Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Gítarar Frábært úrv al Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við erum með alveg fullt hús, öll börnin eru mætt og þau mæta alla daga. Eitt barn var heima hjá for- eldrum sínum á meðan þau voru í sóttkví en að öðru leyti hafa bara allir mætt,“ segir Elfa Björk Ágústs- dóttir, dagforeldri í Reykjavík, en hún og Sólrún Harpa Heiðarsdóttir eru saman með dagforeldraþjónustu í Árbænum. Hefur starfsemin gengið vel þrátt fyrir veiruna og samkomu- bann. Starfsemi dagforeldra í borginni virðist hafa fengið ágætlega und- anfarnar vikur og ekki mikið verið um forföll en tæplega 130 dagfor- eldrar eru í Reykjavík. Elfa Björk og Sólrún Harpa eru með tíu börn en þær ákváðu að skipta hópnum upp til öryggis. „Okkur fannst skynsamlegra að skipta okkur upp til þess að lágmarka fjöldann. Við erum hvor með fimm börn en er- um venjulega saman með tíu og það koma svo margir foreldrar þegar börnin eru svona mörg,“ segir hún. Fylgja þarf ströngum tilmælum um að börn séu heima ef minnsti grunur er um flensu eða kvef. Ekki hefur reynt á það að sögn Elfu Bjark- ar því öll börnin hafa verið óvenju stálslegin. Hún segir að venjulega séu alltaf einhver börn með kvef yfir veturinn en ekkert hefur borið á því að undanförnu. „Við höfum verið ein- staklega heppin með það. Börnin bara mæta alla daga og allir eru al- veg stálslegnir og eldhressir,“ segir hún. 100% mæting í Breiðholti „Við höldum bara okkar rútínu og erum duglegar að fara út með börnin. Við erum með góða bæði úti- og inni- aðstöðu. Svo bjóðum við foreldrum að spritta sig þegar þeir koma og höf- um þá reglu að ef foreldrar tveggja barna sækja börnin á sama tíma þá bíður annað foreldrið þangað til hitt er farið og við reynum að halda tveggja metra fjarlægðinni á milli foreldra.“ Yfirleitt hefur gengið vel að halda úti þjónustu dagforeldra að undan- förnu að sögn Elfu Bjarkar Ellerts- dóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Fáein dæmi séu um að dagforeldri hafi þurft að loka í eina til tvær vikur vegna sóttkvíar þar sem fjölskylda með barn í vistun smitaðist og eitt dagforeldri lokaði í viku því grunur var um smit sem reyndist svo ekki vera. „Annars eru flestir dagforeldrar með opið og góð mæting hjá börnunum,“ segir hún. Hún segir að gera megi ráð fyrir því að börnum í daggæslu hafi eitt- hvað fækkað, bæði vegna varúðar- ráðstafana af hálfu foreldra og dag- foreldra. „Ekkert foreldri hefur sagt upp vist hjá dagforeldrum svo vitað sé og 90% mæting barna er t.d. hjá dagforeldrum í Árbæ og Grafarvogi og nær 100% í Breiðholti.“ Spurð um viðbrögð ef börnin eru með kvefeinkenni segir hún að dag- foreldrar hafi beðið foreldra að nota heilbrigða skynsemi, fara eftir ráð- leggingum sóttvarnalæknis að koma ekki með veik börn í vistun. „Dagfor- eldrar treysta foreldrum að taka þessa ákvörðun og sýna ábyrgð. For- eldrar bera ábyrgð á því að barnið mæti einkennalaust. Dagforeldrar hafa ekki þurft að fækka börnum vegna tilmæla frá Almannavörnum. Það sama gildir um dagforeldrabörn og leikskólabörn að þau séu í sem minnstum hópum en þá er miðað við að það séu ekki fleiri en 10-15 börn saman. Hjá dagforeldrum sem starfa einir eru ekki fleiri en 5 börn og hjá tveimur saman 10 börn,“ segir hún. Mæta alla daga stálslegin og hress  Dagforeldrar starfa í miðjum faraldri Morgunblaðið/Ómar Barnagæsla Dagforeldrar hafa ekki þurft að fækka börnum vegna tilmæla frá Almannavörnum. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við erum á þeim tíma þegar salan ætti að vera að aukast, en hún er frekar að róast,“ segir Einar Einars- son, framkvæmdastjóri steypu-, hellu- og garðframleiðslu hjá BM Vallá. Vísar hann í máli sínu til ástandsins sem skapast hefur á steypumarkaði í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar. Að hans sögn dregst steypusala oft á tíðum hægar saman en ástandið á markaðnum segir til um. Þó er ljóst að gera megi ráð fyrir talsverðum samdrætti á steypumarkaði verði ekki brugðist við. „Fyrstu dagana kemur ekkert fram, en það gerðist heldur ekki í hruninu. Verkefni eru að klárast víða núna og svona ástand ýtir mönnum ekki af stað í að byrja á einhverju nýju,“ segir Einar, sem kveðst eiga erfitt með að meta hversu mikið höggið verði á steyp- umarkaðnum. Ljóst sé þó að mark- aðurinn sé á leið í samdráttarskeið. „Öll svona áföll koma niður á íbúða- markaðnum. Sala á íbúðum minnkar í óvissu, þannig að það er mikilvægt að menn létti af þessari óvissu sem fyrst.“ Erfitt að spá fyrir um höggið Spurður hvort ástandinu nú sé hægt að líkja við bankahrunið árið 2008 kveðst Einar eiga erfitt með að segja til um það. Tíminn einn geti leitt það í ljós. „Ég get ekki svarað því hversu mikið höggið verður. Það er eitthvað til af íbúðum á lager sem ekki hafa selst og það dregur úr mönnum að halda áfram. Þá eru Airbnb-íbúðir líka að koma inn á markaðinn,“ segir Einar. Svipað er uppi á teningnum á sem- entsmarkaði að sögn Gunnars H. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar. Þá hafi samdráttur verið byrjaður áður en áhrifa kórónuveirunnar tók að gæta. „Þetta var byrjað áður og síðan hef- ur samdrátturinn haldið bara áfram, en það er ekki áberandi samdráttur vegna veirunnar. Í byggingariðnað- inum er hins vegar alltaf ákveðin seinkun,“ segir Gunnar, sem kveðst áhyggjufullur yfir stöðunni. „Maður hefur auðvitað áhyggjur almennt af efnahagslífinu. Ég er í sömu stöðu og allir aðrir en ég hef grun um að við séum að horfa á samdráttartímabil í eitt til tvö ár,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Steypusala hefur dregist nokkuð saman hér á landi á tímabili þegar hún er jafnan í miklum vexti. Erfitt að meta hversu þungt höggið verður  Samdráttarskeið í kortunum  Steypusala dregst saman Sú nýbreytni verður við lög- fræðideild Háskóla Íslaands að nem- endur á fyrsta ári sem sækja nám í áfanganum almenn lögfræði munu þreyta prófið í gegnum netið. Haf- steinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og um- sjónarmaður námskeiðsins segir að verið sé að bregðast við ástandinu vegna kórónuveirunnar og engu máli skipti þó að einhverjum höml- um um umgengni verði aflétt áður en sjúkrapróf fara fram, prófið verði þreytt á netinu. Áfanginn hefur alla jafna þótt þungur og notaður til þess að skilja að kjarnann frá hisminu. „Þetta er heimapróf. Nemendur hafa til þessa þurft að mæta með lagasafnið og kollinn en nú hefur það gögnin hjá sér,“ segir Hafsteinn. Notast er við forrit sem heitir in- spera og hafa nemendur fimm klukkustundir til að leysa prófið. „Forritið skammtar ákveðinn tíma til þess að leysa hvern hluta fyrir sig. Þannig að fólk nái ekki að fletta öllu upp,“ segir Hafsteinn. Hann segir að nemendur hafi 8 klukku- stunda glugga til að taka prófið. vidargudjons@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Lögberg Nemendur á fyrsta ári í lögfræði við Háskóla Íslands taka próf í al- mennri lögfræði á netinu í stað þess að mæta í eigin persónu til próftöku. Próftaka í almennri lögfræði á netinu  Fimm klukkustundir til próftöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.