Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 11
Við höfum það bara býsna gott hérna íPeking, þakka þér fyrir. Kórónuveiraner að verða gengin yfir og lífið að kom-
ast í eðlilegt horf á ný,“ segir Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína.
Hann segir hættuna að mestu liðna hjá en á
miðvikudaginn, daginn áður en samtalið fór
fram, greindust aðeins fimmtán ný smit í öllu
landinu. Það er sáralítið hjá þjóð sem telur 1,4
milljarða manna.
Flest ný smit virðast vera rakin til ferðafólks
eða Kínverja sem hafa verið að koma heim frá
útlöndum. „Stjórnvöld hér taka mjög fast á því
og allir sem koma frá útlöndum fara í heima-
sóttkví í fjórtán daga. Punktur, basta,“ segir
Snorri og bætir við að heimasóttkví í Kína sé
mun strangari en á Íslandi. Fólk megi ekki und-
ir neinum kringumstæðum yfirgefa heimili sín
og þurfi t.d. að panta öll matvæli og aðrar nauð-
synjavörur. „Ég þekki fólk í þessari stöðu og
mjög hart er á þessu tekið.“
Þess má geta að mat-
vöruverslunum var aldrei
lokað og enginn þurfti að
líða skort, jafnvel þótt marg-
ir kæmust ekki frá heimilum
sínum vikum saman. Aldrei
varð vöruskortur þegar um-
fang smitsins var sem mest.
Skólar eru ekki enn farnir
að starfa með hefðbundnum
hætti í Peking og mörg
smærri fyrirtæki eru ennþá lokuð. Flest stærri
fyrirtæki, ekki síst framleiðslufyrirtæki, hafa þó
hafið starfsemi á ný, sérstaklega þau sem geta
sýnt fram á að starfsfólk hafi ekki verið á ferð á
helstu smithættusvæðum.
Um eitt hundrað manns starfa hjá Arla foods
og segir Snorri um helminginn snúinn aftur til
vinnu frá og með þessari viku; fleiri bætast svo í
hópinn í þeirri næstu. „Andrúmsloftið í borginni
er allt annað en það var fyrir nokkrum vikum og
almennt gott hljóð í fólki sem maður hittir. Það
veit að það versta er yfirstaðið. Hér er því full-
komin ró,“ segir Snorri.
Ýtrustu varúðar er enn gætt. Skrifstofu-
húsnæðið hjá Snorra er sótthreinsað þrisvar á
dag og öll handföng og aðrir fletir sem fólk
snertir reglulega sex til sjö sinnum. Eftirlit er
mjög stíft og Snorri er hitamældur í hvert sinn
sem hann fer úr húsi; bæði þegar hann yfirgefur
heimili sitt á morgnana og eins þegar hann fer
heim úr vinnunni. „Það er búið að hitamæla mig
þrisvar í dag. „Skilaboðin eru skýr: Við tökum á
þessu máli af fullri alvöru!“
Enginn fer á svig við reglur
Snorri segir fólki vissulega hafa brugðið þegar
veiran lét fyrst á sér kræla en það sé lán í óláni
að hún stakk sér fyrst niður í Kína. „Kínverjar
þekkja ekkert annað en að
fara eftir fyrirmælum; hér
fer ekki nokkur maður á
svig við reglur. Það kemur
sér vel við aðstæður sem
þessar. Allir eru mjög með-
vitaðir um hvað þarf að
gera til að forðast smit og
ég hef ekki fundið fyrir
hræðslu eða óöryggi enda
þótt fólk sé auðvitað á varðbergi.“
Skrifstofan hjá Arla Foods var lokuð í meira
en fjörutíu daga og á meðan þurfti Snorri að
vera heima. „Alvöru aðgerðir hófust upp úr 20.
janúar og eftir þessa fjörutíu daga telja menn
sig vera komna fyrir vind. Eins og þið hafið ef-
laust heyrt í fréttum heima þá var víða komið
upp bráðabirgðahúsnæði til að taka á móti veik-
um og smituðum, þar sem ekki var nægilegt
pláss á sjúkrahúsum, en búið er að loka því öllu
núna. Auðvitað er ennþá fólk á spítala en þeir
anna því öllu núna og ástandið er undir öruggri
stjórn.“
Arla Foods er sölufyrirtæki sem flytur inn
mjólkurafurðir frá Evrópu og margir starfs-
menn gátu unnið að heiman frá sér meðan á
sóttkvínni stóð. Fundir fóru svo bara fram á
netinu. Eigi að síður horfir fyrirtækið upp á
fjárhagslegt tjón enda hafa margir matsölu-
staðir verið lokaðir undanfarnar vikur og Kín-
verjar borða mjög mikið úti, enda er það ódýrt
og einfalt. „Það er kona um þrítugt að vinna hjá
mér og hún þurfti að læra að elda frá grunni í
sóttkvínni. Hafði aldrei gert það áður,“ segir
Snorri.
