Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Side 29
Guns N’ Roses, The Cult, And Vel-
vet Revolver. Það verður að lík-
indum einhver veisla.
Minna verður um veislur hjá Sons
of Apollo í bráð en trommarinn og
goðsögnin Mike Portnoy, sem lengi
var í Dream Theater, varði í vikunni
þá ákvörðun bandsins að aflýsa
Evróputúr sínum vegna kórónuveir-
unnar. Portnoy tók skýrt fram að
hann væri ekki vísindamaður (hann
hefði getað blekkt mig!) en ógnin
væri eigi að síður raunveruleg og
ótti mikill í álfunni. Þess vegna væri
ekkert vit í því að halda til Evrópu
upp á von og óvon. Allar líkur væru
á því að fleiri giggum þyrfti að af-
lýsa en hitt þegar á hólminn væri
komið.
Talandi um veikindi þá upplýsti
Geoff Tate, fyrrverandi söngvari
progggoðanna (hvað eru mörg g í
því?) í Queensryche, í viðtali við vef-
ritið Metal Rules í vikunni að óvíst
væri hvort Scott Rockenfield, upp-
runalegi trommari sveitarinnar,
ætti nokkurn tíma eftir að setjast
aftur við settið en hann mun eiga
við vanheilsu að stríða. Rockenfield
tók sér frí árið 2017 en hefur ekki
snúið aftur. Í viðtalinu er að sjálf-
sögðu spurt um endurfundi Tate og
Queensryche en söngvarinn segir
þá ólíklega í ljósi þess hvernig kom-
ið sé fyrir Rockenfield, auk þess
sem Chris DeGarmio hafi lagt gít-
arinn á hilluna. Aðeins eru tveir
upprunalegir meðlimir eftir í
Queensryche, Michael Wilton gít-
arleikari og bassaleikarinn Eddie
Jackson. Sem frægt er tókust þeir
og Tate á um sjálft nafn sveit-
arinnar fyrir dómstólum fyrir sex
árum. Og Tate tapaði.
Rós í hnappagat Ulrichs
Lars Ulrich, trymbill Metallica,
fékk betri fréttir í vikunni en Char-
lie gamli Benante, aldavinur hans
og kollegi úr Anthrax, tók óvænt
upp á því að hæla Dananum á hvert
reipi fyrir hæfni sína við settið. Í
samtali við tímaritið Revolver nefnir
Benante Ulrich sem einn af fimm
uppáhaldstrymblum sínum. „Ég
dýrka hvernig hann hugsar í lög-
um,“ segir hann. Hinir fjórir sem
Benante nefnir eru Neil Peart
(Rush), Alex Van Halen (Van Ha-
len), Jerry Gaskill (King’s X) og
Ringo Starr úr Bítlunum.
Þetta hefur án efa kætt Ulrich en
trommuleikur hans hefur löngum
verið umdeildur og í bók sinni En-
ter Night gerir málmvísindamað-
urinn Mick Wall því skóna að James
Hetfield og Cliff Burton hafi lagt á
ráðin um það árið 1986 að losa sig
við Ulrich og krækja í Dave Lomb-
ardo úr Slayer í staðinn. Þau áform
hafi runnið út í sandinn þegar Bur-
ton lést í rútuslysi um haustið. Þessi
kenning hefur aldrei fengist stað-
fest.
Dave Grohl er vitaskuld ekki
trymbill lengur, nema þá helst á
tyllidögum, en hann byrjaði sem
slíkur, rétt eins og Raggi heitinn
Bjarna. Grohl komst í fréttirnar í
vikunni en von er á heimildarmynd
eftir hann sem kallast What Drives
Us. Þar kannar Grohl hvað fær tón-
listarmenn til að fleygja öllu frá sér
og henda sér upp í sendiferðabíl eða
rútu og leggja land undir fót í þeim
tilgangi að meika’ða. Í myndinni
ræðir hann meðal annars við með-
limi hljómsveita á borð við Bítlana,
Metallica og Dead Kennedys. „Öll
bönd sem þú hefur séð eða hlustað á
hafa byrjað í sendiferðabíl,“ sagði
Grohl í samtali við útvarpsstöðina
DC101 vestra. „Þannig gerum við
þetta bara.“
Það eru ekki verri lokaorð en
hver önnur.
AFP
Mike Portnoy er hættur við að fara til
Evrópu út af kórónuveirunni.
AFP
8.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
POPP Leik- og söngkonan Mandy
Moore hefur verið að fá fína dóma
fyrir fyrstu breiðskífu sína í ellefu
ár, Silver Linings. Þannig gefur
gagnrýnandi breska blaðsins The
Independent plötunni fjórar stjörn-
ur og segir hana skilja mikið eftir
sig sem sé Moore einni að þakka.
