Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 22
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S tarf Fisktækniskóla Íslands hefur verið í örri þróun allt frá stofnun og er þar stöð- ugt leitað leiða til að auka námsframboðið í takt við óskir nem- enda og þarfir atvinnulífsins. Undirbúningsfélag um fisktækni- nám var stofnað formlega hinn 16. mars 2009 eftir þriggja ára undir- búning en félagið er í eigu Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, fræðsluaðila á Suðurnesjum auk stéttarfélaga og fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu. Tilraunakennsla í sjávarútvegs- tengdum greinum fyrir ungt at- vinnulaust fólk á Suðurnesjum hófst árið 2009 og var það gert í samstarfi við Vinnumálastofnun. Skólinn fékk formlegt leyfi sem framhaldsskóli 2012 og hefur starf- semin farið vaxandi síðan. Ásdís Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Fistækniskólanum, útskýrir hvernig námið er uppbyggt: „Meginnámið er tveggja ára grun- nám þar sem skiptast á bóklegar og verklegar annir og nemendur læra bæði kjarnafög á framhaldsskóla- stigi og sérfög tengd sjávarútvegi. Á þriðja ári skiptist námið síðan í nokkrar sérbrautir sem kenndar eru í samvinnu við Matvælaskóla Sýnis, Marel, Háskólann á Hólum og ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi. Eru þrjár brautir í boði í augnablik- inu: fiskeldi, gæðastjórnun og Mar- el vinnslutækni.“ Grunnámið er upplagt fyrir þá sem skortir menntun á framhalds- skólastigi og hægt að bæta við það nám til að ljúka stúdentsprófi. Sér- brautirnar eru opnar öllum sem fullnægja kröfum skólans og segir Ásdís að margir sjái þetta stutta en hnitmiðaða viðbótarnám sem góða leið til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaði. „Sérnámið nýtist ekki bara þeim sem vinna hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum og höfum við t.d. fengið til okkar nemendur í gæðastjórnunarnámið sem ganga í störf í hótel- eða veitingageira, kjöt- eða matvælageira eða hvar sem matvæli koma við sögu og miklu skiptir að rétt sé staðið að gæða- og öryggismálum,“ útskýrir Ásdís. Hún minnir á að það eigi við um marga sem hafa áhuga á að mennta sig hjá Fisktækniskólanum að þeir geta stytt námstímann með raun- færnimati, en frá árinu 2015 hafa um 460 manns hafa fengið raun- færnimat í gegnum Fisktækniskól- ann. Skólinn er til húsa í Grindavík og hægt að sinna náminu ýmist í skólastofu eða í gegnum fjar- kennslubúnað, og þá ýmist að nem- endur geta verið við tölvuna heima hjá sér eða nýtt aðstöðuna hjá fræðslusetrum um allt land. Greiðir leiðina að góðum störfum Ánægjulegt er að sjá hve mikill áhugi er á náminu og segir Ásdís að nemendurnir sjái bæði hve mörg góð atvinnutækifæri bíða þeirra í bláa hagkerfinu, en einnig að störf- in í sjávarútvegi eru að breytast og kalla á aukna menntun og sérhæf- ingu. „Sá búnaður sem notaður er í greininni er orðinn svo fullkominn að greinin gerir í vaxandi mæli þá kröfu til starfsfólks að það hafi ágætis tæknilegan grunn, og hefur flökunarhnífurinn vikið fyrir spjaldtölvunni.“ Þá hefur komið í ljós að nám hjá Fisktækniskólanum opnar fólki dyr innan greinarinnar. Segir Ásdís að nú til dags sé ekki endilega að því hlaupið fyrir ófaglærða og óreynda að fá störf í sjávarútvegi eða fisk- eldi en í gegnum námið hjá Fisk- tækniskólanum – og ekki síst í gegnum faglegu kennsluna – eru nemendur Fisktækniskólans að ná ágætis fótfestu í greininni og al- gengt að þeirra bíði freistandi at- vinnutilboð við útskrift. „Verklegi hlutinn er ekki launaður, enda um eiginlegt nám að ræða, og á fyrstu önninni felst verknámið einkum í að heimsækja fyrirtæki og öðlast góð- an skilning á hvernig þau starfa. Á seinni verklegu önninni fá nemend- urnir að sýna betur hvað í þeim býr og oft að fyrirtækin sem hafa nem- endurna hjá sér í starfsnámi falast eftir að ráða þá til vinnu.