Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 19
Hvað gerir þú við föt sem þú ert hætt að nota?
„Mér finnst skipta miklu máli að nýta sem mest og
henda sem minnst. Ég er dugleg við að gefa frá mér það
sem ég nýti ekki sjálf og finnst fullkomið fyrirkomulag ef
einhver annar getur nýtt. Ég er líka hrifin af lausnum
eins og Extraloppunni og Trendporti. Mér finnst al-
gjörlega frábært að sjá hversu margir eru nýta sér svo-
leiðis í staðinn fyrir að kaupa allt nýtt.“
Verðurðu mikið leið á fötunum þínum eða áttu
sömu fötin ár eftir ár?
„Neyslumynstrið mitt hefur breyst mikið undanfarin
ár og ég reyni að kaupa frekar fatnað sem ég veit að ég
get notað meira. Ég reyni líka að haga kaupunum þannig
að ég velji föt sem ólíklegt er að ég fái leið á, þ.e. meira af
klassískum fötum og kannski þá minna í tískustraumum
líðandi stundar. Mér finnst samt alveg gaman að hrista
aðeins upp í skápnum með því að grípa það sem er í tísku
við og við og mixa þá saman við eldri flíkur.“
Matthildur Ívarsdóttir
er með frísklegan og
heillandi fatastíl.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
aðari um í hvað ég er að eyða. Þegar ég var yngri eyddi ég
oft peningum í föt sem svo voru bara aldrei notuð. Núna
er ég mun meðvitaðri neytandi og hef fyrir reglu að spyrja
mig hvort ég muni raunverulega nota flíkina og það hefur
virkað vel fyrir mig. En ef ég verð að skjóta á eitthvað
væri það kannski í kringum 20.000 krónur á mánuði, án
þess að vera alveg sannfærð um sannleiksgildið.“
Hver er dýrasta flíkin í fataskápnum?
„Ég er ekki mikið fyrir að kaupa dýrar flíkur, er meira
í að velja mér flíkur sem ég finn að eru úr góðum efnum
og endast vel. Þær eru ekki endilega alltaf dýrastar. Ég
er búin að búa erlendis síðustu árin og verðið er aðeins
öðruvísi þar en hérna heima svo ég get ekki dregið fram
neina sjokkerandi verðmiða hérna. En ætli Filippa K ull-
arkápan mín sé ekki bara dýrasta flíkin i skápnum sem
stendur.“
Hvað dreymir þig um að eignast?
„Mig dreymir einna helst um almennilegan og vel
skipulagðan fataskáp, þá væri ég vel sett.“
Í hvað myndir þú aldrei fara?
„Smekkbuxur og magabol.“
Hver er best klædda kona veraldar að þínu mati?
„Ég er ekki með einhverja eina sem ég get sagt að mér
finnist best klædd. Sjálf sæki ég mér innblástur í svo
ólíkar konur. Þetta geta verið konur sem ég þekki eða
jafnvel bara bláókunnugar konur úti á götu.“
Matthildur sækir sér inn-
blástur til ólíkra kvenna.
Matthildur vil nýta sem
mest og henda sem minnstu
þegar kemur að fatnaði.
15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
ICQC 2020-2022
• Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að
mikið álag sé á lifrinni.
• Lifrin er allt í senn; vinnslustöð, geymsla og
dreifingarmiðstöð því allt sem við látum í
okkur eða á, fer í vinnsluferli í lifrinni.
• Lifrin sinner yfir 100 mismunandi störfum í
líkamanum og tengist hún beint eða óbeint
allri líkamsstarfseminni.
• Active Liver inniheldur kólín sem stuðlar
að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og
eðlilegum efnaskiptum. Auk þess inniheldur
það ekstrakt frá mjólkurþistil, túrmerik,
þistilhjörtum og svörtum pipar.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
Léttu lifrinni lífið