Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 18
Matthildur er nýflutt aftur til Íslands eftir aðhafa búið í Borås í Svíþjóð í átta ár. Hún ergift Inga Hrafni Guðmundssyni og eiga þau
tvo drengi en fjölskyldan bjó í Svíþjóð á meðan heim-
ilisfaðirinn var í sérnámi.
„Ég var nýútskrifuð úr hagfræði frá Háskóla Íslands
þegar við fluttum út en þar nýtti ég tímann og settist aft-
ur á skólabekk og náði mér í meistaragráðu í textíl-
stjórnun. Ég fékk fjölda spennandi tækifæra, svo sem að
starfa hjá Didriksons, sem margir á Íslandi þekkja vel,
og svo bauðst mér að gerast lærlingur (e.intern) hjá Gina
Tricot – sem var algjörlega frábær upplifun enda búin að
vera aðdáandi þess tískufyrirtækis frá því ég var ung-
lingur. Í framhaldinu komst svo ekkert annað að en að
reyna að koma þessu merki til Íslands og í fyrra stofnaði
ég með vini mínum netverslunina noomi.is þar sem við
seljum fatnað frá þessum sænska tískurisa,“ segir Matt-
hildur.
Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?
„Það sem kannski hefur mest áhrif á mitt val mitt á
fötum eru þægindin en svo er þetta háð skapi hverju
sinni og tilefni auðvitað. Ég get kannski sagt að minn
stíll sé afslappaður, stílhreinn og á sama tíma kvenlegur.
Mér finnst svo líka gaman að blanda eldri flíkum með
nýjum.“
Fyrir hverju fellur þú oftast?
„Ég elska að kaupa yfirhafnir og á oftast auðvelt með
að kaupa jakka, kápur og skó.“
Uppáhaldslitir?
„Ætli svartur, hvítur og blár séu ekki litirnir sem ég
klæðist oftast. Mér finnst reyndar mjög gaman að klæð-
ast eftir árstíðum – eins og á haustin þá eru jarðarlitir
mikið í uppháhaldi og á sumrin er ég hrifnari af meiri
litadýrð.“
Hvernig föt finnst þér klæða þig best?
„Föt sem mér líður vel í, það skilar sér alltaf í góðri út-
komu. Svo reyni ég að velja
föt sem mér finnst henta
mínu vaxtarlagi.“
Hvernig klæðir þú
þig dagsdaglega?
„Það er mjög ein-
falt. Ég elska flott-
ar gallabuxur og
stuttermabol eða
peysu. Nokkuð viss
um að langstærsti hlut-
inn af gallabuxunum mín-
um er frá Gina Tricot, enda
eru það langbestu gallabux-
urnar að mínu mati. Hvort
sem ég vel jakka og strigaskó
við eða fínni blaser og stígvél
þá er það alltaf skothelt.“
En þegar eitthvað mikið
stendur til?
„Það er misjafnt, veltur al-
gjörlega á stað og stund. En ég
er þá oftast í klassísku og ein-
földu eða algjörlega á hinum
endanum, þá í litum og leyfi
mér meiri glamúr.“
Hvað myndir þú taka með
þér á eyðieyju?
„Sólarvörn, bát og símann
minn.“
Hvað myndir þú áætla að þú
eyddir miklum peningum í föt
á mánuði?
„Ótrúlega erfitt að segja, en
síðustu ár hefur eyðslan minnk-
að umtalsvert þar sem ég er meðvit-
Matthildur segir að
kaupahegðun sín hafi
breyst með árunum.
Matthildi
dreymir um
vel skipulagðan
fataskáp.
Myndi aldrei fara í
smekkbuxur og magabol
Matthildur myndi ekki
láta sjá sig í smekk-
buxum eða magabol.
Matthildur Ívarsdóttir, eigandi noomi.is, segir að kauphegðun hennar
hafi breyst mikið. Þegar hún var unglingur átti hún það til að kaupa flík-
ur sem aldrei voru notaðar en nú er það ekki þannig.
Fatastíllinn hennar er frísklegur og heillandi.
Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
LÍFSSTÍLL
Heyrðu
umskiptin
Fáðu heyrnartæki
til reynslu
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.