„Það hefur orðið mikil breyting á neysluvenj-
um fólks að undanförnu og mörg fyrirtæki orðið
fyrir höggi. Ekki bara við. Það horfir til betri
vegar núna og vonandi kemst allt í eðlilegt horf
sem fyrst. Ætli við sjáum raunveruleg áhrif af
þessu ástandi fyrr en í sumar en nú er ekki um
annað að ræða en að bretta upp ermar og halda
áfram. Menn eru þegar farnir að spá því að mik-
ið verði að gera þegar allt kemst í samt lag aftur
enda verði þörfin fyrir að fara út að borða upp-
söfnuð. Ég finn það bara á sjálfum mér; mig er
farið að dauðlanga í almennilegan kínverskan
mat.“
Snorri býr ásamt eiginkonu sinni í Peking en
hún er að vísu heima á Íslandi þessa dagana.
Börn þeirra búa á Íslandi og í Danmörku. „Kon-
an mín ætlaði að koma aftur hingað eftir um
tvær vikur en mögulega seinkar hún því. Ekki
nóg með að hún þyrfti að fara í heimasóttkví í
fjórtán daga, nema að reglunum verði breytt í
millitíðinni, heldur þyrfti ég að gera það líka.
Eftir að hafa verið heima í meira en fjörutíu
daga er svo sem lítið mál að bæta fjórtán við.“
Fumlaus vinnubrögð
Hann segir Kínverja fylgjast vel með þróun
mála í Evrópu og víðar og þegar fyrsta smitið
greindist á Íslandi fékk hann strax skilaboð frá
vinum sínum í Peking.
Snorra þykir Kínverjum hafa tekist vel að
eiga við kórónuveiruna. „Nú er ég auðvitað eng-
inn sérfræðingur en sem leikmaður sé ég ekki
annað en að þetta hafi gengið mjög vel. Það er
stórmál að loka skólum, stofnunum og fyrir-
tækjum vikum saman og þá ríður á að vinnu-
brögðin séu fumlaus. Það hafa þau verið. Ég
vona innilega að aðrar þjóðir læri af þessu. Bera
þarf virðingu fyrir þessari veiru til að ná tökum
á henni.“
Snorri Sigurðsson
segir vinnubrögð
Kínverja hafa
verið fumlaus.
SNORRI SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI Í PEKING
Lán í óláni að farald-
urinn byrjaði í Kína
’Andrúmsloftið í borg-inni er allt annað enþað var fyrir nokkrumvikum og almennt gott
hljóð í fólki sem maður
hittir. Það veit að það
versta er yfirstaðið.
15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Hildur Ásgeirsdóttir listakona, sem bú-sett er í borginni Cleveland í Ohio íBandaríkjunum, segir kórónuveiruna
enn sem komið er hafa haft takmörkuð áhrif á
daglegt líf borgarbúa en ákvörðun Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta um ferðabann til
Bandaríkjanna frá Evrópu hafi þó þegar snert
hana og fjölskyldu hennar með beinum hætti.
„Dóttir mín, sem verður sextán ára í næstu
viku, átti að fara í skólaferðalag til Japans en því
var aflýst vegna veirunnar. Í staðinn ákváðum
við að heimsækja aðra dóttur mína, sem er við
nám í Berlín, og kíkja aðeins heim til Íslands.
Nú er sú ferð líka fyrir bí. Það eru mikil von-
brigði fyrir dóttur mína enda var hún búin að
hlakka mikið til beggja þessara ferðalaga,“ seg-
ir Hildur.
Búið er að loka skóla dóttur hennar í Cleve-
land vegna veirunnar og verður lokað í þrjár
vikur.
Hópleikfiminni hætt í bili
Hildur stundar hópleikfimi fimm sinnum í viku
en frá og með síðasta miðvikudegi er búið að
fella þá tíma niður um óákveðinn tíma af ótta við
smithættu. Líkamsræktarstöðin er þó áfram
opin fyrir þá sem æfa einir og sér.
Hún segir um fátt annað rætt vestra en kór-
ónuveiruna enda hafi margir verið búnir að gera
ferðaplön. „Maður fer ekki neitt á næstunni;
nema þá helst í bíltúr. Annars finn ég ekki fyrir
mikilli hræðslu hérna, alla vega ekki ennþá
enda eru smitin í borginni enn sem komið er
mjög fá. Fólk tekur þessu með jafnaðargeði en
er samt vart um sig og er til dæmis alveg hætt
að faðmast og kyssast. Þannig að maður sér
ekki annað en að farið sé eftir helstu tilmælum
heilbrigðisyfirvalda.“
Hildur tekur þó fram að ef til vill sé hennar
sjónarhorn ekki það besta en hún vinnur að list
sinni heima. „Þeir sem eru á fjölmennum vinnu-
stöðum sjá þetta ef til vill í öðru ljósi.“
Ringulreið í Berlín
Eldri dóttir Hildar er í bandarískum háskóla í
Berlín og verður í fjarnámi út önnina. Hildur
segir mikla ringulreið og jafnvel hræðslu hafa
gripið um sig þegar Trump tilkynnti ákvörðun
sína um ferðabann frá Evrópu og foreldrar
skólafélaga dóttur hennar hafi margir hverjir
rokið upp til handa og fóta til að kaupa flugfar
heim fyrir börnin sín meðan
það var ennþá hægt. „Ég held
að 60-70% nemenda séu á leið
heim og dóttir mín hefur ekki
haft undan að hjálpa vinum sín-
um að pakka. Sjálf vill hún vera
um kyrrt og hún ræður því.
Það fer ágætlega um hana í
Berlín. Krakkarnir sem fóru heim til Bandaríkj-
anna koma til með að stunda fjarnámið héðan.“
Spurð hvað henni finnist um lokun landsins
svarar Hildur: „Auðvitað þarf að gera eitthvað
til að hægja á útbreiðslu veirunnar, um það get-
um við öll verið sammála. Ég held þó að þessi
lokun sé heldur mikið af því góða. Þegar Trump
varð forseti var hann fljótur að leggja niður all-
ar nefndir sem höfðu það hlutverk að bregðast
við ástandi af þessu tagi í sparnaðarskyni og ég
held að það sé að koma niður á honum núna. Úr
því hann er að þessu, hefði hann ekki átt að gera
það fyrr? Er þetta ekki of seint í rassinn gripið?
Trump er ekki hátt skrifaður, hvorki hjá mér né
fólkinu í kringum mig, og
áhyggjuefni að hafa slíkt
ólíkindatól á forsetastóli
þegar þjóðin þarf á styrkri
og öruggri leiðsögn að halda
á erfiðum tímum,“ segir
Hildur og bætir við að fjöl-
miðlar vestra séu mjög á
móti ákvörðuninni um ferðabannið frá Evrópu.
„Ég hef sjaldan séð jafn harða gagnrýni á
Trump og þá er nú mikið sagt.“
Hildur á ekki von á því að þurfa að fara í
sóttkví í bráð. „Á móti kemur að maður sá ekki
ástandið á Ítalíu fyrir. Veiran virðist vera bráð-
smitandi og staðan er fljót að breytast. Það er
engin leið að spá fyrir um framtíðina. Það er al-
veg ljóst að margir til viðbótar eiga eftir að
smitast af veirunni. Hér í Bandaríkjunum er
ekki búið að prófa marga og manni skilst að
búnaður til þess sé af skornum skammti. Að
mínu viti er ekki um annað að ræða en að fylgj-
ast vel með, vera skynsamur og halda áfram að
lifa sínu lífi.“
Hildur hefur búið í Bandaríkjunum í 36 ár en
er í góðu sambandi við vini og ættingja hér
heima. Hún fylgist að vonum með þróun mála
hér heima og vonast til að komast í heimsókn til
Íslands í sumar, líkt og hún hafði ráðgert.
Áhyggjur af foreldrunum
„Það er óþægilegt að fylgjast með fréttum að
heiman; smitum fjölgar dag frá degi og eru nú
komin yfir eitt hundrað. Auðvitað hefur maður
áhyggjur af foreldrum sínum og öðru eldra fólki
sem má síst við því að fá veiruna. Samt hefur
maður trú á því að hægt verði að halda þessu í
skefjum; Ísland er lítið land og mjög auðvelt að
koma skilaboðum til fólks. Þetta eru undarlegir
tímar, ekki er hægt að segja annað, en öll von-
um við það besta og það er mikilvægt að fara
ekki á taugum.“
Hildur Ásgeirsdóttir
hefur búið í Banda-
ríkjunum í 36 ár.
Morgunblaðið/Ásdís
HILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR, LISTAKONA Í BANDARÍKJUNUM
Mikilvægt að fara
ekki á taugum
’Fólk tekur þessumeð jafnaðargeði ener samt vart um sig oger til dæmis alveg hætt
að faðmast og kyssast.