Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 8
KÓRÓNUVEIRAN
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
M
ánudaginn 30. desember
sendi kínverski læknirinn
Li Wenliang aðvörun til
skólasystkina sinna úr
Wuhan-háskóla. Það gerði
hann með félagsmiðlinum WeChat og voru
skilaboðin með fyrirsögninni „Sjö tilvik SARS
á Huanan-fiskmarkaðnum“. Klukkustund síð-
ar leiðrétti hann skilaboðin. Það hefði vissu-
lega greinst kórónuveira, á borð við SARS, en
það ætti þó eftir að greina hana.
Skilaboðin bárust eins og eldur í sinu um
Kína og fór það ekki fram hjá valdhöfum.
Þriðja janúar var hann kallaður í yfirheyrslu á
lögreglustöð og sakaður um að dreifa fölskum
upplýsingum og grafa undan þjóðfélaginu.
Hafði starfað á fiskmarkaðnum
Fimm dögum síðar kom 82 ára gömul kona
sem starfaði á fiskmarkaðnum á spítalann.
Hún var hitalaus og fyrir vikið notaði Li ekki
andlitsgrímu þegar hann skoðaði hana. Svo fór
að konan smitaði Li og rúmum mánuði síðar
var hann allur, aðeins 33 ára gamall, eins og
rakið var í minningargrein Economist. Eig-
inkona hans var ólétt en þau áttu barn fyrir.
Til að byrja með virtust fyrstu viðbrögð kín-
verskra stjórnvalda gera illt vera. Með því að
afneita veirunni, í stað þess að taka í taumana,
hefðu þau stuðlað að útbreiðslu hennar.
Fimmtudaginn 23. janúar var fyrsta ferða-
bannið sett í Hubei-héraði í Kína. Aðgerðirnar
þóttu harðar en virtust skila árangri. Eins og
lesa má úr grafinu hér fyrir ofan var veiran
nær eingöngu bundin við Kína 11. febrúar.
Voru þá 98,9% skráðra tilvika veirunnar í Kína
og flest hin tilfellin í nágrannaríkjum í Asíu.
Síðan byrjar veiran að breiðast um heiminn.
Þriðjudaginn 3. mars voru tilfellin utan Kína
orðin rúmlega 11 þúsund. Þar af voru á þriðja
þúsund á Ítalíu, sem aftur birtist í smitum Ís-
lendinga sem voru þar á ferðalagi. Fyrsti Ís-
lendingurinn greindist með veiruna föstudag-
inn 28. febrúar eftir skíðaferð til Ítalíu og í gær
voru tilfellin hér á landi hátt í 130.
Um hálffimmleytið síðdegis í gær voru til-
fellin orðin um 137 þúsund í heiminum og voru
rúmlega 56 þúsund utan Kína. Með því hefur
hlutfall smita í Kína af heildarfjölda smita fall-
ið úr 98,9% 11. febrúar í um 59%.
Var fyrst bundin við Kína
Tölfræðin er sótt á vef Johns Hopkins-háskóla,
eins virtasta háskóla Bandaríkjanna. Skólinn
hefur fræga læknadeild og hafa margir ís-
lenskir læknar sótt menntun sína þangað.
Grafið hér fyrir ofan segir mikla sögu. Út-
breiðslan hófst í Kína en veiran barst síðan til
Írans, Evrópu og víðar. Mætti álykta að ferða-
bannið í Kína hefði komið of seint.
Á nýjustu myndinni á grafinu hér má sjá
hvernig veiran er orðin útbreidd í Bandaríkj-
unum, ekki síst á austurströndinni, og skýrir
það ferðabann Donalds Trumps forseta. Blett-
urinn yfir Íslandi hefur stækkað.
Neyðarstig almannavarna tók gildi á Íslandi
föstudaginn 6. mars, en þá greindist fyrsta
smit kórónuveirunnar innanlands, og viku síð-
ar, um hádegisbil í gær, var samkomuhald og
skólastarf á Íslandi takmarkað á næstunni.
Ítarlega er fjallað um þá ákvörðun í laugar-
dagsblaði Morgunblaðsins og á mbl.is. Staðan
hefur breyst dag frá degi síðustu sólarhringa.
Tími harkalegra aðgerða
rennur upp
Vikan sem leið var vika róttækra aðgerða víða
um heim en eins og svo oft var það Trump sem
stal senunni með níu mínútna ræðu um ferða-
bann til Evrópu. Þykir nú ljóst að veiran muni
hafa slík efnahagsleg áhrif að lengi verði til
jafnað. Hún mun þó að líkindum ekki jafnast á
við alþjóðlegu fjármálakreppuna 2008 enda
fylgdi henni skuldakreppa. Þó gætu veikari
efnahagskerfi evrusvæðisins, á borð við Ítalíu,
staðið frammi fyrir miklum vanda.
Mannslífin eru þó auðvitað í fyrirrúmi. Nú
hafa rúmlega fimm þúsund manns látið lífið af
völdum veirunnar síðan hún byrjaði að breið-
ast út í Kína í lok desember. Um 70 þúsund
hafa náð bata en um 63 þúsund eru veikir.
