Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Qupperneq 32
SUNNUDAGUR 15. MARS 2020
york
ligne
classico
magnifique
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
SERTA ER OPINBER SAMSTARFSAÐILI
HILTON WORLDWIDE HÓTELKEÐJUNNAR
Nótt fyrir tvo á Hilton Reykjavik Nordica,
ásamt morgunverði og aðgangi að
Hilton Reykjavik Spa, fylgir kaupum
á Serta fimm stjörnu hótelrúmi.
Verðmæti: 36.000 kr.
Kynningarverð: 296.650 kr
Verð frá: Classico 160 x 200 cm (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl)
Fullt verð: 349.000 kr. (með Hilton Reykjavik Nordica kaupauka 385.000 kr.)
5STJÖRNUHÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja
ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni
óviðjafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast
að þér og þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu
heilsurúm, heima hjá þér – allar nætur – alltaf.
CLASSICO, YORK OG LIGNE eru með Serta Splendid Royal
heilsudýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna
með góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og
mjaðmasvæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir
því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr
kaldpressuðum svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni
og dýnu.
MAGNIFIQUE rúmið er með Serta Royalty Superior heilsudýnu
sem sker sig frá Splendid Royal m.a. með því að vera með
tvískiptu gormakerfi og aukinni kantstyrkingu.
Áklæðið á rúmunum er slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt
og andar einstaklega vel. Það er fáanlegt í nokkrum litum sem
eru mismunandi eftir rúmgerðum. Hægt er að velja mismunandi
fætur og einnig eru fáanleg náttborð í stíl.
FIMM STJÖRNU
LÚXUS HÓTELRÚM
– HEIM TIL ÞÍN –
Fimm stjörnu Hótel -rúmalínan frá Serta er
nú á kynningarverði í Betra Baki auk þess að
nótt á Reykjavik Nordica ásamt morgunverði
fyrir tvo og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa
fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi.
TIL
BO
ÐI
NU
LÝ
KU
R
LA
UG
AR
DA
GI
NN
14.
MA
RS
Verkið Örlagaþræðir er samrunaverk þar sem söngur og dans
renna saman í túlkun á ljóðum Mariu Stuart og Mathilde Wes-
endonck. Robert Schumann samdi tónlistina við ljóð Mariu en
Richard Wagner við ljóð Mathilde. Ljóðin verða túlkuð af Auði
Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Láru Stefánsdóttur dansara
í Kaldalóni á þriðjudag. Á flygilinn leikur Snorri Sigfús Birg-
isson og um leikmynd og búninga sér Ásta Guðmundsdóttir.
„Umfjöllunarefni kvennanna eru ólík og lifðu þær á ólíkum
tímum en þó er eitthvað sem þær eiga sameiginlegt,“ segir í
kynningu. „Báðar voru þær fullar af ástríðu og þrótti en örlaga-
nornirnar spunnu þeim ólík örlög. Hvorug náði að lifa í frelsi,
báðar voru leiksoppar örlaganna. Maria var tekin af lífi eftir
valdatafl og pólitískar tilfæringar og Mathilde varð að beygja
sig undir væntingar samfélagsins og neita sér um eldheita ást
Wagners.“
Lára Stefánsdóttir, dans-
ari og danshöfundur.
Morgunblaðið/Golli
Örlagaþráður spunninn
Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona.
Morgunblaðið/Kristinn
Verkið Örlagaþræðir verður flutt í Kalda-
lóni í Hörpu á þriðjudagskvöldið kl. 20.
Um miðjan mars 1940 gerði
Morgunblaðið í ítarlegu máli
grein fyrir breytingum á reglum
um knattspyrnumót.
„Skifting í sveitir (Meistarafl.
1. fl. o.s.frv.) fer þannig fram.
Kepni aldursflokksins hefst með
leikjum milli sterkustu sveita fje-
laganna og þegar þær hafa leikið
2 leiki, getur hafist kepni hjá
næststerkustu sveitum þessa
sama aldursfl. Hafi maður leikið
með sterkustu sveit fleiri en 1
leik í sama móti (tvöföld umferð
reiknast hjer sem 2 mót), má
hann ekki leika með veikari sveit
það mót.
Leikmaður er ekki talinn hafa
„leikið leik“, í þessu sambandi,
þó hann komi inn í seinni hálf-
leik. Ath. Hjer er einnig athug-
andi hvort rjett er að miða „úti-
lokunina“ við mót, heldur e.t.v.
alt sumarið, og þá gefa und-
antekningar frá aðalreglunni,
eftir nánari kringumstæðum.
Taka t. d. tillit til leikafjölda
sveitanna yfir allt sumarið. Leyfa
t.d. manni, sem ekki hefir tekið
þátt í 3 leikjum sterkari sveitar í
röð (vegna vangetu hans sjálfs
t.d.) að leika með veikari sveit.
Ósanngjarnt væri að útiloka
mann alt sumarið frá kepni,
vegna þess, að hann reynist ekki
nógu góður, þegar til kemur, í
sterkustu sveit, en hefir þó t.d.
leikið þar 2 leiki.“
GAMLA FRÉTTIN
Vangeta
útiloki ekki
Frá kappleik tveggja sveita á gamla góða Melavellinum um miðja síðustu öld.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Silja Dögg Gunnarsdóttir
alþingismaður
Tina Fey
leikkona
María Skúladóttir
verkefnastjóri hjá Deloitte