Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Dóra og vinir
08.45 Stóri og Litli
08.55 Mæja býfluga
09.05 Zigby
09.20 Blíða og Blær
09.40 Mia og ég
10.05 Lína langsokkur
10.30 Lukku láki
10.55 Það er leikur að elda
11.10 Ævintýri Tinna
11.35 Friends
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 American Woman
14.10 Jamie & Jimmy’s Food
Fight Club
15.00 The Great British Bake
Off
16.00 Steinda Con: Heimsins
furðulegustu hátíðir
16.25 Heimsókn
16.55 60 Minutes
17.40 Víglínan
18.25 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.50 Sportpakkinn
19.05 Nostalgía
19.25 McMillions
20.20 Deadwater Fell
21.10 The Sinner
22.00 Homeland
22.45 Manifest
23.30 The Outsider
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Mirgorod – Í leit að
vatnssopa
21.00 Eitt og annað frá Seyð-
isfirði
21.30 Tónlistaratriði úr Föstu-
dagsþættinum
Endurt. allan sólarhr.
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Omega
21.00 Tónlist
20.00 Mannamál (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Söfnin á Íslandi (e)
21.30 Eldhugar: Sería 3 (e)
Endurt. allan sólarhr.
11.30 Dr. Phil
12.15 The Late Late Show
with James Corden
13.00 Everybody Loves Ray-
mond
13.25 The King of Queens
13.45 How I Met Your Mother
14.10 The Bachelor
15.35 The Bachelor
17.00 The King of Queens
17.20 How I Met Your Mother
17.45 The Kids Are Alright
18.10 Með Loga
19.05 Pabbi skoðar heiminn
19.40 This Is Us
20.30 Venjulegt fólk
21.05 Law and Order: Special
Victims Unit
21.55 Wisting
22.40 Ray Donovan
23.35 The Walking Dead
00.30 The Handmaid’s Tale
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Tríó.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Samtal.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Reyni-
vallakirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Strok-
kvartettinn Siggi.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Minningargreinar.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Begga og Fress
07.29 Lalli
07.36 Tulipop
07.40 Molang
07.43 Klingjur
07.54 Minnsti maður í heimi
07.55 Hæ Sámur
08.02 Hrúturinn Hreinn
08.09 Bréfabær
08.20 Letibjörn og læmingj-
arnir
08.27 Stuðboltarnir
08.38 Konráð og Baldur
08.49 Nellý og Nóra
08.56 Húrra fyrir Kela
09.19 Ronja ræningjadóttir
09.45 Krakkafréttir vikunnar
10.05 Lestarklefinn
11.00 Silfrið
12.10 Menningin – samatekt
12.50 Bikarkeppnin í blaki
15.05 Bikarkeppnin í blaki
17.30 Íþróttaafrek
17.40 Íþróttaafrek
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Lífsins lystisemdir
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.40 Íþróttir á sunnudegi
20.00 Landinn
20.30 Hljómskálinn
21.05 Ísalög
21.50 Pólskir dagar – Þrír litir:
Blár
23.30 Poirot
13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á
sunnudegi.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu
Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl-
ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi
vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé-
lagi hljómplötuframleiðanda.
18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á
K100 í allt kvöld.
Mark Wahlberg er númer eitt á listanum í leikaravali
til að skella sér í hlutverk Duke í G.I. Joe, með hlut-
verkið fór Channing Tatum í fyrri myndinni. G.I. Joe
hefur verið gerð tvisvar sinnum áður.
Mark Wahlberg sem
Duke í G.I. Joe
New York. AFP. | Áratugum saman
var Harvey Weinstein ósnertan-
legur, ofurframleiðandi sem drottn-
aði yfir Hollywood og leikkonan Me-
ryl Streep kallaði „Guð“ svo frægt
varð. Á miðvikudag var hann dæmd-
ur í 23 ára fangelsi og blasti við hon-
um að hann myndi verja því sem eft-
ir er ævi sinnar í fangelsi.
Weinstein var dæmdur fyrir dóm-
stóli í New York fyrir nauðgun og
kynferðislegt ofbeldi. Dómurinn féll
næstum þremur árum eftir að ásak-
anir á hendur honum komu fram og
urðu kveikjan að #églíka-hreyfing-
unni, sem varð til þess að hann var
útskúfaður og batt enda á feril hans.
Ásakanir hátt í 90 kvenna
Hátt í 90 konur hafa komið fram og
sakað Weinstein um kynferðislegt
áreiti og ofbeldi á 40 ára tímabili,
þeirra á meðal Angelina Jolie og
Salma Hayek.
Ásakanirnar komu fyrst fram í
The New York Times og New
Yorker í október 2017. Í kjölfarið
komu þúsundir kvenna fram,
greindu frá reynslu sinni undir
myllumerkinu #metoo og veltu
fjölda valdamikilla manna úr sessi.
Weinstein var eitt sinn áberandi á
kvikmyndahátíðum, allt frá Cannes
til Sundance. Hann lét fé af hendi
rakna til Demókrataflokksins og var
í félagsskap við Hillary Clinton. Nú
var hann rekinn úr kvikmyndaaka-
demíunni sem veitir Óskarsverð-
launin og hvarf af sjónarsviðinu, fyr-
ir utan fréttir af meðferð hans vegna
kynlífsfíknar, nafn hans baneitrað
og orðsporið í tætlum.
25. maí 2018 var hann ákærður
fyrir nauðgun og kynferðisbrot.
Myndum af honum í járnum var
varpað um allan heim.
Weinstein hélt því fram að ávallt
hefði verið um að ræða kynlíf með
samþykki, en dómstóllinn tók það
ekki til greina. Hann var dæmdur
fyrir að hafa þvingað Mimi Haleyi,
fyrrverandi aðstoðarmann við kvik-
myndaframleiðslu 2006, til munn-
maka og nauðgað Jessicu Mann,
fyrrverandi leikkonu, árið 2013.
Hann var fundinn sekur fyrir
nauðgun og kynferðisbrot 24. febr-
úar, en sýknaður af alvarlegasta
kæruliðnum, kynferðisárás.
Weinstein er nú í hjólastól eftir
hjartaaðgerð og hefur lagt verulega
af frá sínum mektardögum.
„Ég er fullkomlega ráðvilltur,“
sagði hann þegar dómurinn féll og
gaf til kynna að hann væri fórn-
arlambið í málinu. „Ég var fyrsta
dæmið og nú sitja þúsundir manna
undir ásökunum. Ég hef áhyggjur af
þessu landi.“ Hann sagði einnig við
dómarann að kannski fengi hann
aldrei að sjá börnin sín aftur.
81 Óskarsverðlaun
Weinstein fæddist í Queens í New
York 19. mars árið 1952. Faðir hans
var demantaskeri. Weinstein gekk í
háskólann í Buffalo í New York-ríki.
Í upphafi sá hann um að setja á svið
rokktónleika og fór svo í kvikmynda-
bransann ásamt bróður sínum, Bob.
Saman stofnuðu þeir árið 1979 Mira-
max Films, lítið dreifingarfyrirtæki,
sem kennt var við foreldra þeirra,
Miriam og Max.
Meðal mynda á þeirra vegum sem
slógu í gegn var Shakespeare ást-
fanginn, sem hlaut Óskarsverðlaun
sem besta myndin árið 1998. Disney
keypti fyrirtækið árið 1993 og 2005
héldu bræðurnir sína leið og stofn-
uðu fyrirtæki undir eigin nafni,
Weinstein Company.
Í áranna rás hafa myndir undir
merkjum þeirra verið tilnefndar til
300 Óskarsverðlauna og hreppt 81
styttu. Meðal þeirra má nefna Lista-
manninn, Ræðu konungs og Járn-
frúna. Fyrir hana fékk Streep Óskar
fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir
túlkun sína á Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra Bret-
lands.
Eignir Weinsteins voru metnar á
150 milljónir dollara á sínum tíma,
en hratt hefur gengið á auðinn.
Skæðadrífa lögsókna vegna kynferð-
isbrota varð til þess að fyrirtækið
Weinstein var lýst gjaldþrota í mars
2018. Í desember í fyrra gerði Wein-
stein samkomulag við rúmlega 30
leikkonur og fyrrverandi starfs-
menn, sem fóru í mál, upp á greiðslu
25 milljóna dollara.
Að sögn saksóknara hefur Wein-
stein selt fimm eignir samanlagt að
andvirði 60 milljóna dollara til að
greiða lögfræðingum og til fram-
færslu tveggja fyrrverandi eigin-
kvenna sinna.
Hann mun sennilega sitja í fang-
elsi í New York-ríki, en bandarískir
dómstólar hafa ekki sagt sitt síðasta.
Í Los Angeles bíður annað mál á
hendur honum meðferðar.
Harvey Weinstein kemur til réttarins í New York í febrúar.
AFP
HÁTT FALL HARVEYS WEINSTEINS
Dæmdur í 23
ára fangelsi
Á VAKTINNI
Í SUMAR?
LEITUM AÐ TOPPFÓLKI
Í SUMARSTÖRF
Sæktu um á
www.securitas.is