Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020 LESBÓK GEÐSJÚKDÓMAR Bandaríska leikkonan Alison Brie segir að nýjasta kvikmynd hennar, Horse Girl, hafi í senn opnað fyrir umræður um geðsjúkdóma út á við og inn á við, en þar leikur hún konu sem glímir við andleg veikindi. Í samtali við breska blaðið The Guardian upp- lýsir Brie að viðbrögð móður hennar hafi verið einlæg- ust en amma Brie þjáðist af geðklofa og bjó um tíma á götunni. „Ég hugsa stundum með mér, hún gekk gegn- um ótrúlegustu hluti en varð eigi að síður frábær móðir sjálf,“ segir Brie um móður sína, en Horse Girl byggir lauslega á reynslu ömmu hennar. Frásögnin hverfist þó öðru fremur um spurningu sem brunnið hefur á Brie: Hvað ef ég fer að hegða mér undarlega og myndi ég átta mig á því hvort geðklofi væri að ná tökum á mér? Amma bjó á götunni Alison Brie leikur í Horse Girl. AFP MINNI Bruce Dickinson, söngvari Iron Mai- den, er enn á þeysireið með spjallsýningu sína um heiminn, en hann áði sem kunnugt er í Hörpu fyrir rúmu ári. Í Hamborg á dög- unum var hann spurður hvort hann notaðist einhvern tíma við textavél á sviði. Okkar maður hélt nú ekki og skaut um leið á Rob aldavin sinn Halford úr Judas Priest. „Hvers vegna þurfa menn textavél?“ spurði Dickin- son og þóttist syngja eftir skjá: „Breaking the law, breaking the law, breaking the law, breaking the law, breaking the law, breaking the law, breaking the law. Breaking the what? Breaking the law. Breaking the law.“ „Fyrirgefðu, lagsi, breaking the what?“ Dickinson uppskar mikinn hlátur í Hamborg. AFP Ronnie James Dio féll frá árið 2010. Líf eftir dauðann LÍF Gamla málmbrýnið Ronnie James Dio heldur áfram að túra eins og enginn sé morgundagurinn, út koma plötur með honum, Dio- bolir og aðrir minjagripir seljast eins og heitar lummur og langþráð ævisaga hans eftir málmvísinda- manninn Mick Wall er væntanleg á næsta ári. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Dio lést fyrir tíu árum. Það er ekkja hans, Wendy Dio, sem hef- ur haldið merki bónda síns á lofti með þessum tilþrifum; ekki síst gegnum heilmyndatónleika sem þó hafa verið umdeildir. Þar syngur Dio við undirleik sprelllifandi hljóð- færaleikara. „Það er hlutverk mitt í lífinu að halda arfleifð hans á lofti,“ sagði Wendy við Subculture En- tertainment í Ástralíu. Sephy og Callum eru ung ogástfangin í Lundúnum sam-tímans. Synd væri þó að segja að framtíðin blasti við þeim enda lít- ur samfélagið sem þau búa í sam- band þeirra hornauga fyrir þær sak- ir að Sephy tilheyrir hinni ráðandi svörtu stétt, „crosses“, en Callum er fábrotinn „nought“, það er hvítur undirmálsmaður, en móðir hans dregur fram lífið sem húshjálp á heimili Sephy. Fjölskylda Sephy berst á en faðir hennar er mikilsmetinn og valda- mikill stjórnmálamaður með rætur í Afríku (heitir raunar Apríka í þátt- unum) sem drottnað hefur yfir Evr- ópu í sjö aldir eftir að hafa nýlendu- vætt álfuna. Honum er að vonum lítið um það gefið að dóttir hans sé að viðra sig upp við blásnauðan og duglausan kotbóndason sem til- heyrir örugglega einhverju ofbeldis- hneigðu hvítu gengi sem þráir ekk- ert heitar en að ganga mill bols og höfuðs á svörtu yfirstéttinni. Þrátt fyrir að hafa tóma hunda á hendi er Callum staðráðinn í að láta Fólki á að líða illa meðan það horfir Kynþáttafordómar eru viðfangsefnið í nýjum þáttum, Noughts + Crosses, sem breska ríkissjón- varpið, BBC, frumsýndi á dögunum. Þar er þó öllu snúið á hvolf, svartir drottna yfir hvítum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Malorie Blackman, höfundur bókaflokksins Noughts + Crosses. AFP Jack Rowan er 23 ára gamall Breti sem hingað til hefur ver- ið þekktastur fyrir leik sinn í hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um Peaky Blinders, þar sem hann fer með hlutverk Bonnie Gold. Þá var hann í smáserí- unni Born to Kill árið 2017. Rowan var áhugahnefaleikari áður en hann sneri sér að leiklistinni; vann 18 bardaga af 27. Masali Baduza er einnig ung að árum. Hún er frá Suður-Afríku og nam leiklist en hefur mest leikið á sviði til þessa. Segja má að Noughts + Crosses sé hennar fyrsta stóra tækifæri í sjónvarpi. Á síðasta ári var Baduza á lista Royal Television Society yfir rísandi stjörnur og fólk var hvatt til að fylgjast grannt með henni í ár. Af öðrum leikendum í þáttunum má nefna Paterson Joseph og Bonnie Mbuli, sem leika foreldra Sephy, og Helen Baxendale og Ian Hart, sem leika foreldra Callums. Josh Dylan og Kiké Brimah koma einnig fram í Noughts + Crosses. Nýstirni í sjónvarpi Kynningar- plaggat þáttanna. á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.