Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 2
Hvernig hefurðu það á þessum síðustu og verstu tímum? Bara fínt, ég átti að vera að fara til Orlando í kærkom- ið frí en fer ekki. Maður þarf bara að sætta sig við það. Ég tek því með stóískri ró. Ferðin bíður betri tíma. Hvernig vildi það til að þú tókst að þér að leikstýra Mamma Mía fyrir Leikfélag Flensborgar? Ég reyni að hafa sem fjölbreyttust verkefni og leik, leikstýri og skrifa jöfnum höndum. Ég leikstýrði Sister Act hjá Flensborg í fyrra. Ég heillaðist af bæði krökk- unum og umhverfinu. Bæjarbíó er stórkostlegt leikhús þannig að ég vildi endilega gera þetta aftur. Eru einhverjir krakkar þarna sem eiga framtíð- ina fyrir sér í leiklist? Já, algjörlega. Það eru fáránlega margar hæfileikasprengjur þarna! Þau geta öll farið út á þessa braut. Þau hafa sýnt mér dugnað og metnað og ekki síst gleði. Svo eru þau eru öll frábærir söngvarar og dansarar. Ég er alltaf í sjokki hvað þau eru góð í öllu; dansi, söng og leik. Ég sé líka gríðarlegar framfarir. Það gefur mér svo mikið sem leikstjóri. Hafa krakkarnir einhvern tíma fyrir lærdóm? Já, þau þurfa bara að skipuleggja sig vel. Þau læra líka svakalega mikið á þessu. Er þetta ekki mikil vinna? Jú, mjög mikil. Það verða allir að leggjast á eitt og þau hafa sýnt og sannað það á frumsýningunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon JÚLÍANA SARA GUNNARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hæfileika- sprengjur! Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020 Undanfarna daga og vikur hafa nokkrar barnafjölskyldur fráÍrak beðið milli vonar og ótta því til stendur að senda þær aft-ur til Grikklands. Þessar manneskjur hafa fengið synjun hjá Útlendingastofnun sem kærunefnd útlendingamála hefur staðfest á grundvelli þess að þær eru með vernd í Grikklandi. En ekkert bíður þeirra í Grikklandi nema eymdin ein eða kannski frekar helvíti á jörðu! Í blaði dagsins er rætt við tvo menn undir þrítugu sem komu hingað ásamt fjölskyldum sínum til að leita að öryggi og betra lífi handa börn- um sínum en samtals eru börnin þrjú. Þrjár fallegar ungar stúlkur sem eru byrjaðar að tala íslensku og geta leikið sér frjálsar úti. Það hafa þær ekki getað í hátt í þrjú ár. Þær hafa upplifað það sem ekkert barn á nokkru sinni að þurfa að upplifa. Þær hafa setið sársvangar í fangelsi í Tyrklandi þar sem feður þeirra voru barðir. Þær hafa hágrátið á litlum gúmmíbát í stórsjó og ótt- ast að drukkna á leiðinni. Þær hafa verið fastar í við- bjóðslegum flóttamannabúðum í Grikklandi sem eru ekki mönn- um bjóðandi. Útrunninn matur var á boðstólum, þrjú salerni fyrir mörg þúsund manns, slags- mál og eiturlyfjaneysla daglegt brauð. Er þetta staður sem þú myndir vilja senda börnin þín á? Þó ekki væri nema í einn dag? Nei. Ekki eina einustu klukkustund! Þarna dvöldu þessar litlu stelpur í tvö og hálft ár, án þess að fá að ganga í skóla eða fá heilbrigðisþjónustu. Hver dagur var barátta. Þangað vilja íslensk stjórnvöld senda þær aftur. Ég spyr bara; hvar er mannúðin? Það verður að fara að breyta einhverjum reglum hér. Börn á flótta verða að fá tækifæri. Það þarf ekki annað en að ímynda sér að þetta sé þitt barn til þess að taka réttar ákvarðanir. Við getum ekki leyft fólki að vera hér svo mánuðum skiptir, gefið því örlitla von um að geta mögulega boðið barni sínu upp á almenn mannréttindi, til þess eins að hrifsa þessa von af því síðar. Það ríkir stríð og óöld víðar en á Sýrlandi. Spurðu bara Ali Alzirkani sem missti föður sinn og bróður bara af því að hann vann fyrir bandarískt fyrirtæki. Spurðu Ali mág hans sem missti líka bróður sinn. Þetta fólk var allt skotið til bana. Spurðu líka litlu níu ára Fatimu sem á vantar bæði fingur og tær. Hún var að leik í götunni sinni heima í Bagdad og lenti í sprengjuárás. Saklaust barn. Hvar er mannúðin? Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Þær hafa setið sár-svangar í fangelsi íTyrklandi þar sem feðurþeirra voru barðir. Þær hafa hágrátið á litlum gúmmíbát í stórsjó og ótt- ast að drukkna á leiðinni. Ingunn Hrund Einarsdóttir Nei, en það kemur að því. SPURNING DAGSINS Hefur kór- ónuveiran haft áhrif á líf þitt? Bjarki Tómas Leifsson Nei, ég er ekki mikið að pæla í því. Árný Inga Guðjónsdóttir Já, ég þurfti að að fresta ferð til útlanda. Aron Þórðarson Nei, ekki enn, en ég er þjálfari þann- ig að það mun breytast í næstu viku. Auk þess er ég í háskóla. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndin er frá Unsplash Leikfélag Flensborgarskóla sýnir um þessar mundir söngleik- inn Mamma Mía í Bæjarbíói. Leikkonan Júlíana Sara Gunn- arsdóttir skrifaði handritið og leikstýrði. Miðar fást á tix.is. TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.