Alltof langt sé síðan hún hafi sent
frá sér nýja tónlist en Moore, sem
naut mikillar hylli sem söngkona á
sínum tíma, er líklega betur þekkt
sem leikkona í dag, svo sem í hinum
vinsælu þáttum This Is Us.
Moore fær góða dóma fyrir söng
Mandy Moore syngur og leikur.
AFP
BÓKSALA 4.-10. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir
2 Hvítt haf Roy Jacobsen
3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl
4 Blekkingarleikur Kristina Ohlsson
5 Úlfakreppa B.A. Paris
6 Illvirki Emelie Schepp
7 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen
8 Ennþá ég Jojo Moyes
9 Agathe Anne Cathrine Bomann
10 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar
1 Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir
2 Kepler 62 - leyndarmálið Bjørn Sortland
3 Tinni – ferðin til tunglsins Hergé
4
Sombína og dularfulla
hvarfið
Barbara Cantini
5
Tinni – í myrkum
mánafjöllum
Hergé
6
Orri óstöðvandi
– hefnd glæponanna
Bjarni Fritzson
7 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson og fleiri
8 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir
9 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson
10 Hundalíf – á ferð og flugi
Allar bækur
Barnabækur
Það var smá fúlt að Auður Ava og
Jón Kalman sendu ekki frá sér verk
um síðustu jól en ég les allar bækur
þeirra. Ég held líka tryggð við Vig-
dísi Grímsdóttur, Guðrúnu Evu,
Bergsvein og Ólaf Jóhann og les allt
eftir þau. Ég verð samt að viður-
kenna að ég var ekki eins hrifin af
bókum þeirra
þriggja síðastnefndu
sem komu út um
síðustu jól eins og af
fyrri bókum þeirra.
Ég náði ekki alveg að
tengja mig við bók-
ina hans Bergsveins
Lifandilífslækur en
Leitin að svarta víkingnum sem
hann gaf út árið 2016 er í miklu
uppáhaldi hjá mér. Bók Guðrúnar
Evu um Aðferð til að lifa af hreif mig
en þó ekki eins mikið og verk henn-
ar um Skaparann og Skegg Raspút-
íns. Ólafur Jóhann fór
inn á glæpavettvang-
inn í síðustu bók sinni
en eldri bækurnar
hans eru að mínu
mati mun tilfinn-
ingaþrungnari. Yfir
jólin las ég líka skáld-
sögur eftir nýja höfunda, Svínshöfuð
eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og
Kokkál eftir Dóra DNA. Ólíkir höf-
undar en náðu bæði til mín. Ég er
ekki búin að lesa bók Vigdísar um
Systu en það stendur til bóta.
Ég er með fleiri bækur á nátt-
borðinu. Um tímann og vatnið eftir
Andra Snæ. Ég er hálfnuð með hana
og margt áhugavert sem hann
fjallar um í tengslum við loftslags-
vandann. Bókin hans Arnars Péturs-
sonar, Hlaupabókin, er líka opin. Sú
bók fær að vera lengi á náttborðinu.
Rosaflott uppflettirit fyrir okkur
hlaupafíkla.
Fyrir átta árum ákvað ég að hvíla
mig á íslenskum
glæpasögum. Var
alveg komin á yfir-
snúning við lestur
þeirra en nú fer þörf-
in að detta aftur inn.
Næsta sumar stefni
ég á að lesa nýjustu
bók Yrsu og Stelpur sem ljúga eftir
Evu Björg Ægisdóttur.
Áður en ég byrja á krimmunum
er planið að lesa meira í jóga- og
hagfræðinni. Í sigtinu eru: The
Complete Guide to
Yin Yoga eftir Ber-
nie Clark, Unbound:
How Inequality
Constricts Our Eco-
nomy eftir Heather
Boushey og Stop
Mugging Grandma
eftir Jennie Bristow.
Svo ég komi nú aðeins inn á er-
lendar bókmenntir þá hef ég lengi
haft dálæti á sögum frá nítjándu
öld. Það sem kemur helst upp í
hugann núna er ævisaga Balzac
sem var uppi á þeim
tíma, skrifuð af Stef-
an Zweig og Hinir
smánuðu og svívirtu
eftir Fjodor Dostoj-
evski í þýðingu Ingi-
bjargar Haralds-
dóttur og Gunnars
Þ. Péturssonar. Þetta eru sögur um
klæki, ljóðræn samtöl, baráttu við
fátækt og ástina sem heldur mönn-
um einhvern veginn gangandi. Verk
sem eiga erindi við samtímann.
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR ER AÐ LESA
Tryggð við höfunda og
blæti fyrir 19. öldinni
Margrét
Sæmunds-
dóttir er
hagfræðingur
hjá Seðla-
bankanum og
jógakennari.
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu