Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 4
Leiðin stytt að skjálftamiðjunni Suður-Kórea var eitt af fyrstulöndunum til að taka á mótihinum óboðna gesti kórónu- veirunni eftir að hún greindist fyrst í Kína undir lok síðasta árs. Til að byrja með breiddist hún hratt út og á fimmtudaginn var Suður-Kórea í fjórða sæti á listanum yfir flest smit, með 7.979 staðfest tilfelli. At- hygli vekur á hinn bóginn að dauðs- föll eru aðeins 60, eða 0,7%, sem er langt undir heimsmeðaltalinu. AFP-fréttastofan kynnti sér mál- ið fyrir helgina og komst meðal annars að því að Suður-Kórea hef- ur mætt veirunni með ólíkum hætti en Kína. Í stað þess að velja kín- versku leiðina og loka svæðum og borgum þar sem smit eru útbreidd hafa stjórnvöld lagt áherslu á miðla upplýsingum, virkja þjóðina og vera með víðtæka skimun fyrir smiti. Lögð hefur verið áhersla á að hafa uppi á öllum sem smitaðir hafa mögulega komist í snertingu við og bjóða þeim að vera prófaðir. Allar ferðir fólks sem greinist með smit eru kortlagðar fjórtán daga aftur í tímann og eru þær upplýsingar að- gengilegar á opinberum vefsíðum. Við gjörninginn notast yfirvöld meðal annars við greiðslukorta- færslur og efni úr öryggismynda- vélum, auk þess sem stuðst er við upplýsingar úr farsímum. Greinist nýtt smit fá allir sem búa eða starfa á viðkomandi svæði SMS- skilaboð í símann sinn og geta því strax gert viðeigandi ráðstafanir. Fleiri útskrifaðir en nýgreindir Margt bendir til þess að þessar að- gerðir séu að skila árangri, en á fimmtudag losnuðu í fyrsta skipti fleiri einstaklingar við veiruna en greindust með hana. 177 voru út- skrifaðir þann dag en aðeins 110 voru nýgreindir. Það eru vatnaskil í baráttunni. Aðgerðir yfirvalda í Suður-Kóreu hafa að vonum vakið upp umræður um „Stóra bróður“ og hvort lög um persónuvernd séu ekki brotin í mél. Fáir hafa þó gert sér mat úr þeim pælingum enda flestir líklega sam- mála um að lýðheilsa gangi fyrir viðteknum hugmyndum um per- sónuvernd á ótrúlegum tímum í sögu mannkyns. Þeir sem tengjast staðfestum til- fellum þurfa ekki að greiða fyrir prófið en aðrir þurfa að punga út andvirði 18.000 kr. Reynist menn smitaðir fellur gjaldið niður. Þetta hefur hjálpað heilbrigðisyfirvöldum að greina umfangið hratt og örugg- lega og gera viðeigandi ráðstafanir. Samkvæmt upplýsingum AFP eru afköstin hvergi eins mikil og í Suður-Kóreu, en þar um slóðir hafa menn verið að framkvæma allt að tíu þúsund próf á dag. Það hefur stytt leiðina að sjálfri skjálftamiðj- unni og gert vinnu heilbrigðisyf- irvalda mun aðgengilegri. Hermt er að Suður-Kórea hafi burði til að framkvæma allt að fimmtán þúsund próf á sólarhring, en um 500 stöðvar koma að verk- inu, þar á meðal á fimmta tug bíla- stöðva, þar sem sáralitlar líkur eru á því að sjúklingar komist í snert- ingu við heilsugæslufólk. Fullyrt er að Suður-Kórea hafi lært af reynslunni í þessu sam- bandi, en fyrir fimm árum var bún- aður til að prófa fólk fyrir MERS- faraldrinum af skornum skammti. Þá var sett í gang áætlun til að búa til kerfi sem gerði mönnum kleift að hraða niðurstöðum við aðstæður sem þessar. Niðurstöður á sex tímum Fljótlega eftir að kórónufaraldur- inn braust út í Kína fékk nýlega þróaður prófbúnaður vegna veir- unnar sérstakt flýtisamþykki stjórnvalda, en hann leiðir í ljós niðurstöður úr skimun á aðeins sex klukkustundum. Upplýsingagjöf hefur verið mjög öflug í Suður-Kóreu, en stjórnvöld hrintu snemma af stokkunum svo- kallaðri „fjarlægðarherferð“, þar sem landsmenn voru hvattir til að halda sig inni, forðast fundi og mannamót og stilla snertingu við annað fólk í algjört hóf. Eftir þeim tilmælum hefur þorri landsmanna farið, með þeim afleiðingum að stræti og torg hafa verið svo gott sem auð undanfarna daga og vikur, meira að segja í hinni alla jafna líf- legu höfuðborg Seúl. Þá hefur lítið verið að gera í mat- vöruverslunum og á veitingastöð- um, fyrir utan auðvitað heimsend- ingu, sem flestir færa sér í nyt. Íþróttaviðburðum og tónleikum hefur verið aflýst eða frestað og langflestir ganga um með grímur, að beiðni stjórnvalda. Fyrirmynd annarra? Aðgerðir stjórnvalda í Suður-Kóreu þykja mun markvissari en til dæm- is á Ítalíu, þar sem smit eru orðin mun fleiri enda þótt veirunni hafi skolað mun seinna á land þar. Þá er dánartíðnin á Ítalíu mun hærri, en yfir eitt þúsund manns eru nú látnir í landinu. Einhverjar þjóðir horfa nú til Suður-Kóreu þegar þær meta hvernig best sé að mæta veirunni, þar á meðal Japan, en AFP hefur eftir framámanni innan heilbrigðis- kerfisins þar í landi að öflug skim- un skipti sköpum eigi að ná tökum á veirunni. „Líkanið er gott fyrir hvaða land sem er,“ segir hann. Starfsmaður sótt- hreinsar stiga á neðanjarðalestarstöð í Seúl á föstudaginn. AFP Kórónuveiran stakk sér af miklum þunga niður í Suður-Kóreu og fljótt urðu smitin þar flest utan Kína. Nú hefur Kóreumönnum á hinn bóginn tekist að hægja mjög á útbreiðslu veir- unnar og dánartíðni er langt undir meðaltalinu á heimsvísu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020 Lág dánartíðni af völdum kór- ónuveirunnar í Suður-Kóreu hefur að vonum vakið mikla at- hygli en hún er aðeins 0,7% miðað við 3,4% á heimsvísu. Öflug skimum spilar hér án efa rullu en hátt hlutfall dauðsfalla á Ítalíu má, að sögn sérfræð- inga, að einhverju leyti skýra með því að mun fleiri séu smit- aðir í landinu en hafa verið greindir. Það skekkir hlutföllin. Aldur skiptir líka máli í þessu sambandi, en meira en helm- ingur smitaðra í Suður-Kóreu er undir fertugu. Þá hafa fleiri konur greinst en karlar, öfugt við flest önnur lönd. Það tengja menn ekki síst Shincheonji- sértrúarsöfnuðinum, sem mun vera rót allt að 60% tilfella, en meðlimir hans eru að stórum hluta konur á þrítugs- og fer- tugsaldri. Flestir sem deyja af völdum veirunnar eru eldri karlar. Mikið um ungt fólk Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár gluggar, hurðir, rennihurðir, sólskálar og svalaskjól Viðhaldsfríir Sólskálar Falleg sólstofa breytir öllu Lyngás 20 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 Gluggar & garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Núna er rétti tíminn að fá tilboð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.