Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 12
Fatima, Rita og Jwan eru ánægðar á Íslandi. A li Alzirkani tekur glaðlega á móti blaðamanni og býður inn í snyrtilega en fábrotna íbúð þar sem önnur fjölskyldan dvelur. Það er boðið upp á mandarínur og eldrauð og fersk jarðarber. „Gjörðu svo vel!“ segir gestgjafinn Ali og réttir blaðamanni lítinn kaffibolla með ilmandi arabísku kaffi. Við borðið situr fjölskyldan, Ali Aljauoubi, móðir hans Fadheelah, systir hans Weldan og dæturnar Fatima, níu ára og Rita sex ára, Ali Alzirkani, sem giftur er Weldan og dóttir þeirra Jwan, níu ára. Ali Alzirkani hefur orðið þó mágur hans Ali Aljauoubi leggi einnig orð í belg. Flótti þeirri hófst haustið 2017 þegar þau flúðu heimaland sitt Írak, því einungis dauðinn beið þeirra þar. Saga þeirra er martröð líkust. Drápu bróður og föður Stelpurnar þrjár sitja forvitnar á móti blaða- manni. Jwan, Rita og Fatima ganga í Háaleit- isskóla og una sér vel. Blaðamaður spyr þær á móðurmálinu hvernig sé í skólanum, og allar svara þær á íslensku: „Gaman!“ og brosa út að eyrum. Þær segjast vera að læra íslensku og ekki er annað að heyra en að það gangi vel. Þær kveðja og skjótast bak við vegginn þar sem bú- ið er að stúka af her- bergi með stórum kojum þar sem fjölskyldan sefur. Þaðan heyrum við hjalið af leik stúlkn- anna. Fullorðna fólkið situr eftir, áhyggjufullt, angistarfullt. Það býr nú í stöðugum ótta við það að vera sent aftur til Grikklands þar sem þau dvöldu í hreinasta helvíti í tvö og hálft ár. En við byrjum á byrjuninni; hvað varð til þess að fjölskyldan skildi allt eftir í Írak og lagði allslaust á flótta? „Ég heiti Ali Alzirkani og er 28 ára rútubíl- stjóri frá Bagdad í Írak. Ég á konu og dóttur og við bjuggum í húsi og áttum bíl. Ég vann fyrir bandarískt hernaðarfyrirtæki. Það voru hryðjuverkamenn sem sendu mér skilaboð um að ég mætti ekki vinna fyrir þessa kristnu menn. Það var ekki aðra vinnu að hafa. Þá fóru þeir heim til mín og drápu pabba minn og sautján ára bróður minn. Bara vegna þess að ég vann fyrir Ameríkana. Þetta var í sept- ember 2017,“ segir hann dapur í bragði. „Þetta gerðist á meðan ég var í vinnunni og þegar ég kom heim kom ég að þeim látnum. Sama dag flúði ég með fjölskylduna til ann- arrar borgar af því ég vissi að þeir ætluðu líka að drepa mig og fjölskylduna,“ segir Ali sem segir enga hjálp hafi verið að vænta frá banda- rísku vinnuveitendum sínum. Hann vissi þá að hann yrði að komast úr landi. Barinn í fangelsinu Ali, kona hans, Weldan og dóttir þeirra Jwan héldu af stað í átt til Tyrklands. Gangandi og með bílum komust þau þangað á tveimur sólar- hringum. „Við komum til Izmir og hittum þar fólk sem ég talaði við og ég sagðist þurfa að komast til Grikklands með báti. Í tvo mánuði reyndum við að komast yfir,“ segir Ali. Ali Aljauoubi og fjölskylda höfðu einnig flúið og hittust þau öll í Izmir. „Bróðir minn vildi ekki flýja land og var drepinn. Það er alltaf mjög hættulegt í Írak,“ segir Ali Al- jauoubi. Í Izmir gistu þau á hóteli og biðu eftir báti en þeim var ekki fært að fara löglega til Grikk- lands. Fyrstu skiptin sem þau reyndu, voru þau öll handtekin og hent í fangelsi. „Lögreglan setti okkur