Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S tór hluti af starfinu er fjar- skiptasamskipti á miðum og landinu. Í talstöðvar- samskiptum við skip er mik- ið verið að taka á móti útmeldingum skipa þegar þau halda til hafs. Þó svo að við notumst ennþá við gamla strandstöðvafyrirkomulagið sinnum við hlustvörslu fyrir allt landið og öllum skipum er svarað úr Skógar- hlíðinni. Því er oft talsverður hama- gangur á hóli, sérstaklega á strand- veiðinni þegar skipin leggja flest úr höfn á svipuðum tíma. Þá getum við verið með nokkur skip að kalla á sama tíma, hvert úr sínum lands- hlutanum. Þeir heyra ekki hver í öðrum á milli landshluta, en við heyrum í öllum sendum,“ segir Hall- björg Erla og bætir við að hver dag- ur sé óútreiknanlegur og nýjar áskoranir og ný viðfangsverkefni bætist við á degi hverjum. „Annað sem er stór þáttur í okkar starfi er ferilvöktun skipa. Feril- vöktun felur í sér að ganga úr skugga um að skip séu ofansjávar og allt í góðu. Flest skip senda frá sér staðsetningu í gegnum sjálfvirkan staðsetningarbúnað en önnur færum við handvirkt inn í vöktunarkerfið. Ef einhverra hluta vegna þetta sjálf- virka merki skilar sér ekki inn í kerf- in til okkar á réttum tíma þurfum við því að hafa samband við skipið og grennslast fyrir um það. Stundum náum við ekki sambandi við skipið í gegnum talstöð eða síma og þurfum því oft að fara alls konar krókaleiðir, jafnvel í mikla rannsóknarvinnu, til að ná sambandi. En tíminn tikkar hratt í þessu og ef okkur tekst ekki að ná sambandi við skipið innan hálf- tíma þurfum við að ræsa út leit og björgun,“ útskýrir hún. Mikilvægur milliliður Forgangsmálin sem rata inn á borð stjórnstöðvarinnar eru yfirleitt þess eðlis að mannslíf sé í hættu eða gæti orðið það, að sögn Hallbjargar Erlu. „Því þarf oft að hafa hraðar hendur og leysa málin hratt og örugglega.“ Þá segir hún dæmi um slík tilfelli vera þyrluútköll, móttöku og úr- vinnslu neyðarskeyta skipa og flug- véla eða skipskaða. „Í þyrluútköllum er stjórnstöðin milligönguliður á milli vettvangs og þyrlu annars veg- ar og spítala og þyrlu hins vegar. Í þyrluútköllum er ýmislegt sem þarf að hugsa fyrir og leysa úr í samráði við þyrluáhöfnina. Við upplýsum þyrluna til dæmis um staðsetningu og veður, pöntum neyðarblóð úr blóðbankanum og fleira.“ Engin banaslys hafa orðið á sjó síðastliðin þrjú ár og segir Hallbjörg Erla það fræðslu og skjótum og góð- um viðbrögðum að þakka. „Við segj- um oft á stjórnstöðinni að öflugasta björgunartækið séu sjómennirnir sjálfir, en það er mikill styrkur fólg- inn í því fyrir sjófarendur að vita hver af öðrum þegar á þarf að halda og reiða sig á. Sjómenn eru yfirleitt boðnir og búnir að bjóða fram aðstoð sína ef svipast þarf um eftir skipi sem við náum ekki sambandi við eða aðstoða á einn eða annan hátt,“ út- skýrir hún og vísar meðal annars til þess að sjómenn hafi verið mikil- vægur viðbragðsaðili þegar Blíða SH sökk í Breiðafirði, „en þá varð mannbjörg þegar þremur skipverj- um var bjargað yfir í Leyni SH“. Óhjákvæmilegt að upplifa tilfinningaflökt Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að gengið hefur yfir landið veru- legt óveður unadanfarna mánuði og þrátt fyrir að færri hafi verið á sjó þegar versta veðrið herjaði var nóg um að vera hjá starfsmönnum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að sögn Hallbjargar Erlu. „Það voru aðrar áskoranir sem við þurftum að takast á við. Sem dæmi má nefna að fleiri slys um borð í erlendum flutn- ingaskipum komu