Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
14. apríl 1968
Ísland sigrar Danmörku,
71:51, í öðrum leik sínum á
Norðurlanda-
móti karla
í körfuknattleik í
Laugardalshöll-
inni en liðið
hafði áður beðið
lægri hlut fyrir
Svíum. Kolbeinn
Pálsson skorar 18 stig fyrir Ís-
land og Þorsteinn Hall-
grímsson 14.
14. apríl 1981
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik sigrar Alsír,
72:70, í C-riðli Evrópukeppn-
innar í Sviss og hefur þar með
unnið þrjá af fjórum leikjum
sínum á mótinu. Torfi Magn-
ússon skorar 16 stig fyrir Ís-
land og Pétur Guðmundsson
15.
14. apríl 1982
Tveir Íslendingar eru áber-
andi í sínum liðum í franska
fótboltanum og sagt er frá því
að báðir hafi skorað sigur-
mark fyrir sitt lið um páskana.
Teitur Þórðarson tryggir
Lens mjög óvæntan 1:0 sigur
gegn Bordeaux á útivelli og
Karl Þórðarson skorar sig-
urmark Laval gegn Metz á
heimavelli, 1:0. Laval er í bar-
áttu um Evrópusæti en Lens í
harðri fallbaráttu.
14. apríl 1986
Þýskir fjölmiðlar greina frá
því að Bayern München, Bo-
russia Mönc-
hengladbach,
Köln og Bayer
Leverkusen ætli
öll að freista
þess að reyna
að kaupa einn
besta leikmann
þýska fótboltans, Ásgeir Sig-
urvinsson, af Stuttgart. Hann
er að ljúka þar sínu fjórða
tímabili, er kominn með 8
mörk í 31 leik í deildinni og er
í baráttu um Evrópusæti og
sigur í bikarkeppninni með
Stuttgart.
14. apríl 1996
Ísland hlýtur gullverðlaun á
alþjóðlegu handknattleiksmóti
karla í Kumamoto í Japan með
því að sigra Norðmenn, 29:24,
í úrslitaleik. Patrekur Jóhann-
esson skorar átta mörk og
Ólafur Stefánsson fimm. Sig-
urður Bjarnason er útnefndur
leikmaður mótsins og Þor-
björn Jensson þjálfari mótsins.
14. apríl 2001
„Þetta ferli allt hefur í raun
verið ótrúlegt ævintýri. Fyrir
um mánuði var
ég búin að af-
skrifa það að ég
ætti nokkra
möguleika,“
segir Margrét
Ólafsdóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu og leikmaður
Breiðabliks, við Morgunblaðið
eftir að hafa skrifað undir
samning við bandaríska at-
vinnuliðið Philadelphia
Charge.
14. apríl 2014
„Hjá mér er þetta stærsta
stundin á þjálfaraferlinum,
það er engin spurning,“ segir
Dagur Sigurðsson við
Morgunblaðið, eftir að hafa
stýrt Füchse Berlín til sigurs
gegn Flensburg, 22:21, í úr-
slitaleik þýsku bikarkeppn-
innar í handknattleik. Þetta er
fimmta tímabil Dags sem
þjálfari Berlínarliðsins.
Á ÞESSUM DEGI
UNGVERJALAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarna-
son gekk í raðir ungverska félagsins
Újpest frá Breiðabliki í júlí á síðasta
ári. Félagið, sem er staðsett í höfuð-
borginni Búdapest, er sögufrægt.
Újpest hefur tuttugu sinnum orðið
ungverskur meistari og tíu sinnum
bikarmeistari. Liðið varð ungversk-
ur meistari átta sinnum á áttunda
áratugnum og var stórveldi í ung-
verskri knattspyrnu.
Deildin í Ungverjalandi var stöðv-
uð í síðasta mánuði, eins og nánast
allar aðrar deildir Evrópu, og óvíst
hvort hún fari aftur af stað. Aron
eyðir því sem stendur miklum tíma
heima hjá sér, en reynir að láta sér
ekki leiðast.
Æfa í garðinum
„Það eru komnar fjórar vikur síð-
an æfingarnar hættu alveg. Eftir
það fórum við í sóttkví í tvær vikur
og fengum síðan prógramm frá lið-
inu sem við erum að fylgja. Við bú-
um nokkrir í liðinu á sama stað og
við höfum nýtt garðinn vel til að æfa.
Það hefur verið mjög gott veður síð-
ustu vikuna, svo maður fer út í
göngutúr og reynir að eyða tímanum
einhvern veginn svoleiðis. Svo hef ég
verið duglegur að elda líka. Maður
reynir að dúlla sér eitthvað til að
drepa tímann,“ sagði Aron við
Morgunblaðið.
