Morgunblaðið - 07.04.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.04.2020, Qupperneq 20
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is M arkaðssérfræðingarnir hjá Sea Data Center hafa haft í nógu að snú- ast að undanförnu og kom aukinn kraftur í starfsemina snemma á síðasta ári þegar norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech Systems eignaðist helm- ingshlut í þessu merkilega ís- lenska sprotafyrirtæki. Viðskipta- vinahópurinn stækkar jafnt og þétt og segir Anna Björk Theo- dórsdóttir framkvæmdastjóri að ný lausn, sem byggist á gagn- virkum skýrslum, hafi vakið tölu- verða lukku. „Við öflum gagna úr ýmsum átt- um og söfnum saman í gagna- grunn til frekari úrvinnslu. Þar geta viðskiptavinir okkar rýnt í gögnin í notendavænu umhverfi, og notað til að búa til eigin skýrslur sem uppfærast sjálfkrafa með nýjustu tölum. Þessar skýrslur hjálpa sjávarútvegsfyrir- tækjum að vakta mun betur stöð- una í sínu rekstrarumhverfi, og auðveldar þeim að safna á einn stað upplýsingum á borð við hve mikið er búið að veiða af kvóta til- tekinnar tegundar; hve mikil sala hefur verið á ferskum flökum inn á tiltekinn markað; eða hvernig verð á íslenskum makríl er í sam- anaburði við færeyskan,“ útskýrir Anna Björk. „Gagnvirkar skýrslur þarf ekki að uppfæra handvirkt fyrir hvern fund, og auðvelda þær fyrirtækjum upplýsta og gagna- drifna ákvarðanatöku.“ Gagnasafnið hefur vaxið hratt og nýtir Sea Data Center í dag gögn frá Íslandi, Noregi, Fær- eyjum, öllu Evrópusambandinu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkj- unum og nú síðast bættist Síle við. Er þess vandlega gætt við inn- skráningu og úrvinnslu að not- endur geti leikið með gögnin á alla mögulega vegu, og með nokkrum músarsmellum fengið góða yfirsýn yfir annars mjög flókinn alþjóð- legan markað. Kallar á aðlögunarfærni Óhætt er að segja að kórónuveiru- faraldurinn hafi aukið flækjustigið í viðskiptum með sjávarafurðir og sýna gögnin það svart á hvítu. „Ís- lenskir framleiðendur selja tölu- vert minna magn af fiski úr landi og eru áhrif faraldursins að koma hvað sterkast fram á mörkuðum með ferskar sjávarafurðir sem sumir eru hreinlega að lokast um þessar mundir. Þannig hefur rösk- un á flugi t.d. valdið miklum erf- iðleikum við að selja fisk til Bandaríkjanna sem eru t.d. stór markaður fyrir fersk þorskflök,“ segir Anna Björk. Herma nýjustu fréttir að út- flytjendum sé þó að takast, með erfiðismunum, að koma ferskum fiski til kaupenda, þó að ekki sé lengur hægt að flytja vöruna með farþegaflugi eins og áður, og blessunarlega virðast þjóðir heims leggja sig fram við að tryggja að flutningar matvæla raskist sem minnst. „En þá situr samt eftir það stóra vandamál að hótel og veitingastaðir, sem eru einhverjir mikilvægustu kaupendur ferskra íslenskra hágæða sjávarafurða hafa meira og minna lokað á með- an faraldurinn gengur yfir. Hafa margar útgerðir gripið til þess ráðs að gera breytingar á fram- leiðslu sinni, draga úr framboði á ferskum fiski en framleiða í stað- inn saltaðar eða frystar afurðir. Það gæti síðan haft áhrif á verð- þróun seinna meir á mörkuðum eins og Spáni og Portúgal þar sem mest er selt af íslenskum salt- fiski.“ Neytendur vilja fiskinn sinn Enginn veit með vissu hversu lengi þetta óvenjulega ástand var- ir, og hvenær t.d. veitingahúsa- og hótelgeirinn kemst aftur í samt horf. „Við eigum líka eftir að sjá betur hvernig faraldurinn hefur áhrif á hegðunarmynstur fólks og með hvaða hætti framleiðendur og seljendur geta nýtt þau tækifæri sem skapast,“ segir Anna Björk og bendir á að þó markaðurinn hafi raskast þá vilji fólk áfram borða fisk. Má jafnvel vænta þess að neytendur muni vilja auka fisk- neyslu sína enda sjávarafurðir mikilvægur hluti af hollu mat- aræði. „Bæði til skamms tíma og til lengri tíma má vænta töluverðs vaxtar í netverslun og heimsend- ingu á matvælum og fylgja því tækifæri sem íslenskir framleið- endur ættu að skoða. Gildir þar að hafa sem besta yfirsýn yfir mark- aðinn með góðum gögnum, frekar en að byggja ákvarðanir á ein- hvers konar tilfinningu fyrir þró- uninni.“ Tímasetning kórónuveirufarald- ursins er að sumu leyti heppileg fyrir sjávarútveginn. Núna er sá tími árs sem Norðmenn eru hvað duglegastir að dæla bolfiski inn á markað og íslenskar útgerðir nokkuð vel í stakk búnar til að halda að sér höndum um skeið, og bíða átekta. Anna segir greinina öllu vana þegar kemur að sveiflum og röskunum, og íslenskur sjávar- útvegur hafi ágætis svigrúm til að þróa nýja ferla til að aðlaga fram- leiðsluna betur nýjum aðstæðum. „Það gæti t.d. falist í því að breyta því hvernig vinnan er skipulögð í fiskvinnslunum, og leggja áherslu á þær vörur þar sem mannshöndin þarf minnst að koma nærri. Veit ég að í Noregi eru sumar fisk- vinnslur þegar búnar að grípa til þess ráðs að draga úr t.d. fram- leiðslu á fiski í raspi og ferskum fiski í neytendaumbúðum, og í staðinn leggja áherslu á frystar vörur.“ Mikilvægt að hafa góða yfirsýn á óvissutímum Íslenskur sjávarútvegur ætti að hafa ágætis svigrúm til að aðlagast þeim breytingum sem orðið hafa á mörkuðum vegna kórónuveiru- faraldursins. Morgunblaðið/Eggert Anna Björk segir að aukin framleiðsla frystra og saltaðra afurða, og minnkað framboð á ferskum fiski, geti haft áhrif á verðþróun í löndum eins og Spáni og Portúgal. Kórónuveirufaraldurinn hefur hrist rækilega upp í sjávarafurðamarkaðinum. 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.