Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 15
Morgunblaðið/Ásdís Fyrsta minningin mín um pabbatengist mjög miklu „trauma“. Égvar svona tveggja ára og pabbi var með litlu systur mína í fanginu og leiddi mig. Löppin á mér fór undir lyftuhurð þar sem við bjuggum. Þetta hefur verið erfitt fyrir pabba en ég á ljúfar minningar frá þessu. Ég man að hann hljóp með mig og setti handklæði á alblóðugan fótinn. Minningin er mjög hlý; pabbi var þarna og ég vissi að allt yrði í lagi. Svo var ein- hver vinalegur danskur læknir sem saumaði mig saman og ég er enn með ör í dag.“ Hermdi allt eftir foreldrunum Hvernig pabbi var hann? „Ótrúlega ljúfur. Ég auðvitað fattaði það ekkert alltaf sem barn og unglingur en þegar ég eltist þá skildi ég hvað ég var heppin. Bæði hann og mamma lásu fyrir okkur öll kvöld. Þau lásu Astrid Lindgren og Einar Áskel þegar við vorum yngri. Svo lásu þau fyrir okkur allar Enid Blyton-bækurnar og það var þannig að pabbi las fyrir okkur og svo settist mamma niður við eldhúsborðið og út- skýrði ýmislegt fyrir okkur af því að þess- ar ævintýrabækur eru svolítið rasískar,“ segir hún. „Okkur fannst hann auðvitað leiðin- legur þegar hann var að segja okkur að taka til og svona, eða vildi ekki kaupa Cocoa Puffs daglega,“ segir hún og hlær. „Mamma og pabbi drógu okkur með í ferðalög út um allt, en þau voru kornung þegar við vorum orðnar þrjár. Svo spilaði pabbi fyrir okkur tónlist. Þegar ég var unglingur fannst mér foreldrar mínir hallærislegasta fólk í heimi,“ segir Ka- milla og nefnir að móðir hennar, Hildur Baldursdóttir, vinni á bókasafni og faðir hennar sé rithöfundur, eins og alþjóð veit. „Þess vegna finnst þeim svo fyndið núna að ég skuli búa í næsta húsi við þau í Hlíðunum og ég eigi fullt af dætrum og kött og vinni á bókasafni og skrifi bækur. Það er bara eins og ég hafi hermt allt eftir þeim!“ segir Kamilla og hlær. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var unglingur að svona yrði þetta!“ segir hún og sýpur hveljur. Hann er kattaóður Kamilla segir pabba sínum vera mjög annt um bæði börn og dýr. „Honum finnst börn og lítil dýr það skemmtileg- asta í heimi. Ef hann fengi að velja myndi hann aldrei umgangast annað. Við höfum alltaf átt ketti og stundum páfagauka, fiska og annað. En hann er kattaóður. Núna þegar við systurnar erum orðnar stórar eru kettirnir búnir að taka við. Hann á núna tvo ketti og hann hefur miklu meiri áhyggjur af þeim en okkur. Ef hann fer til útlanda hringir hann þrisv- ar á dag í okkur allar til að athuga hvort bunan sé rétt.“ Blaðamaður hváir. Bunan? „Já, sko, kettirnar drekka bara úr bað- karinu, þannig hann þarf að láta renna rétta bunu fyrir þá. Þetta er auðvitað það sem þau hafa vanið kettina á og þeir fá þessa þjónustu. Hann vaknar nokkrum sinnum á nóttinni til að tékka hvort bunan sé ekki hárrétt. Hann situr og stendur eins og kettirnir vilja. Hann segir til dæmis að læðan vilji leggjast á mjög ákveðinn hátt og á ákveðnum tíma dags á teppi í sófanum. Þetta er rosalegt ofdekur. Þetta er verra en að vera með þrjú ungbörn. Enda vill eng- inn passa þessa ketti, þeir eru svo erfiðir og ofdekraðir. En okkur finnst þetta bara fyndið. Svo erum við allar með ketti nema elsta systir mín fór í hundana,“ segir hún. „Pabbi leyfir þeim að sofa uppi í. Ég skil það ekki. Mamma hefur alveg nefnt það að það væri kannski meiri svefnfriður ef kettirnir myndu sofa frammi, en þá myndi pabbi líklega fara fram líka.“ Pabbi ritvélaviðgerðarmaður Hvernig var það þegar þú varst krakki að eiga pabba sem var rithöfundur? „Þegar ég var lítil þá öfundaði ég krakka sem áttu pabba sem var í vinnunni. Krakka sem gátu farið og heim- sótt pabba á skrifstofuna. Eitt árið vann hann sem formaður Rithöfunda- sambandsins og það var æðislegt! Loks- ins áttum við almennilegan pabba eins og hinir krakkarnir,“ segir hún og hlær. „Ég man að ég þurfti oft að útskýra af hverju pabbi væri ekki í vinnu. Lengi vel héldum við, og margir, að hann væri að laga ritvélar. Hann var alltaf inni í her- bergi að vesenast með ritvélar þannig að við systur lögðum bara saman tvo og tvo,“ segir Kamilla sem hélt þá lengi vel að fað- ir sinn væri ritvélaviðgerðarmaður. „Við sögðum vinum okkar það. Svo komst það upp þegar foreldrar vina okk- ar hringdu og báðu hann um að laga ein- hverja brauðrist eða eitthvað. Þá höfðum við sagt að pabbi væri svona helvíti lunk- inn. Hann sem getur ekki lagað neitt. Hann getur varla skipt um peru. Hann er alveg laus við handlagni. Hann í alvöru hringir í mig til að biðja mig um að skipta um peru. Ég hef í alvöru aldrei séð hann gera við neitt, nema hann teipar stundum hluti sem brotna saman,“ segir Kamilla og brosir. „En hann eldar; það er hans leið til að sýna umhyggju og það er mjög krúttlegt. Hann eldaði líka þegar ég var lítil og er fínn kokkur.