Ber að hafa í huga að þessar tölur hljóta eðli
málsins samkvæmt að vera áætlun.
Hröð útbreiðsla í Evrópu
Þegar útbreiðsla veirunnar í mars er skoðuð,
út frá grafinu hér fyrir ofan, kemur meðal ann-
ars í ljós að fjöldi tilvika á Ítalíu hefur rúmlega
sjöfaldast milli 3. og 13. mars; farið úr tvö þús-
und í rúmlega 15 þúsund. Sömu sögu má segja
af Íran, auk þess sem smitum í Suður-Kóreu
hefur fjölgað um 54%. Hjá Frökkum, Þjóð-
verjum, Spánverjum og Bandaríkjamönnum
hefur smitum líka fjölgað hratt. Þá eru
Norðurlöndin nú ofarlega á listanum.
Veiran er því komin til margra helstu við-
skiptalanda Íslands. Með því aukast líkurnar á
alvarlegu áfalli í íslenskri ferðaþjónustu.
Má í þessu efni rifja upp að eldgosið í Eyja-
fjallajökli hafði í för með sér mikla röskun á
flugumferð í Evrópu 15. til 20. apríl 2010. Nú
er rætt um miklu langvinnari röskun á flugi.
En hver verða áhrifin?
Þegar útbreiðsla veirunnar var fyrst og fremst
bundin við Kína heyrðist það sjónarmið að far-
aldurinn vitnaði um hversu brothættar fram-
leiðslukeðjur heimsins væru orðnar. Röskun í
kínverskum verksmiðjum hefði sett alls kyns
framleiðslu í uppnám. Þessi veikleiki í heims-
hagkerfinu hlyti af að leiða til endurmats.
Nú eiga flest ríki heims fullt í fangi með að
hefta útbreiðsluna og hefur það eðlilega breytt
grundvelli umræðunnar. Ef illa fer gæti um-
ræðan næstu vikur farið að snúast um harka-
leg áhrif veirunnar þar sem varnir eru veikar.
Mörg ríki hafa veikburða heilbrigðiskerfi.
Svo eru það pólitísku áhrifin. Þessi atburður
er af slíkri stærðargráðu að leiðtogar verða
dæmdir út frá viðbrögðum við veirunni.
Trump forseti veit að dýrkeypt gæti reynst
að missa stjórn á atburðarásinni í aðdraganda
forsetakosninga. Sunnudaginn 29. febrúar
flutti hann ræðu í Suður-Karólínu og gagn-
rýndi við það tilefni fjölmiðla fyrir „hysteríu“
vegna veirunnar. Skaut á „falsfrétta“-miðla.
Veiran væri ekki að breiðast hratt út í
Bandaríkjunum vegna réttra viðbragða.
Miðvikudaginn 11. mars greindi hann frá
ferðabanninu. Staðan væri án fordæma.
Útbreiðsla kórónuveirunnar frá 11. febrúar – samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins-háskóla
Heildarfjöldi smita 91.320
Hafa náð bata 48.166
Fjöldi látinna 3.118
Hlutfall látinna af smituðum 3,4%
FJÖLDI SMITA
Kína 80.151
Önnur lönd 11.169
Hlutfall smita í Kína 88%
11. febrúar 2020 3. mars 2020
13. mars 2020
Suður-Kórea 5.186
Ítalía 2.036
Íran 1.501
Japan 274
Frakkland 191
Þýskaland 165
Spánn 120
Singapúr 108
Bandaríkin 105
Hong Kong 100
Heildarfjöldi smita 137.385
Hafa náð bata 69.779
Fjöldi látinna 5.088
Hlutfall látinna af smituðum 3,7%
FJÖLDI SMITA
Kína 80.945
Önnur lönd 56.440
Hlutfall smita í Kína 59%
Ítalía 15.113
Íran 11.364
Suður-Kórea 7.979
Spánn 4.334
Þýskaland 3.156
Frakkland 2.882
Bandaríkin 1.268
Sviss 1125
Svíþjóð 809
Holland 804
Danmörk 788
Noregur 750
Japan 639
Belgía 556
Austurríki 302
Katar 262
Barein 189
Singapúr 187
Ísrael 157
Finnland 155
Brasilía 151
Malasía 149
Grikkland 133
Ísland 128
Tékkland 117
Portúgal 112
Heildarfjöldi smita 43.141
Hafa náð bata 4.340
Fjöldi látinna 1.018
Hlutfall látinna
af smituðum 2,4%
FJÖLDI SMITA
Kína 42.670
Önnur lönd 471
Hlutfall smita í Kína 99%
Hong Kong 49
Singapúr 45
Taíland 32
Suður-Kórea 28
Japan 26
Malasía 18
Taívan 18
Veiran tekur völdin
Síðustu daga ársins 2019 sá kínverskur læknir í Wuhan merki um nýja veiru. Til að byrja með virtist ætla að takast að
takmarka útbreiðsluna við Kína og nágrannaríki. Sú von gufaði síðan upp. Veiran breiðist nú út heimsálfanna á milli.
Baldur Arnarson baldura@mbl.is