Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
LÍFSSTÍLL
www.flugger.is
Mött
Gæðamálning
í öllum litum
Auðvelt
að þrífa
Í bókinni Kurteisi eftir Rann-veigu Schmidt, sem kom út fyr-ir tæplega áttatíu árum, segir
að kurteisi eigi að byrja heima. Hún
segir grundvöllinn að kurteisi vera
óeigingirni og á þar við tillitssemi.
Þeir sem hafi vanist á að sýna sínum
nánustu kurteisi, segir hún, eiga
auðvelt með að umgangast hvern
sem er, hvar í heiminum sem er.
Það getur verið hvimleitt að
heyra þegar fólk dregur matinn af
gafflinum með því að draga hann úr
munninum eftir framtönnunum.
Það sem við köllum í daglegu tali að
bíta í gaffalinn. Hljóðið sem mynd-
ast við þetta fer í fínustu taugar
margra og angrar aðra. Hafa ber í
huga að það gæti verið að þeir sem
bíta í gaffalinn hafi ekki hugmynd
um það.
Það er ekki gott að ræða bit í
gaffla eða annað sem betur má fara
meðan á veislu stendur eða á öðrum
mannamótum. Slíkar ábendingar
við okkar nánustu fara fram í ein-
rúmi, þegar vel stendur á. Auk þess
að nefna að bíta ekki í gaffalinn
þarf að tala um andremmu, svita-
lykt, sötur, smjatt og ropa í ein-
rúmi. Vinur er sá er til vamms
segir.
Bitið í gaffalinn
Hvað skal gera?
Albert Eiríksson
albert.eiriksson@gmail.com
Unsplash
Öll viljum við börnum okkar það besta.Hvítvoðungar fæðast inn í þennanheim og eiga allt undir að við sem for-
eldrar og forráðamenn hlúum vel að þeim. Okk-
ar er ábyrgðin á að vel takist til, þó geta aðrir
eins og ömmur og afar auðveldlega verið í lyk-
ilhlutverki til aðstoðar og leiðsagnar.
Tengslamyndun milli barns og foreldra er gíf-
urlega mikilvæg fyrstu mánuðina í lífi barns.
Tengslamyndunin sem þróast áfram, byggist
m.a. á þremur þáttum. Sá mikilvægasti er talin
snerting við barnið, að látið sé vel að því t.d. við
mjólkurgjafir og umönnun. Að þörfum barnsins
sé svarað og barnið læri að treysta foreldrum.
Þá þannig að það finni sig öruggt í umhverfinu.
Síðan að notuð sé röddin, að talað sé blíðlega til
barnsins og að barninu sé svarað þegar það gef-
ur frá sér óánægjuhljóð eða önnur. Að endingu
að unnið sé með augnsamband milli barns og
foreldra, nota bros og hlátur og barnið læri að
skynja andlitsviðbrögð foreldra og rödd. Ef illa
tekst til við myndun geðtengsla í frumbernsku
eru líkur á að börnin sitji eftir hvað varðar sjálfs-
mynd og félagslega færni síðar á lífsleiðinni.
Að sögn fræðimannanna Esther Thelen og
Karen Adolph gerist ekkert af sjálfu sér í þróun
og þroska barns og líklega eru tvö fyrstu árin
mikilvægustu ár barnsins. Virkni foreldra verð-
ur að vera til staðar þar sem börn eru háð því
umhverfi sem þau fæðast eða lenda í. Tölum
mikið við börnin okkar og við megum ekki
gleyma strákunum, rannsóknir benda til þess að
við tölum meira við stúlkur frá fæðingu. Já-
kvætt, örvandi og ögrandi umhverfi gæti verið
forsenda þess að börn fái góðan stökkpall út í líf-
ið, sem sagt að góður grunnur sé lagður. Svefn-
inn og hvíldin eru barninu ekki síður nauðsynleg
og rólegt umhverfi og nærgætni í samskiptum
þarf ekki síður að vera til staðar.
Þó má spyrja sig hvort aukin örvun og vinna
með ungbörnum (0-2 ára) hafi enn jákvæðari
áhrif á þroska barns? „Snemmtæk íhlutun í
þroska.“ Þar væri hægt að vinna markvisst með
örvun skynfæra eins og jafnvægis, vinna með
eftirtekt og athygli, samhæfingu augna og
handa, vinna með styrk, nota heyrnina, hljóðfall,
söng og tjáningu og að skemmta sér.
Slíka þjálfun mætti framkvæma á hinum
ýmsu stöðum m.a. heima og í skipulögðu starfi í
sal eða t.d. „ungbarnasundi“ í sundlaug. Colwyn
Trevarthen, prófessor í barnasálfræði við Há-
skólann í Edinborg, segir að börn hafi frum-
kvæði af samskiptum og þegar ung börn eru að
hjala eða „babbla“ þá eiga foreldrar og forráða-
menn að svara þeim. Hann segir einnig að þegar
unnið er með börnum þá eigi börnum að finnast
gaman. Þótt ungbörn leiki sér ekki saman þá líki
þeim vel að vera í hópi með jafnöldrum. Þessi
vitneskja krefur foreldra um að vera virk í um-
hverfi barnsins, jafnvel þannig að börn hitti önn-
ur börn og hópa.
Það er áhugavert að sjá hvað þeim finnst gam-
an að vera í umhverfi með öðrum ungbörnum,
það er ljóst að þau eru að upplifa og læra hvert
af öðru. Er íslenskt umhverfi barnvæmt sam-
félag? Núverandi breytingar á fæðingarorlofi á
Íslandi eru þróun í rétta átt. Frá því að vera 9
mánuðir 2019 upp í að verða 12 mánuðir 2022.
Nú er vitað að ef vel gengur hjá barni og ný-
orðnu foreldrunum við umönnun barnsins þá
fylgir það barninu áfram inn í framtíðina. Við
verðum að hlúa að fjölskyldunni, setja velferð
barnsins í forgang en ekki eingöngu kröfur
vinnumarkaðarins. Eitt af forgangsmálum sam-
félagsins ætti að vera stytting vinnuvikunar í 37/
37,5 tíma á viku eins og á hinum löndunum á
Norðurlöndunum.
Verið hjartanlega velkomin á hádegisfyrir-
lestur, „Vara fyrstu árin að eilífu?“, í Háskól-
anum í Reykjavík 20. mars kl. 12.05-13.00 í stofu
M104 um þessi mikilvægu málefni.
Hlúum að börnum okkar.
Hlúum að börnunum okkar!
Vísindi og samfélag
Hermundur Sigmundsson
hermundurs@ru.is
Snorri Magnússon
Snorri Magnússon hefur um
árabil unnið með börnum og
foreldrum í ungbarnasundi.
Morgunblaðið/Þorkell
’ Við verðum að hlúa að fjöl-skyldunni, setja velferðbarnsins í forgang en ekki ein-göngu kröfur vinnumarkaðarins.
Hermundur Sigmundsson er prófessor við Norska
tækni – og vísindaháskólann og Háskólann í Reykjavík.
Snorri Magnússon er þroskaþjálfi og íþróttakennari.