Fyrir áramót var Aron í og úr
byrjunarliðinu til skiptis, en eftir
áramót hefur hann minna fengið að
spila. „Ég kom svolítið seint inn í
þetta á undirbúningstímabilinu og
byrjaði á bekknum en fékk að koma
inn á. Síðan fékk ég að byrja ein-
hverja leiki, en ég fékk aldrei nógu
marga byrjunarliðsleiki til að sanna
mig, en ég tók eiginlega þátt í öllum
leikjum fyrir áramót. Ég byrjaði síð-
ustu þrjá leiki fyrir jól, en eftir fríið
kom ég inn á í einum leik, en var síð-
an á bekknum í næsta og út úr hóp í
nokkrum leikjum. Áður en veiran
kom var þetta orðið frekar svart fyr-
ir mig hérna út tímabilið,“ viður-
kenndi Aron. Serbinn Nebojsa
Vignjevic er knattspyrnustjóri Új-
pest og hefur verið síðan 2013. Hann
mat það sem svo að Aron hefði feng-
ið næg tækifæri.
Ekki sammála þjálfaranum
„Þjálfaranum fannst hann hafa
gefið mér nægilega mörg tækifæri
en ég er ekki endilega sammála.
Mínúturnar hafa ekki verið brjál-
æðislega margar þótt ég hefi tekið
þátt í mörgum leikjum. Honum þótti
tækifærin nægilega mörg og ég
hefði ekki sýnt nægilega mikið. Ég
hefði auðvitað viljað gera betur, en
þetta er mitt fyrsta tímabil og þetta
getur tekið smátíma.“
Aron, sem er 24 ára gamall og lék
með ÍBV, Fram og Þrótti áður en
hann kom í Breiðablik í ársbyrjun
2017, er nokkuð sáttur með eigin
frammistöðu.
„Þegar ég skoða byrjunarliðsleiki
þá var ég eiginlega alltaf tekinn út af
á 50. eða 60. mínútu. Í þremur leikj-
um sem ég byrjaði var ég að spila vel
og mér leið mjög vel en svo var ég á
bekknum strax í næsta leik. Ég við-
urkenni að það voru einn til tveir
leikir þar sem ég var ekki góður, en
af þessum fimm byrjunarliðsleikjum
fannst mér ég spila vel í þremur en
svo var mér alltaf kippt út af og ég
komst í rauninni aldrei á flug. Ég hef
einu sinni spilað 90 mínútur og það
var í bikarnum. Ég skoraði tvö mörk
í þeim leik en var svo á bekknum í
næstu 2-3 leikjum,“ sagði Aron.
Einu tvö mörk hans fyrir liðið
komu gegn B-deildarliðinu Ajka í
bikarkeppninni í október. Alls hefur
hann leikið 16 deildarleiki á tíma-
bilinu, fimm í byrjunarliðinu, en
aldrei frá upphafi til enda. Liðið var í
níunda sæti deildarinnar, einu stigi
frá fallsæti, þegar leikjum hennar
var frestað en leiknar hafa verið 25
umferðir af 33.
Mikil varnarskylda kantmanna
Aron sýndi með Breiðabliki að
hann getur verið stórhættulegur
þegar hann fær boltann á kantinum
og er ófeiminn við að sækja á varn-
armenn. Hann fær færri tækifæri til
þess með Újpest. „Þjálfarinn krefst
þess að kantmennirnir sinni mikilli
varnarskyldu og bakverðirnir fara
mikið fram í svæðið. Þetta er öðru-
vísi en þetta var hjá Breiðabliki fyrir
mig sem kantmann,“ sagði Aron,
sem hefur ekki verið beðinn um að
taka á sig launalækkun, eins og leik-
menn fjölmargra félaga Evrópu.
„Ekki hingað til. Við fengum skila-
boð um að ekki yrði tekin ákvörðun
um það nema ef mótinu yrði aflýst.
Það hefur ekki verið umræða um
neina launalækkun, en það gæti
gerst, maður veit það ekki.“
Aron skrifaði undir fjögurra ára
samning við Újpest og gæti reynst
erfitt fyrir hann að skipta um félag
vegna þessa. Hann viðurkennir að
hann hafi verið að líta í kringum sig,
áður en kringumstæðurnar í heims-
fótboltanum breyttust verulega.
Gæti reynst erfitt að losna
„Þetta er fjögurra ára samningur
og áður en þetta ástand kom ætlaði
ég að skoða mína möguleika, hvort
sem það væri á Norðurlöndunum
eða heima á Íslandi. Ég var að fara
að skoða þau mál en núna veit maður
ekki hvernig þetta þróast næstu vik-
urnar. Það gæti reynst erfitt að
losna en það er undir eigandanum
komið hvernig þau mál eru. Það
væri eflaust hægt að finna einhverja
lausn á þessu, en ég er ekki alveg
búinn að gefa þetta upp á bátinn
hérna. Það fer svolítið eftir því
hvernig þetta þróast næstu vikur,“
sagði hann.
Aron hefur fundið fyrir ein-
hverjum áhuga frá öðrum félögum,
en á þessum tímapunkti er það ekki
komið langt á veg. „Það voru ein-
hverjar smáviðræður en í rauninni
ekkert til að segja frá. Þetta voru
fyrirspurnir um hver staðan á mér
væri, en ekkert meira en það,“ sagði
Aron Bjarnason.
Orðið frekar
svart áður en
veiran kom
Aron Bjarnason í erfiðri baráttu hjá
Újpest Veit ekki hvernig málin
þróast en farinn að líta í kringum sig
Ljósmynd/Újpest
Ungverjaland Aron Bjarnason á fullri ferð með Újpest gegn Féhervár í
deildinni fyrr á þessu ári. Hann hefur leikið 16 deildaleiki í vetur.
Harry Kane, landsliðsfyrirliði Eng-
lands í fótbolta og leikmaður Tott-
enham, er ekki til sölu hjá enska fé-
laginu. Kane hefur verið orðaður
við mörg stærstu félög Evrópu und-
anfarnar vikur en Daniel Levy,
stjórnarformaður Tottenham, hef-
ur lítinn áhuga á að selja framherj-
ann, jafnvel þótt félög eins og Real
Madrid væru reiðubúin að greiða
meira en 100 milljónir evra fyrir
þjónustu hans. Kane sagði sjálfur í
viðtali á dögunum að hann væri op-
inn fyrir því að spila fyrir annað fé-
lag.
Landsliðsfyrirlið-
inn ekki til sölu
AFP
Fyrirliði Harry Kane er fyrirliði
enska landsliðsins í knattspyrnu.
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario
Balotelli er væntanlega á leið til
Galatasaray í Tyrklandi eftir eitt
tímabil með Brescia í heimaland-
inu. Balotelli gekk í raðir Brescia
frá Marseille í sumar og hefur skor-
að fimm mörk í nítján leikjum á
tímabilinu. Er Brescia níu stigum
frá öruggu sæti í A-deildinni, en
Birkir Bjarnason leikur einnig með
liðinu. Football-Italia greinir frá
því að Balotelli muni gera tveggja
ára samning við Galatasaray en
hann hefur leikið 36 landsleiki og
skoraði í þeim 14 mörk.
Balotelli á leiðinni
til Tyrklands
AFP
Ítalía Mario Balotelli stoppar líkleg-
ast stutt við heima á Ítalíu.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ólíklegt er að Íslandsmótið í
knattspyrnu fari af stað í maí-
mánuði eins og upphaflega var
stefnt að. Mótið átti að hefjast eftir
átta daga, með leik Vals og KR í
karlaflokki miðvikudagskvöldið 22.
apríl og síðan áttu fimm leikir að
fara fram sumardaginn fyrsta.
Keppni í úrvalsdeild kvenna átti
síðan að hefjast átta dögum síðar.
Þegar samkomubannið var sett á
í marsmánuði vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar var upphafi Íslands-
mótsins frestað fram í miðjan maí.
Eftir ummæli Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis á blaðamanna-
fundi almannavarna á laugardag-
inn um varúðarráðstafanir langt
fram eftir þessu ári vöknuðu spurn-
ingar um hvenær keppni í íþróttum
gæti farið af stað á árinu og hvort
Íslandsmótið 2020 í fótbolta væri
jafnvel í hættu.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ,
sagði í kjölfarið við mbl.is að það
væri „næsta víst“ að Íslandsmótinu
yrði frestað lengur en fram í miðjan
maí en að knattspyrnuforystan
myndi vita meira eftir fundahöld
með yfirvöldum í vikunni.
Í gær skýrði Þórólfur frá því að
hann hefði sent Svandísi Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra
minnisblað með tillögum um hvaða
skref skuli tekin í afléttingu að-
gerða, svo sem samkomubanns, eft-
ir 4. maí. Ráðherra mun vænt-
anlega tilkynna á næstu dögum
hvernig staðið verði að því og þá
mun staðan skýrast betur, bæði
hvað varðar Íslandsmótið í fótbolta
og aðrar sumargreinar eins og
frjálsíþróttir og golf en óðum stytt-
ist í að tímabilin í þeim ættu einnig
að hefjast.
Framkvæmd afléttingar á samkomubanni skýrir stöðuna