Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020 B réfritari brá sér í verslun fyrripart föstudags. Þegar hann fór úr húsi hafði hann á orði við yfirvaldið að hann myndi ekki fara í þá elskulegu Melabúð að þessu sinni því að þar yrðu allir í kös í þrengslum og kór- ónuveiran myndi þá sæta lagi. Ekki var forsögnin burðug. Því þegar komið var á víðáttugólf stórmark- aðarins var kúnni þar á hverjum bletti og sumir með tvær troðfullar risakerrur í takinu. Biðraðir að köss- um mældust í tugum metra. Og þótt yðar einlægur væri léttavigtarmaður með eina handkörfu af nauð- synjum þrjóskaðist hann við og beið afgreiðslu í klukkustund. Gera verður ráð fyrir því að fólkið taki almennt séð mið af ráðleggingum og tilmælum yfirvalda sem leggja nótt við dag, en þó bersýnilega ekki um það að óþarft sé að leggjast í hamstur. Kannski væri þetta rétti tíminn til að koma fótanuddtækinu í tísku aftur. Kórónuveiran toppar alls staðar Þegar þessum daglegu mannraunum lauk var rennt samviskusamlega yfir sýnishorn af helstu fréttum miðla nær og fjær og þau voru nær öll um kórónu- veiruna og mál henni tengd. Fyrrverandi trúnaðarlæknir Hvíta hússins var í út- sendingu og þá hálfu mínútu sem staðnæmst var við hann fékk hann þá spurningu hvort heimilisdýr á borð við hunda og ketti gætu smitast af veirunni. Hann taldi svo vera, en engar sannanir væru hins vegar fyrir því að gæludýrin gætu smitað fólk af veir- unni. Þetta var betra en ekkert, en óneitanlega hefur fæst af því sem snertir kórónuveiruna verið sannað enn sem komið er, því að hún er svo ný af nálinni og sönnunarferli vísinda er tímafrekt. En þar til annað sannast munum við, heimiliskött- urinn og fólkið sem hann stýrir, halda okkur við þetta. Sligast kerfið? Við Íslendingar erum ekki einir um það að velja úr þau tilmæli sem við förum eftir. Danir hafa gripið til víðtækra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, eða gera að minnsta kosti alvarlega atrennu að því að draga úr hraða hennar. Einhverjir hafa spurt sem svo: Hvers vegna það? Hverju breytir það hversu hratt veiran fer yfir? Og meginsvarið virðist vera það, að með þeim hætti megi draga úr lík- um þess að heilbrigðiskerfið hreinlega „drukkni“ í bylgju smita sem rís of hratt. Ef útbreiðslan verður yfirþyrmandi hröð blasir við að heilbrigðiskerfum landanna sem eiga þegar nóg með ástandið yrði gert ómögulegt að veita þá þjón- ustu sem kallað er eftir. Og færi svo þá má gefa sér að dánartíðnin yrði óhjákvæmilega hærri en ella. Enn sem komið er hafa flestir stjórnmálamenn og þeirra flokkar víðast hvar stillt sig um að nota „veiru- ástandið“ í pólitískum tilgangi gagnvart þeim sem fyrir tilviljun örlaganna halda um tauma þegar far- aldurinn brýst fram. Í Bandaríkjunum hafa menn þó ekki getað stillt sig, enda styttist þar í þýðingarmiklar kosningar og sama má að nokkru segja um andstæðinga Johnsons í Bretlandi, sem eru enn sárir og reiðir eftir síðustu orrustu. Fordæmi Dana Það var danski forsætisráðherrann, Mette Frederik- sen, sem kynnti ráðstafanir danskra stjórnvalda af myndugleik. Hún hefur örugglega náð athygli landa sinna með upphafsorðum ávarpsins: „Það sem ég mun tilkynna í kvöld mun hafa ríkulegar afleiðingar fyrir sérhvern Dana. Margur mun finna fyrir erfið- leikum sem hrópa á að við styðjum hvert annað.