í fangelsi og við vor- um þar í fimm daga. Það var hræðilegt. Við fengum engan mat. Einu sinni á dag feng- um við smáskammt af brauði. Við vorum öll þarna, líka börnin. Við vorum svo svöng,“ seg- ir hann og hin taka undir. „Þarna var fullt af öðrum hópum. Þetta gerist reglulega þarna. Okkur var sleppt og ég reyndi aftur að komast til Grikklands en var aftur handtekinn. Ég var kominn um borð í bátinn þegar lögreglan kom og henti mér aftur í fangelsi. Svona gekk þetta í tvo mánuði. Ég var barinn í fangelsinu,“ segir Ali alvarlegur í bragði. Öll börnin grétu Að lokum tókst þeim að komast í gúmmíbát án þess að lögreglan yrði þess vör. Framundan beið þeirra þriggja tíma sigling á gúmmíbát í úfnum sjó. „Þetta var sjö metra langur gúmmíbátur og í hann eru sett fimmtíu manns,“ segir Ali. „Það var rosalegur öldugangur. Þarna voru 23 börn sem öll grétu. Og allir hræddir um að drukkna,“ segir hann. „Í Grikklandi tók lögreglan á móti okkur og fór með okkur í flóttamannabúðir. Þarna voru hvít tjöld úr plasti og hvorki rafmagn né renn- andi vatn. Engar sturtur voru þarna, engin föt og eini maturinn sem við fengum voru útrunn- ar matvörur,“ segir Ali sem sýnir blaðamanni myndir af útrunnum mat, skítugum klósettum og hræðilegum vistarverum tjaldbúðanna. „Þarna vorum við í tvö ár og fimm mánuði. Börnin fengu ekki að ganga í skóla. Við feng- um enga heilbrigðisþjónustu. Ekkert heimili. Hírðumst þarna í sama tjaldinu allan tímann,“ segir hann og sýnir blaðamanni myndband þar sem hellirignir í búðunum. Vinirnir segjast hafa fundið fyrir mikilli andúð frá Grikkjum, svo vægt sé til orða tekið. Þegar þau voguðu sér í strætisvagn voru þau látin sitja sér og helst standa og máttu alls ekki setjast við hliðina á Grikkjum. „Eina fólkið sem hjálpaði okkur voru sjálf- boðaliðar frá Þýskalandi og Bretlandi. Eng- inn frá Grikklandi. Ég er með sykursýki en fékk enga læknishjálp og í eitt ár tók ég ekki lyfin mín,“ segir hann. „Kona mín var komin fjóra mánuði á leið en missti fóstrið. Hún þurfti að fara svo langt til að sækja vatn og datt á leiðinni. Hún fékk enga læknishjálp, aðeins eina verkjatöflu.“ Hvenær verðum við sótt? Að lokum gafst fjölskyldan upp á að bíða eftir að grísk stjórnvöld myndu hjálpa þeim að lifa mannsæmandi lífi. Þau ákváðu að Ísland yrði fyrir valinu og keyptu sér flugmiða til Íslands. Við komuna hingað var þeim vel tekið og fengu íbúð eftir einn og hálfan mánuð. En íslensk stjórnvöld eru ekki tilbúin að veita þeim al- „Hvenær kem- ur lögreglan að sækja okkur?“ Írösku vinirnir og mágarnir Ali Alzirkani og Ali Aljauoubi flúðu til Íslands ásamt fjölskyldum sínum úr hryllingi flótta- mannabúða í Grikklandi. Á Íslandi leita þeir að öryggi og menntun fyrir dætur sínar þrjár. Nú bíður fjölskyldan milli vonar og ótta því til stendur að senda þau aftur til Grikk- lands, í það helvíti sem þau sluppu úr fyrir átta mánuðum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hér hefur okkur liðið vel.Börnin ganga í skóla og égá hreint heimili. Stelpurnareru svo hamingjusamar og eru farnar að tala íslensku. Þær eiga vini. En hvenær kemur lögreglan að sækja okkur? FLÓTTAMENN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.