inn á borð til okk- ar með oft tilheyrandi tungumála- örðugleikum. Eitt atvik er mér minnisstætt, en þá höfðu tveir áhafnarmeðlimir erlends flutninga- skips slasast um borð. Skipstjórinn talaði enga ensku, en notaðist við þýðingaforrit sem hann gat stuðst við og gert sig nokkuð skiljanlegan í bréfaskriftum við okkur. Þyrlulækn- irinn kom niður á stöð til okkar og náði með mikilli fyrirhöfn og aðstoð túlks að átta sig á stöðu mála í gegn- um síma. Eins áttum við í miklu samstarfi við varðskipið Þór þegar það stóð í ströngu fyrir norðan og á Vest- fjörðum í óveðursbylgjunum sem gengu yfir í vetur. Ég var einmitt á vaktinni kvöldið sem snjóflóðin féllu á Flateyri og á Súgandafirði. Fólk í þessu er mannlegt og ég allavega missti mig af hamingju að heyra í talstöðinni þegar björgunarsveitin fann stelpuna á lífi og hugsaði til þess hvað við erum heppin að eiga svona gott almannavarnateymi á Ís- landi.“ Þrátt fyrir mikið álag tekst að halda jákvæðum anda á vinnustaðn- um segir Hallbjörg Erla. „Það er óhjákvæmilegt í þessu starfi að upp- lifa tilfinningaflökt, bæði þegar vel gengur og eins í þeim málum sem lýkur ekki eins og við óskuðum. […] Það eru miklir húmoristar sem starfa á stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og veit ég stundum ekki hvort ég er í vinnunni eða á miðri uppi- standssýningu, en hlátur er einmitt nauðsynlegur til að takast á við álag.“ Fyrsta fastráðna konan Það var eiginlega tilviljun að Hall- björg Erla hóf störf hjá Landhelg- isgæslunni að eigin sögn, en hún er fyrsta fastráðna konan í stjórnstöð- inni frá stofnun hennar árið 1951. „Ég hef lengi haft áhuga á Land- helgisgæslunni og því góða starfi sem hún sinnir. Þar get ég nýtt skip- stjórnarmenntunina og áhugann á siglingum og sjávarútvegi. En ég er þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessu öfluga og samheldna teymi. Að 10. bekk loknum bauðst krökkum tækifæri um skeið til að sækja um sem varðskipsnemar og fara einn túr með varðskipi sumarið eftir. Ég sendi inn umsókn þar sem ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ætti við mig. Ef fólk hefur áhuga á siglingum, sjávarútvegi og leit og björgun mæli ég hiklaust með þessu og sér- staklega fyrir konur að víkka sjón- deildarhringinn og sjá hvar tækifær- in liggja. […] Mín reynsla er sú að fólk sem hefur ekkert vit á sigl- ingum eða sjómennsku annað en sín- ar staðalmyndir sé oft fordómafyllra en sjómennirnir sjálfir. Við megum bara ekki láta það slá okkur út af laginu.“ Öflugasta björgunartækið sjómennirnir sjálfir Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sinnir skipulagningu leitar- og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og samhæfingu framkvæmdar leitar- og björgunaraðgerða. Þar er gefandi og krefjandi að starfa, segir Hallbörg Erla Fjeldsted varðstjóri. Morgunblaðið/Eggert Hallbjörg Erla kveðst ánægð með að geta nýtt skipstjórnarmenntunina og áhugann á siglingum og sjómennsku í starfi. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að var skyndihugdetta sem varð til þess að Gígja Vil- hjálmsdóttir sótti um starf háseta umborð í Tý, varðskipi Landhelgisgæslu Íslands. „Mig lang- aði að prófa eitthvað alveg nýtt. Ég fékk frí úr vinnu á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem ég starfaði áður, og fékk tækifæri til að leysa af sem háseti í einni ferð. Eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Gígja. „Þetta er æði. Frábært frá a til ö og kemur skemmtilega á óvart,“ svarar hún er hún er spurð hvernig henni lík- ar starfið. Gígja segir það ekki hafa tekið neinn tíma að venjast lífinu á sjó. „Mín reynsla af sjómennsku var áður bundin við það að liggja í fósturstell- ingu í Herjólfi og vilja deyja. Þannig að fólki fannst þetta mjög sérstök hugmynd hjá mér að láta á þetta reyna þar sem ég er manneskja sem verð veik í tívolítæki. En um leið og ég kom og labbaði um borð í Tý fékk ég strax tilfinningu fyrir því að hér á ég að vera,“ segir hún og hlær. Hún kveðst ekki upplifa mikla sjó- veiki en viðurkennir þó að það hafa komið upp aðstæður sem gefur smá ugg. „En ekkert sem hefur háð mér eða ég hef fundið mikið fyrir. Á fyrsta túrnum og eftir fyrsta túrinn þá var enginn af þeim um borð, fjöl- skyldu eða vinum sem spurðu hvort þetta væri gaman eða hvernig gekk. Það var bara spurt hvort ég varð sjó- veik, það var eina spurningin sem ég fékk.“ Mælir eindregið með starfinu Er blaðamður spyr hvort þetta sé ekki starf sem hún mæli með að fleiri prófi svarar Gígja tvímælalaust: „Al- gjörlega! Um að gera.“ Þá sé mikill kostur við starfið hversu fjölbreytt það er. „Í hásetastarfinu erum við að gera allan fjandann, það er enginn copy/paste dagur eftir dag. Og líka að fara úr þessari stöðluðu stelpu- ímynd er mjög gott. […] En það er svolítið skrýtið að þurfa að vera lengi í burtu í einu, sérstaklega þegar ferðirnar lengjast óvænt og verða fimm vikur í stað þriggja. Þá skiptir miklu máli að eiga góða að og þar er ég svo sannarlega heppin. Ég á frá- bæran kærasta og mögnuð börn sem bíða manns heima.“ Eina eftirsjá hennar er að hafa ekki farið í starfið tuttugu árum fyrr. Hásetinn er kannski óvenjulegur fyrir þær sakir að búa yfir þekkingu sem er ekki algeng meðal áhafn- armeðlima Landhelgisgæslunnar, en hún er lærður jógakennari bæði á sviði kundalínijóga og hot jóga. Þekking sem kemur að góðum not- um enda hikar Gígja ekki við að fá áhöfnina með sér í jógaæfingar um borð. Áhöfn í stellingum „Þetta hefur gengið lýgilega vel. Þeir eru ótrúlega hlýðin og þægileg við- angsefni, jákvæðir og opnir fyrir þessu. Það er oft gaman hjá okkur og við erum að prófa nýja hluti,“ segir Gígja og . Það er samt ekki sjálfgefið að allar jógastellingar henti að- stæðum um borð, að sögn hennar. „Það er svolítið erfitt að prófa hvað sem er vegna aðstöðu og búnaðar er- um við svolítið takmarkað hvað við getum gert. […] Jafnvægisstell- ingar, við erum ekkert alltof mikið að taka þær fyrir. En við reynum ýmis- legt og það endar nú bara á því að við hlæjum yfirleitt,“ útskýrir hún og hlær. Æfingarnar hafa lífgað ræki- lega upp á tilveruna bæði fyrir lík- ama og sál, að sögn Gígju sem segir uppátækið ekki hafa mætt neinum mótþróa af hálfu kolleganna. „Þetta eflir líka samveruna og er mjög hóp- efli hér innanborðs. Og allir duglegir að mæta, hvort sem það eru gömlu steingervingarnir eða hinir yngri.“ Spurð hvernig hún lýsir andanum um borð svarar Gígja: „Það er alveg yndislegt að vera hérna og kemur á óvart. Það er pínu eins og að vera á ættarmóti. Það eru allar tegundir af frændunum, en þetta er fjölskyldan þín. […] Það eru allir dásamlegir á sinn hátt.“ „Það eru allir dásamlegir á sinn hátt“ Það er kannski ekki oft sem áhafnir leggja fyrir sig jóga, en það er ekk- ert val þegar jógakenn- ari er um borð. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Áhöfnin hefur tekið vel í jógaæfingarnar, enda mjög hlýðin.Gígja fann strax að hún væri á réttum stað þegar hún steig um borð í Tý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.