanum.
Þá gætu yfirvöld einbeitt sér að því fólki sem veiran
ógnar mest, sem er einmitt sama fólkið og síst hefur
leitað veiruna uppi að fyrra bragði. Það er að auki nán-
ast hægt að ganga að slíku fólki vísu og þarf ekki að
leita það uppi með ærinni fyrirhöfn eftir að það er
sloppið úr flugvélinni.
Þetta er oftast rólegur hópur og að auki of margt,
því miður, orðið óþarflega vant fásinni og einangrun.
Hik, fum og fát
er ekki uppskrift
sem dugar
’
Frá leikmanni horft hlýtur þó niður-
staðan að vera sú að gera verði allt sem í
valdi okkar stendur til að einangra veiruna
frá okkur eða okkur frá henni. Ríkisstjórnin
verður að sjást. Hún verður að taka foryst-
una, rétt eins og forseti og varaforseti Banda-
ríkjanna hafa gert.
Reykjavíkurbréf06.03.20