“ Fjölhæfir starfskraftar Nú er unnið að því að bæta við tveimur nýjum sérbrautum svo að í heildina verða sjö brautir í boði. Annars vegar er um að ræða vinnslutæknibraut, sem hefur það að markmiði að þjálfa fólk til starfa við viðhald og stillingar á mismun- andi fiskvinnsluvélum, svo sem hausara-, flökunar- og roðvélar. „Þessi braut er góð viðbót við náms- braut okkar í Marel-vinnslutækni – enda miklar breytingar nú í vinnslu til að mæta aukunum kröfum fyrir- tækja um nýtingu sjávarafurða,“ segir Ásdís. „Hins vegar er náms- braut þróuð í samvinnu við Sjávar- klasann þar sem nemendur fá góð- an grunn fyrir sjávarútvegstengda nýsköpun.“ Fiskvinnsluvéla-brautin ætti að gera nemendur að mjög fjölhæfum og eftirsóknarverðum starfs- kröftum bæði á sjó og landi, en ný- sköpunar-brautin undirbýr nem- endur fyrir þær áskoranir sem fylgja nýsköpun og stofnun sprota- fyrirtækja. Ásdís minnir á að sér- brautirnar séu opnar bæði þeim sem hafa lokið grunnnámi fisk- tækniskólans og eins þeim sem hafa menntað sig annars staðar eða eiga að baki starfsferil í sjávarútvegi. „Nýsköpunarnámið getur hentað þessum hópi vel og veitir þeim m.a. góða yfirsýn yfir fyrirtækjarekstur og þau mörgu svið sem að frum- kvöðull þarf að kunna skil á.“ Spurð hversu krefjandi námið er segir Ásdís að fyrsta og annað árið í grunnámi Fisktækniskólans sé sambærilegt við fyrsta og annars árs nám í framhaldsskóla og smám saman aukist kröfurnar um að nem- endur skipuleggi nám sitt vel og til- einki sér sjálfstæð vinnubrögð. „Þegar komið er á þriðja ár aukast kröfurnar enn frekar, rétt eins og í stúdentsnámi, og brýnt að nem- endur hafi tamið sér skilvirkni og aga.“ Ýmiss konar stuðningur er í boði og nefnir Ásdís m.a. að Fisktækni- skólinn búi svo vel að hafa stoð- kennara sem er pólskumælandi, og er til taks fyrir þá nemendur sem eru af pólskum uppruna og hafa ekki enn náð mjög góðu valdi á ís- lenskunni. „Almennt eiga þessir nemendur ekki í miklum vanda með námið en það eru nokkrir íslens- kuáfangar í grunnáminu sem þeim gætu þótt krefjandi og hjálpar stoð- kennarinn þeim að ráða betur við námsefnið.“ Búið í haginn fyrir fjórðu iðnbyltinguna Ásdís segir að hraðinn í tækniþróun fiskvinnslunnar hafi verið áberandi mikill síðustu fimm árin og áhugi sé bæði hjá vinnslunum og tækni- fyrirtækjunum á því að til verði námsbrautir, þar sem fiskvinnslu- starfsmenn geti sótt sér aukna þekkingu á daglegri vinnu með tækjabúnaðinn. „Það vilja allir að starfsmenn í vinnslunum kunni á nýjustu tækin og tólin og geti sem best nýtt mögu- leika þeirra. Tæknin er að skila okkur aukinni nýtingu, auknum gæðum afurða og þannig mætti áfram telja. Meiri þekking starfs- manna á tækninni er því allra hag- ur. En svo má ekki horfa framhjá því að með aukinni tækni í fisk- vinnslunni hefur áhugi ungs fólsk á greininni aukist. Fjórða iðnbylt- ingin er tækifæri fyrir ungt og menntað fólk. Við erum á spennandi tímapunkti fyrir fiskvinnsluna,“ segir Ásdís. Flökunarhnífurinn hefur vikið fyrir spjaldtölvunni Störfin í sjávarútvegi og fiskeldi eru að breytast og kalla í vaxandi mæli á vandaða menntun. Námsframboð Fisk- tækniskólans er að aukast í takt við þarfir greinarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nemendur í vettvangsferð. Verklega námið veitir góðan skilning á starfsemi fjölbreyttra fyrirtækja í sjávarútegi. Sérbrautir Fisktækniskólans þykja vera hnitmiðað og hagnýtt viðbótarnám. Að sögn Ásdísar hefur þróunin verið þannig að ekki er lengur hlaupið að því fyrir hvern sem er að fá gott starf í sjávarútvegi. Námið hjá Fisktækniskólanum er góð leið til að ná fótfestu í þessari blómlegu atvinnugrein. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.