Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
Vegna ástandsins sem ríkir hefurverið rætt um að Alþingi taki
ekki fyrir önnur
mál en þau sem
snúa að því að
bregðast við
kórónuveiru-
faraldrinum. Önn-
ur mál megi bíða.
Þetta er skiljanlegt. Þegar bráða-vanda ber að höndum þarf að
setja orkuna í að leysa hann en ekki
það sem má bíða.
Svo eru til mál sem jafnvel getaunnið gegn því markmiði að
koma hjólum atvinnulífsins aftur á
fulla ferð og þau ættu væntanlega
enn frekar en önnur að fá að bíða
þar til sér út úr augum í fárinu.
Eitt mál sem ætla má að falli í síð-astnefnda hópinn skaut upp
kollinum á vef þingsins á laugardag.
Þar er á ferðinni frumvarp umhverf-
isráðherra um breytingu á lögum
um loftslagsmál.
Frumvarpið snýr að innleiðingutveggja reglugerða frá ESB
vegna markmiða um losun frá 2021
til 2030 og snýr að landnotkun, iðn-
aði og flugsamgöngum svo nokkuð
sé nefnt.
Nú þegar framleiðsla og sam-göngur hafa fallið eða riða til
falls um alla Evrópu og víðar, þá
hljóta að vakna spurningar um slíkt
frumvarp. Til að mynda hljóta að
vakna efasemdir um að ríki ESB
hyggist láta slíkar reglur hefta end-
urreisnina þegar faraldrinum lýkur.
Telja íslenskir ráðamenn það lík-
legt?
Ætla Íslendingar að reisa at-vinnulífi sínu nýjar hömlur í
miðjum faraldri?
Er þetta tíminn
fyrir hertar reglur?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hátíðarhöld og samkomur á höfuð-
borgarsvæðinu verða blásnar af
sumardaginn fyrsta. Dagurinn verð-
ur hinn 23. apríl en byrjað verður að
slaka á aðgerðum vegna COVID-19
hinn 4. maí.
Sigurgeir Bjartur Þórisson, erind-
reki hjá Bandalagi íslenskra skáta,
segir að skátafélögin undirbúi nú
óhefðbundna dagskrá sem kæmi í
stað hinna almennu hátíðarhalda.
Hátíðarhöldin verði með öllu ein-
staklingsmiðaðri í ár. Hátíðarhöldin
hafa verið blásin af í Reykjavík,
Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi,
Akranesi, Mosfellsbæ og Akureyri í
það minnsta.
„Þetta er búið að vera mikil áskor-
un og það er mikil óvissa með við-
burði í sumar. Við viljum taka þátt í
að sýna ábyrgð og við kvörtum ekki.
Það er ekki við neinn að sakast að
þessi ákvörðun hafi verið tekin, hún
er skynsamleg,“ sagði Sigurgeir.
Hugmyndir um breytt hátíðarhöld
eru í gerjun hjá skátunum, svo sem
ratleiki og annað sem tryggir að
reglunni um 2 metra á milli manna sé
fylgt.
Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn
verða að hluta til rafræn og enn er
óljóst hvort þjóðhátíð fari fram í
Eyjum í ágúst næstkomandi.
veronika@mbl.is
Hátíðarhöld blásin af víðast hvar
Sumardeginum fyrsta verður fagnað
á óhefðbundinn hátt í samkomubanni
Ljósmynd/Árni Sæberg
Hátíð Sumardagurinn fyrsti verður
ekki með hefðbundnum hætti í ár.
Í Reykjavíkurprófastsdæmi tóku
prestar 1.726 viðtöl á fyrstu þremur
vikum samkomubannsins. Það eru að
meðaltali 82 viðtöl á dag. Pétur Mark-
an, samskiptastjóri Biskupsstofu,
segir að fólk leitist eftir sálrænum
stuðningi í auknum mæli á þessum
tímum.
Úrræðið varð til áður en kór-
ónuveirufaraldurinn hófst og hefur
staðið til boða í um tvö ár. Nýtingin
hefur sprungið út á undanförnum vik-
um. „Þá getur fólk farið inn á net-
kirkja.is og þar er prestur á vakt,“
sagði Pétur. Á síðunni er hægt að sjá
hvaða prestur er á vakt hverju sinni.
Útvarpsmessum er streymt frá
Laugarneskirkju, Vídalínskirkju og
Lindakirkju. Þær verða áfram út
samkomubannið að sögn Péturs. Þá
hafa helgistundir, sem er streymt
beint á Vísi fengið góðar viðtökur.
„Helgistundirnar eru mun vinsælli
en við gerðum okkur grein fyrir,“
sagði hann, en sunnudagaskóla hefur
einnig verið streymt á netinu með
góðum árangri.
„Með þessu kemur svolítið í ljós að
kirkjan er ákveðin kjölfesta í sál-
gæslu þjóðarinnar. Við tökum þess-
um hlutum sem gefnum en þeir eru
mikilvægir og það sannar sig á þess-
um tímum.
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur
við Laugarneskirkju, sá um helgi-
stund sem streymt var yfir hátíð-
arnar. „Það gekk rosalega vel, það
var mjög óvenjuleg og við fengum
mjög jákvæð viðbrögð frá kollegum
og þeim sem horfa á,“ segir Davíð og
hélt áfram:
„Þetta ástand hefur neytt presta í
að læra á og tileinka sér nýja tækni
og það hefur margt rosalega gott
komið út úr þessu,“ sagði Davíð.
82 prestaviðtöl á dag
í samkomubanni
Margir höfðu samband við presta á
fyrstu þremur vikum samkomubanns
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rafrænt Helgihald hefur farið fram
með óvenjulegum hætti.