Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 MORGUNBLAÐIÐ 21 Við stuðlum að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Nautic óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. Ármúli 1 | 108 Reykjavik | Iceland | +354 540 0515 | www.nautic.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ örunganýting og -framleiðsla hefur vaxið hröðum skrefum á heimsvísu og nam hún um 36 milljónum tonna árið 2018. Þari er nú talinn meðal þeirra sjáv- arauðlinda sem hafa mest tækifæri til vaxtar á heimsvísu. Að mati Hafrann- sóknastofnunar er árleg frumfram- leiðsla plöntusvifs innan 200 mílna lög- sögu Íslands um einn milljarður tonna,“ segir í nýrri greiningu Ís- lenska sjávarklasans. Þá er talið að Ís- land geti skapað sér sess á meðal for- ystuþjóða í fullnýtingu þara með því að auka fjárfestingar og rannsóknar- styrki á sviði nýtingar þaraskóga. Mörg dæmi eru nú þegar til staðar um fyrirtæki og starfsemi sem nýtir þörunga á Íslandi. Hins vegar hafa þessi fyrirtæki ekki verið kortlögð með heildrænum hætti áður, en Sjávarklas- inn hóf slíka vinnu í febrúar. Sam- kvæmt gögnum Sjávarklasans nýta 15 fyrirtæki á Íslandi þara á einhvern hátt og velta þeirra sem tengist þara er áætluð um 5 milljarðar króna á árinu 2019. Elsta fyrirtækið í þessari grein er þörungasmiðjan Thorverk á Reykhólum sem framleiðir gæðamjöl úr þara og þangi. Þá segir að „mörg minni fyrirtæki séu að framleiða ýmis matvæli og krydd úr þara. Þau fyrirtæki sem hafa nýtt þara á þennan hátt eru Fisher- man, Saltverk, Íslensk hollusta og Sea- weed Iceland“. Jafnframt eru til fyrir- tæki sem hafa notað þara frá Thorverk í gerð húð- og heilsuvara og eru þar nefnd Algae náttúra, Taramar og Zeto. Auk þess hefur Marinox þróað húðvörur úr lífvirkum efnum úr þara. Vannýtt tækifæri Er rýnt er í staðsetningu fyrirtækj- anna sem nýta þara og þang er áber- andi að flest þeirra eru á vesturhluta landsins. Það „kann að skýrast að hluta af staðsetningu Thorverk á Reykhólum en fyrirtækið hefur verið mjög jákvætt fyrir samvinnu við ný- sköpunarfyrirtæki. Þá kann að vera að staðsetning rannsókna- og þróunar- stofnana á þessu sviði á suðvestur- horninu hafi einnig áhrif,“ segir í greiningunni. Í ljósi þess að þaraskóga sé að finna alls staðar við landið er engin sérstök ástæða til þess að halda að aðrir landshlutar geti ekki nýtt þau tækifæri sem felast í þaranum, að því er fram kemur í greiningunni og er tal- ið að tækifæri í nýtingu í öðrum lands- hlutum séu vannýtt. Meðal annars er vísað til þess að rannsóknir sýna að úrgangur úr eldis- fiski geti nýst þara til vaxtar auk þess sem þarinn geti síðan verið hluti af fæðu fyrir eldisfisk. „Þannig geta þarategundir orðið mikilvæg forsenda lokaðra kerfa í fiskeldi sem hafa engin neikvæð áhrif á umhverfið.“ Hvatning til stjórnvalda Ísland er talið vera á byrjunarstigi hvað varðar nýsköpun og rekstur er tengist þara, en á sama tíma er ný- sköpun hvaða varðar þróun á heilsu- efnum og lífvirkum efnum úr afurðinni sögð vera komin fram úr þróuninni í mörgum nágrannaríkjum Íslands. „Sjávarklasinn hvetur til þess að stjórnvöld skoði sérstaklega hvernig efla megi nýtingu þara og þangs hér við land og hvernig rannsóknar- og styrkjaumhverfið, menntastofnanir og eftirlits- og reglugerðarumhverfið geti hlúð sem best að skynsamlegri nýt- ingu þaraskóga hér við land. Með því að fjárfesta í menntun, rannsóknum og frumkvöðlafyrirtækjum á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þara.“ Ísland gæti orðið fremst í fullnýtingu þara Tækifæri leynast í þangi og þara. Rætt hefur verið þó nokkuð um þau tækifæri sem geta leynst í notkun þara. Hafa þegar 15 fyrirtæki á Íslandi nýtt þara með einhverjum hætti og var samanlögð velta þeirra um fimm milljarðar króna á árinu 2019. „Aðallega finnst mér skemmtilegt hvað þetta er fjölbreytt nám og hvað það eru mörg tækifæri eftir það. Við lærum mikið um raunvísindi, viðskiptafræði og sjávarútvegs- fræði,“ svarar Sæ- rún Anna Brynj- arsdóttir, nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri, spurð hvað hafi hvatt hana í námið. Hún kveðst einnig ánægð með það hversu blandað námið er milli bók- náms og náms á rannsóknastofum og heimsókna í fyrirtæki. Aðsókn hefur aukist mikið í sjávar- útvegsfræðina á undanförnum árum og er óneitanlega forvitnilegt að vita hvað það er sem eykur vinsældir fags- ins meðal ungra Íslendinga. Særún Anna vill hins vegar ekkert fullyrða um þau mál þar sem áhuginn getur verið mjög einstaklingsbundinn, en segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að kynna námið. „Kennarar og stjórnendur hafa verið mjög metnaðarfullir að koma þessu á framfæri.“ Hvað hana sjálfa varðar segist hún lengi hafa haft áhuga á sjávarútvegi. „Pabbi minn var um tíma sjómaður, þannig að ég hef alltaf verið í kringum þetta, og svo er ég frá Húsavík, sem er mikil sjávarútvegs- bær.“ Eins og í öðru háskólanámi hefur hlutfall kvenna hækkað meðal nem- enda í sjávarútvegsfræðinni og eru í ár- gangi Særúnar Önnu 20 nemendur, 12 konur og átta karlar. „Þetta kemur mörgum á óvart, ég fæ eiginlega alltaf spurninguna hvort það þurfi ekki að koma fleiri stelpur í þetta nám, því það halda allir að það séu miklu fleiri karlar. Þetta er mjög skemmtileg þró- un.“ Þá hvetur hún sem flesta til þess að kynna sér þetta fjölbreytta nám og ekki skemmi fyrir að skemmtilegast sé í nemendafélaginu Stafnbúa, félagi nemenda í auðlindafræði, sem er virk- asta félagið í skólanum að mati Særún- ar Önnu en það vill svo til að hún er for- seti þess. gso@mbl.is Sjávarútvegsfræðin við Háskólann á Akureyri virðist verða sífellt vinsælli. Mörg tækifæri fylgja sjávarútvegsfræðinni Særún Anna Brynjarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.