Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Page 2
Þú gjörþekkir verkið auðvitað en hvernig gekk að laga
það að sjónvarpi?
„Það var út af fyrir sig ekki svo flókið, nema þegar kom að því að skera sviðs-
verkið, sem er tveir tímar, niður í einn tíma í sjónvarpinu. Þegar það er gert
getur verið snúið að halda öllu til haga. Sjálfur hef ég ekki séð lokaútgáfuna
en vona að þetta hafi gengið upp.“
Það er konan þín, Þórhildur Þorleifsdóttir, sem leikstýrir
þér að þessu sinni.
„Já, við höldum þessu innan fjölskyldunnar. Þorleifur sonur okkar leikstýrði í
upphafi, árið 2003, en hann er upptekinn núna þannig að móðir hans var feng-
in í verkið að þessu sinni. Það er ekki í kot vísað.“
Og verkið stendur fyrir sínu?
„Já, þetta er dásamlegt verk að öllu leyti og kannski með því allra besta sem
Þorvaldur skrifaði.“
Þorvaldar er sárt saknað.
„Já, hann fór alltof snemma frá okkur en skildi sem betur fer marga fallega
hluti eftir sig.“
Hvor ykkar hafði frumkvæði að verkinu?
„Hvorugur. Það var Þorleifur sonur minn sem hringdi í Þorvald, meðan ég
brá mér á salernið, en honum fannst ófært að ekki yrði samið handa mér verk
sextugum. Skömmu síðar hringdi Þorvaldur til baka og ætlaði að segja sig
frá verkefninu; hann ylli því ekki. Þorleifur svaraði því þá til að þetta ætti
bara að vera lítið fallegt verk handa mér – og þá laumaði Sveinn Kristinsson
sér inn í tölvuna hjá Þorvaldi.“
Hvernig hefurðu það annars á þessum undarlegu tímum?
„Ég hef það alveg frábært, þakka þér fyrir. Ég var að koma neðan úr Þjóðleik-
húsi. Til stendur að láta mig ljúga einhverju að ykkur og streyma því um páskana.“
Þú ert ekkert að hætta að leika?
„Nei, fjarri því. Leiklistin var mér hjartans mál og það hefur ekkert
breyst. Meðan fólk hefur vit á því að nota mig þá stendur ekki á mér.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020
TÆKNI A
FYRIR H
TVINNUMANNSIN
E I
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar
er létt og
meðfærilegt og
þú ert fljótari
að strauja en
nokkru sinni
fyrr.
Ten Points Lara
23.990 kr.
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
ERUM FLUTT Í STÆRRA
RÝMI Á GARÐATORGI 6
Ég vissi það svo sem fyrir, þannig lagað. Það hafði bara enginn sagtþetta upphátt við mig fyrr en Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hinsframsækna málmbands Une Misère, gerði það í viðtali sem birtist hér
í blaðinu sem þú ert með í höndunum: „Þungarokkarinn sem stereótýpa er
dauður!“
Og áfram heldur Jón Már: „Síðhærðir menn og menn með sítt og mikið
skegg eru alveg velkomnir ennþá. Senan hendir þeim ekkert öfugum út.
Innra útlitið er [hins vegar] komið meira inn í spilið, ef þú skilur hvað ég er
að fara? Ég meina, það sem þú hefur
að segja skiptir meira máli en í
hvernig bol þú ert. Mín kynslóð hef-
ur engan áhuga á því hvernig þú lít-
ur út, bara hvaða manneskju þú hef-
ur að geyma.“
Þetta eru auðvitað frábær tíðindi
sem við öll hljótum að fagna. Alda-
mótakynslóðin er loksins búin að
gera það sem við, sem tilheyrum X-
kynslóðinni, ætluðum að gera; skola
stereótýpunni burt með baðvatninu.
Þegar ég var yngri var ég svo barna-
legur að álykta að á mínu æviskeiði
myndi það hætta að skipta máli
hvort við værum karl eða kona, svört
eða hvít, síðhærð eða krúnurökuð eða í Armani-jakkafötum eða Black
Sabbath-bol. Það hefur ekki gerst. Sumir losna aldrei úr bolnum.
Gott dæmi um það er frétt, sem birtist eigi alls fyrir löngu, undir fyrir-
sögninni: „Söngvari Saktmóðigs gerir fjárhagsáætlun.“ Fyrir þá sem ekki
vita er Saktmóðigur pönkhljómsveit og þótti augljóslega tíðindum sæta að
söngvari í slíku bandi væri að gera fjárhagsáætlun. Og það ekki bara fyrir
heimilið, heldur heilt sveitarfélag, Fjarðabyggð, þar sem hann er bæjar-
stjóri. Í fréttinni þótti minna máli skipta að maðurinn er einnig hæstaréttar-
lögmaður og fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka.
Auðvitað er þetta ekki illa meint en lýsir forneskjulegu viðhorfi okkar sem
komin erum á miðjan aldur. Góðu tíðindin eru aftur á móti þau að frá
bæjardyrum Jóns Más og aldamótakynslóðarinnar er þetta ekki frétt.
Það er alltaf gaman að leiða saman fólk af ólíku tagi og þess vegna er
ástæða til að gleðjast yfir því að Jón Már er á fyrsta farrými hérna í blaðinu í
dag ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Einhvern
tíma hefði líklega ekki þótt við hæfi að tefla fram ungum þungarokkara og
fyrrverandi forseta lýðveldisins hlið við hlið en mögulega er það til marks um
það að Sunnudagsblað Morgunblaðsins heyrir til aldamótakynslóðinni.
„Þungarokkarinn“
er dauður!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Aldamótakynslóðiner loksins búin aðgera það sem við, sem til-heyrum X-kynslóðinni,
ætluðum að gera; skola
stereótýpunni burt með
baðvatninu.
Börkur Gunnarsson
Rigga upp 22 manna fótbolta þar sem
verður tuddast og andað framan í
alla, svo verður „high five“ eftir hvert
mark og faðmlög að leik loknum.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
það fyrsta
sem þú ætl-
ar að gera
þegar búið
verður af
aflétta öll-
um höml-
um?
Jón Þorvaldsson
Ég ætla að njóta hinnar tæru lífs-
gleði sem felst í því að losna úr höft-
um enda hlýtur krísan að breyta
gildismati mínu.
Magnús Ingi Magnússon
Ég myndi fara að mæta aftur í Hug-
arafl og skella mér í bíó.
Heiðdís Björk Magnúsdóttir
Fara í Smáralindina og sjá fullt af
fólki út um allt, skoða í búðir og fá
mér eitthvað gott að borða.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og
umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Ingvarsson
Sjónvarpsuppfærsla á einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson
verður frumsýnd á RÚV á annan í páskum. Eins og í sviðsuppfærslunni
fer Arnar Jónsson með hlutverkið, nú í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
Meðan fólk
hefur vit á því …
ARNAR JÓNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM