Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 LESBÓK METNAÐUR Þrátt fyrir erfið veikindi, hann glímir við Parkinson-sjúkdóminn, þá vonast Ozzy Osbourne til að geta haldið tónleika á ný. „Ósk mín er að standa aftur á sviði. Ég er ekki tilbúinn að leggja hljóðnemann á hill- una. Þetta er það sem ég lifi fyrir – að troða upp,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning Britain. Svo sem fram hefur komið er Ozzy búinn að af- lýsa öllu tónleikahaldi á þessu ári, eins og hann gerði á því síðasta. „Ég hreyfi mig eins mikið og ég get; er með þjálfara og iðka Pilates. Svo er ég með nuddara og hjúkrunarfræðinga öllum stundum. Besta meðalið yrði samt að geta staðið frammi fyrir áhorfendum að nýju; ég finn til í hjartanu út af þessu, svo ég segi nú bara eins og er,“ bætti hann við. Finnur til í hjartanu AFP Ozzy Osbourne vonast til að standa aftur á sviði. SJÓNVARP Enski leikurinn (The English Game) nefnist ný þáttaröð í sex hlutum sem hefur göngu sína á efnisveitunni Netflix 20. mars næstkomandi. Svo sem nafnið gefur til kynna fjalla þættirnir um hinn ástsæla og geysivinsæla leik knattspyrnu og hvernig hún varð til á áttunda áratugi nítjándu aldarinnar. Handritshöfundur er Julian Fellowes, sem frægastur er fyrir að hafa skrifað Downton Abbey. Í þáttunum fylgj- umst við með tveimur leikmönnum, hvorum úr sínu liðinu, þegar þeir freista þess að gera knattspyrnu, sem í upphafi var ætluð körlum úr efri stétt, að íþrótt við alþýðuskap. Julian Fellowes skrifar handritið að þáttunum. AFP Breska leikkonan Miriam Margolyes. Get ég breyst? VIGT „Ég hef verið feit allt mitt líf og langaði að skilja hvers vegna. Get ég breyst?“ segir hin 78 ára gamla breska leikkona Miriam Margolyes í samtali við dagblaðið The Guardian. Tilefnið er ný heim- ildarmynd sem hún hefur gert fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, Miri- am’s Big Fat Adventure. Hana langaði líka að kynna sér hvernig annað fólk glímir við sína yfirvigt. „Það að vera of þung hefur haft áhrif á og litað allt mitt líf. Það hef- ur gert mig minna aðlaðandi, kyn- ferðislega, og olli mér oft og tíðum vanlíðan á unglingsaldri,“ segir Margolyes en bætir við að yfirvigt- in hafi líka átt þátt í að þróa húm- orinn sem hún býr að. „Maður get- ur ekki stöðugt verið miður sín.“ Við byrjum þennan trymbla-þátt í Virginíu í Bandaríkj-unum en málmbandið Lamb of God sendir frá sér nýja plötu í maí, sem heitir eftir sveitinni, en sú síðasta, VII: Sturm Und Drang, fékk glimrandi dóma fyrir fimm ár- um. Í millitíðinni hafa þeir lamb- ungar skipt um trymbil, Art nokkur Cruz er tekinn við kjuðunum af Chris Adler, sem leikið hafði með bandinu frá því það var stofnað, árið 1994. Í samtali við bandaríska útvarps- þáttinn Full Metal Jackie fer Mark Morton, gítarleikari Lamb of God, lofsamlegum orðum um Cruz og segir hann hafa komið með kraft og ferskar hugmyndir að borðinu. Tja, eða settinu. „Það hefur verið frá- bært að vinna með Art og fylgjast með honum finna sig,“ sagði Mor- ton. Ekki liggur alveg eins vel á Adler en fram kom, þegar hann yfirgaf Lamb of God síðasta haust, að hann hefði ekki sjálfur ákveðið að segja skilið við lífsverk sitt. Á móti kæmi að hann hefði engan áhuga á að „mála eftir númerum“. Athygli vekur að yngri bróðir Ad- lers, gítarleikarinn Willie, sem gekk til liðs við Lamb of God árið 2000, er áfram um borð. Ugglaust stuð í fjöl- skylduboðunum um þessar mundir. Ef bræðurnir talast þá yfirhöfuð við. Við munum að Max og Iggor Cavalera yrtu ekki hvor á annan í áratug eftir að þeim fyrrnefnda var bolað burt úr Sepultura og sá síðar- nefndi varð eftir. Að lokum hvarf Iggor einnig á braut og bræðurnir starfa nú saman í Cavalera Con- spiracy. Hver veit nema við eigum eftir að sjá Adler Conspiracy síðar? Annars er tómt vesen að heita Adler og leika á trommur. Spyrjið bara Steven, hinn upprunalega trymbil Guns N’ Roses. Þegar Axl Rose, Slash og Duff McKagan sam- einuðust á ný nennti enginn að hringja í Adlerinn, sem sat heima með sárt ennið meðan hinir hlóðu í einn stærsta túr tónlistarsögunnar, sem skilaði goðsögnunum alla leið út á Laugardalsvöll. Í hans stað lamdi Frank Ferrer húðir á túrnum en hann hefur lengi starfað með Axl. Engum sögum fer af skyldleika Chris og Stevens. Svo því sé til haga haldið. Bók frá Matt Sorum Talandi um GNR-trommara þá til- kynnti Matt Sorum, sem var í band- inu frá 1990-97, í vikunni að hann hefði seinkað útgáfu endurminninga sinna frá apríl og fram í júlí. Bókin heitir hvorki meira né minna en Double Talkin’ Jive: True Rock ’N’ Roll Stories From The Drummer Of Chris Adler málar ekki myndir eftir númerum. Titringur í trymblalandi Trymblar voru áberandi í fréttum úr rokkheimum í vikunni, af hinum ýmsu og ólíkustu ástæðum. Sumir eru hættir, aðrir byrjaðir, enn aðrir að gefa út bækur og heimildarmyndir, einhverjir veikir eða smeykir við veikindi. Og sumir fá hrós. Gott fólk, trymblar. Án þeirra væri ekkert rokk og ról. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lars Ulrich fékk klapp á bakið frá gömlum vopnabróður í málmi í vikunni. AFP Þættir um upphaf knattspyrnunnar FYLGIST ÞÚ VEL MEÐ? LEITUM AÐ TOPPFÓLKI Í SUMARSTÖRF Sæktu um á www.securitas.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.