Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020 Þessir síðustu dagar hafa verið stór-merkilegir. Við höfum farið frá því aðgrínast með kórónuvírusinn í að gera okkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt mál. Sú tilfinning kom fyrst hægt og rólega en helltist svo skyndilega yfir okkur með svona Guð blessi Ísland andartaki. Það var þegar Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, ákvað að loka á ferðir til Bandaríkj- anna frá nánast allri Evrópu. Stundum er gott að vita að verið er að taka eitthvað föstum tökum. Þannig hefur mér liðið með viðbrögðin á Íslandi. Daglegir blaðamannafundir hafa gefið okkur nokkuð greinargóða mynd af ástandinu og hvað er verið að gera til að laga það. Sóttvarna- læknir og landlæknir hafa staðið þétt sam- an með Almannavörnum og gefið út ná- kvæmar tölur um stöðu mála á hverjum degi. Fólk er sett í sóttkví með skipulögðum hætti, viðbúnaðarstig hækkað eftir þörfum, nú síðast með samkomubanni, og reynt að halda í við þennan heimsfaraldur og tryggja að álagið verði ekki of mikið. Að vísu höfum við líka nokkra sjálfskip- aða veirufræðinga sem hafa sagt okkur að við séum að gera allt snarvitlaust og eina vitið sé bara að setja á fullkomna panik- stillingu, loka landinu og læsa fólk inni í íþróttahúsum. Ég verð að segja að ég treysti betur fólki sem hefur til dæmis lagt á sig svona smáatriði eins og margra ára nám og vinnu við læknisfræði og er á allan hátt líklegra til að vita um hvað það er að tala. Það er ekki alveg sú tilfinning sem ég fæ þegar ég sé forseta Bandaríkjanna. Íslend- ingar voru búnir að halda blaðamannafundi í tæpa viku þegar hann ákvað að tjá sig um kórónuveiruna. Það var ekki mjög traust- vekjandi. „Jæja, ég held að þessi 3,4 prósent (áætl- að dánarhlutfall af þeim sem smitast) séu í raun rangar tölur. Nú, og þetta er bara til- finning mín, en byggð á fullt af samtölum við fullt af fólki sem gerir þetta. Vegna þess að margir eru með þetta og þetta er minni- háttar. Þeim mun batna mjög hratt. Þeir þurfa ekki einu sinni að fara til læknis. Þeir hringja ekki einu sinni í lækni. Maður heyr- ir aldrei um þetta fólk. Svo þú getur ekki áætlað hlutfall þeirra af þjóðinni sem eru með þessa kórónuflensu og – eða vírus. Svo þú getur bara ekki gert það. Þannig að við höfum þúsundir eða hundruð þúsunda manna sem batnar, bara af því, þú veist, að hanga heima og jafnvel fara að vinna – sumir þeirra fara í vinnuna en þeim batn- ar.“ Í kjölfar þessarar ræðu kom svo kafli þar sem hann sagði frá frænda sínum sem hefði kennt við MIT og hefði þótt snillingur. Það yrði að teljast líklegt að það væri bara í ætt- inni og hrein tilviljun að hann hefði ákveðið að verða forseti Bandaríkjanna en ekki mikilsvirtur vís- indamaður. Það var reyndar áður en hann bætti því við að hann hefði bara nýlega heyrt af því að einhver hefði dáið úr flensu. Að auki að allir sem vildu láta prófa sig gætu gert það. Þá var varaforsetinn varla búinn að sleppa orðinu um að það vantaði próf. Ég er ekki að búa þetta til. Þetta er bara orðrétt úr viðtali við forseta Bandaríkjanna. Skömmu síðar ákvað þessi sami forseti að loka á allar ferðir frá Evrópu. Nema Bret- landi! Sem allir átta sig á að hefur ekkert með læknisfræði að gera heldur bara póli- tík. Ég verð að segja að ef ég þyrfti að velja hvort ég ætti að fylgja ráðum Ölmu D. Möller og Þórólfs Guðnasonar eða Donalds Trumps þá þyrfti ég ekki að hugsa mig lengi um. ’Ég verð að segja að égtreysti betur fólki sem hefurtil dæmis lagt á sig svona smá-atriði eins og margra ára nám og vinnu við læknisfræði og er á allan hátt líklegra til að vita um hvað það er að tala. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Appelsínugul viðvörun Við eigum ekki að vera jákvæðí þeim skilningi að mælastjákvæð eins og það er kallað þegar fólk greinist með sjúkdóm eða veiru eins og kórónaveiruna. Því færri jákvæðir – alla vega mjög já- kvæðir – í þeim skilningi, þeim mun betra. Að sjálfsögðu. Hins vegar þurfum við á jákvæðni að halda gagnvart fólki sem er að gera allt það sem í þess valdi stend- ur til að vernda heilsu okkar. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um heil- brigðisyfirvöld og stjórnendur al- mannavarna. Þeirra hlutverk er ekki auðvelt þegar við er að eiga veiru sem alls staðar virðist geta smeygt sér og smogið. Sú spurn- ing hlýtur þá að vakna að hvaða marki forræðis- hyggja sé æski- leg, hve langt yf- irvöldin geti gengið í því að loka fólk inni, jafnvel loka heil- um löndum. Ekki er þetta orðið eins slæmt – ekki reyndar saman að jafna – og þegar forseti Kína kom hingað um árið og Falung Gong samtökin kín- versku vildu mótmæla mannrétt- indabrotum í heimalandi hans. Þetta var sumarið 2002. Þá var gripið til þess ráðs, væntanlega að tillögu hins kínverska gests, að snúa öllu ská- eygu fólki frá við brottför flugvéla á leið til Íslands, en þeir sem sluppu í gegn voru settir í fangabúðir í Njarðvík sem þar voru opnaðar í skólahúsnæði. Ekki hefur mönnum þótt þetta gott til afspurnar og viljum við flest helst gleyma þessari meðferð á gest- um okkar, hvort sem þeir vildu mót- mæla forseta Kína eða voru hingað komnir til að halda fyrirlestra í Há- skóla Íslands en höfnuðu í fangelsi í Njarðvík eins og dæmi munu vera um. Innilokun fólks nú er að sjálf- sögðu af allt öðrum toga og til marks um árvekni íslenskra yfirvalda. Sem dæmi um markviss vinnu- brögð þeirra má í fyrsta lagi nefna að hér mælast hlutfallslega fleiri já- kvæðir en í flestum löndum, ekki vegna þess að sú sé raunin endilega, heldur hins að hér er betur fylgst með þeim sem koma til landsins og gætu verið smitaðir. Fyrir þetta fá íslensk yfirvöld plús í kladdann. Síðan er ástæða til að hrósa yfir- völdunum fyrir yfirvegaða her- stjórnarlist í viðureigninni við kór- ónuveiruna. Íslendingar grunaðir um að geta borið veiruna eru lokaðir inni en útlendingar sem hér eru tímabundið gestir fá að ganga lausir en með varnaðarorðum. Þeir verða að öllum líkindum horfnir af landi brott þegar og ef þeir á annað borð veikjast. Hugsunin skilst mér vera sú að fari svo sem allt stefnir í, að veiran komi til með að breiðast út hér á landi, þrátt fyrir allar fyrir- byggjandi ráðstafanir, þá getum við alla vega gert okkar til að þjóðin veikist ekki öll í einu eða svo hægt að heilbrigðis- kerfið fái ráðið við vandann. Veikist allir eða mjög mörg okkar á sama tíma gætu varnir kerfisins hreinlega hrunið. Það sem við, almenningur, getum gert í þessu stríði við vágestinn, sem vissulega má kalla svo, er að taka viljann fyrir verkið og leggja jákvæðan skilning í það sem gert er af hálfu fólks sem er vakið og sofið í því að standa vörð um heilsu okkar. Síðan þurfum við að spyrja um eigin ábyrgð, hvað við getum lagt af mörkum hvert og eitt okkar. Þótt ekki séu allir á eitt sáttir í þessu frekar en öðru, þá er það engu að síður staðreynd að sam- staða fólks er mikil og þeim mun meiri er hún eftir því sem staðan verður alvarlegri. En gagnrýni má að sjálfsögðu heyrast og á að heyrast, enda er uppbyggileg gagnrýni jákvæð. Þegar stjórnvöld grípa til efnahags- aðgerða vegna samdráttar og kreppu er mikilvægt að þær aðgerð- ir þjóni hagsmunum almennings, það verði útgangspunkturinn, ekki hagsmunir fjármagns. Þar eigum við dæmi sem hræða en líka dæmi um hið gagnstæða. Af þeim þarf að læra. Með öðrum orðum: Verum já- kvæð! ’ Þótt ekki séu allir áeitt sáttir í þessufrekar en öðru, þá er þaðengu að síður staðreynd að samstaða fólks er mikil og þeim mun meiri er hún eftir því sem stað- an verður alvarlegri. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@- ogmundur.is Morgunblaðið/Eggert Verum jákvæð! : Glæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 3. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 30.mars –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Gómsætur og girnilegur matur Páskasiðir – Ferðalög – Viðburðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.