“ Spilar með Lunch United Nú er pabbi þinn góður rithöfundur, er honum fleira til lista lagt? „Góð spurning. Hann er alla vega ekki góður dansari. Mamma dró hann einu sinni á samkvæmisdansanámskeið og það var það hræðilegasta sem nokkur hafði séð. Honum finnst hann, eftir ákveðið magn af bjór, mjög góður söngvari. Ég er ekki viss um að aðrir myndu taka undir það,“ segir hún. „Svo finnst honum hann afspyrnugóð- ur fótboltamaður. Hann spilar með Lunch United sem hittist reglulega í há- deginu. Hann á eftir að vera mjög hissa á að allir hafi ekki heyrt um þetta lið,“ segir hún og útskýrir að þarna komi saman nokkrir vinir og spili saman í hádeginu. „Pabbi segir oft frægðarsögur af því hvað hann skoraði mörg mörk.“ En hvað um önnur áhugamál? „Hann les mjög mikið og fylgist vel með því. Hann er mikið fyrir tónlist; rokk og blús og í seinni tíð klassíska. Hann skilur engan veginn rapptónlist. Honum finnst það óskiljanlegt en það er kannski ekki skrítið fyrir kall á hans aldri.“ Stjarnfræðilega óþolinmóður Hvernig karakter er hann? „Í rétta félagskapnum er hann rosa hress og elskar athygli og segir sögur. Þá er völlur á honum. En hann er ekki svona hvar sem er og er ekkert fyrstur til að heimta orðið. Ég þekki hann sem pabba og finnst hann mjög umhyggjusamur. Hann er sá fyrsti sem ég myndi hringja í ef mig vantaði eitthvað úti í apóteki eða eitthvað, hann væri alltaf til í að skutla mér,“ segir Kamilla en það kemur svo í ljós að hún er ekki með bílpróf. „Hann er rosalega óþolinmóður. Stjarnfræðilega. Ég virðist hafa erft það því miður. En á móti kemur að við erum bæði svakalega stundvís,“ segir hún. „Hann þolir ekki hangs; það er ekki hægt að fara með honum í IKEA því hann nennir ekki að bíða á meðan maður skoðar. Ef það er búið að ákveða að fara vill hann ekki bíða eftir fólki,“ segir hún. Fáránlega klæddur að rappa Kamilla segir að unglingsárin hafi gengið snurðulaust fyrir sig. „Hann var í mesta lagi að segja okkur að taka til í herbergjum okkar sem var náttúrulega ófyrirgefanlegt á sínum tíma. En maður skilur það í dag,“ segir hún. „Manni fannst hann auðvitað frekar hallærislegur, fáránlega klæddur og skringilegur. Svo þegar vinir komu í heimsókn fór hann að spyrja hvort við værum ekki að hlusta á rapp og svo fór hann að þykjast rappa,“ segir hún. Nú skrifaðir þú Kópavogskróníkuna sem kom út í hittifyrra. Barstu handritið undir hann? „Nei, en hann vissi að ég væri að dunda mér við skriftir og hann var að hvetja mig áfram. Svo þegar ég var búin að ákveða að gera þetta í alvöru og búin að tala við Bjart-Veröld þá studdi hann mig í því. En ég lét hann ekki lesa neitt yfir en ræddi frekar praktísk atriði. En ég myndi aldrei biðja hann að lesa yfir og hann myndi aldrei biðja um það. Hann var voða stolt- ur og glaður þegar bókin kom út. Svo gaf yngsta systir mín líka út skáldsögu sama ár og pabbi líka. Mamma segir að það hafi verið mjög taugatrekkjandi fyrir hana.“ Segir brandara fjórum sinnum Er pabbi þinn mikill sögumaður? „Já, já. Hann segir sumar sögur oft. Svo segir hann oft bara sömu lélegu brandarana. Hann segir hræðilega pabbabrandara. Ég hef reynt mikið að venja hann af þessu en það gengur illa. Honum finnst sjálfum þeir vera fyndnir. Og ef hann fær ekki viðbrögð segir hann kannski brandarann fjórum sinnum af því að hann heldur að maður hafi ekki heyrt í fyrstu skiptin; það er alveg skelfi- legt. Svo finnst honum rosa fyndið að þykjast labba á hluti og detta. En hann á betri húmor sem hann dregur upp spari,“ segir hún. „Pabbi er opinn fyrir nýjum hug- myndum og alltaf til í að hlusta. Hann hringir mikið í mig til að tékka á manni, vill spjalla og athuga hvort öllum sé ekki hlýtt og allir saddir og svona. Mjög um- hyggjusamur knúsilegur góður kall. Hann fylgist vel með öllu sem við systur gerum.“ Við förum að slá botninn í samtalið. Kamilla segist ánægð með pabba sinn og segir hann góða fyrirmynd. „Hluti af því að fullorðnast er að fyr- irgefa foreldrum sínum breyskleika þeirra og skilja að þau eru jafn ófull- komin og maður sjálfur og gera mistök. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært af honum er að gefa fólki annan séns. Hann gefur fólki marga sénsa. Það er mjög dýrmætt að læra það.“ „Segir hræðilega pabbabrandara“ ’Hann er alla vega ekkigóður dansari. Mammadró hann einu sinni á sam-kvæmisdansanámskeið og það var það hræðilegasta sem nokkur hafði séð. Honum finnst hann, eftir ákveðið magn af bjór, mjög góður söngvari. 15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.