“ Forsætisráðherrann gaf svo þessa skýringu á því að gripið væri til boðaðra aðgerða: „Þegar ég stóð hér í sömu sporum í gær höfðu 157 Danir smitast af kór- ónuvírusnum. Í dag eru þeir 514. Fjöldi þeirra tífald- aðist frá mánudeginum síðasta þegar 35 voru með smit. Kórónuvírusinn breiðist gríðarlega hratt út. Ítalíu hefur verið lokað. Þar vantar bæði starfsfólk og önd- unarvélar á spítalana. Og ég undirstrika: Ég er ekki að draga upp svona mynd til að hræða fólkið. Þetta er ekki „fabúleruð“ ýkjukennd framtíðarmynd. Þetta er raunveruleikinn núna í landi sem við nauðaþekkjum flest. Mörg okkar hafa sótt það heim í fríunum sínum. Þetta er Evrópuland. Okkar heimshluti. Nú blasir verkefni við okkur sem yfirvöldum, borg- urum og þjóð sem tekur öðrum verkefnum fram. Við verðum að koma í veg fyrir að margir smitist í sömu andrá, líkt og gerst hefur á Ítalíu. Smithraðinn er þegar orðinn mikill hér. Allt of mik- ill. Þess vegna leggja yfirvöld nú ofurkapp á að vinna gegn smiti og seinka smithraðanum hér á landi. Ég legg þunga áherslu á ríkulegar skyldur okkar gagn- vart þeim sem standa höllum fæti í okkar þjóðfélagi og eru í viðkvæmustu stöðu: Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, krabbameinsveikir og elsti aldurshóp- urinn. Það er ekki síst vegna þessa hóps sem smithraðinn má alls ekki vaxa. Gerist það ræður gjörgæsluþáttur heilbrigðiskerfisins ekki við þann vöxt. Heilbrigðis- stéttirnar munu þá kikna undan vandanum. Ekki að- eins vegna þess að sjúkrahúsin verði þá full út úr dyr- um af alvarlega veiku fólki. Heldur einnig og ekki síður vegna þess að mjög margt af umönnunarfólkinu hefur þá sjálft greinst með smit eða þarf að sæta ein- angrun vegna ótta um að svo kunni að vera. Þetta er staða sem má ekki koma upp og við verð- um því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þá þróun. Smit berast ekki lengur eingöngu að utan. Við erum tekin til við að smita hvert annað. Því verður að grípa til harkalegri aðgerða en áður til að hindra slíka útbreiðslu. Við þurfum að standa saman og veita gagnkvæma aðstoð. Okkur Dönum lætur vel að standa þétt saman. En nú felst samstaðan í hinu. Í því að hafa vík á milli okkar! Við skulum taka ákvarðanir strax í dag en gráta það ekki síðar að hafa brugðist í því. Við skulum grípa inn í þar sem það er líklegast til að bera árangur – þar sem smitleiðirnar eru greiðastar.“ Skilur gangverk efnahagslífsins Í lok ávarpsins sagði Mette Fredriksen forsætisráð- herra: „Þess vegna hafa yfirvöld ákveðið að rétt sé að taka eftirfarandi skref: Nemendur skólakerfisins skulu sendir heim frá og með næsta föstudegi (í gær) í tvær vikur, til að byrja með. Allri menningarstarfsemi innanhúss, bókasöfnum og frístundastarfsemi verður lokað nú þegar og stendur lokunin í tvær vikur, til að byrja með. Sam- bærileg starfsemi einkaaðila og félaga, þar með talin trúfélög eru eindregið hvött til að gera slíkt hið sama. Allir opinberir starfsmenn, sem ekki sinna neyðar- Æskilegt væri ef nokkuð drægi úr tíðindum ’ Þetta eru aðeins brot úr merkri og sögu- legri ræðu danska forsætisráðherrans. Og það má mikið vera ef langur tími líður áður en hún verður að fordæmi fyrir aðra, þegar að því kemur að taka þurfi fastar á en gert hefur verið til þessa. Reykjavíkurbréf13.03.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.