Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Trommur Fyrir byrjen dur og leng ra komna meiriháttar úrval Washington. AFP. | Mitt í látlausu streymi frétta af kórónuveirunni hefur samkynhneigður dýragarðs- haldari með sítt að aftan sem nú sit- ur í fangelsi fyrir tilraun til leigu- morðs gagntekið Bandaríkjamenn, sem sitja fastir heima í sófum sínum. Í þáttaröðinni „Tiger King: Mur- der, Mayhem and Madness“ koma fyrir kettir af ýmsum toga, furðu- legir starfsmenn og ósamrýndir elskendur. Um er að ræða blöndu af „Animal Planet“ og „Breaking Bad“. Og allt heila klabbið er sannleik- anum samkvæmt. Þættirnir eru sýndir á Netflix og hafa notið góðs af því að flestum Bandaríkjamönnum hefur verið fyr- irskipað að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu vírussins. Þeir eru í sjö hlutum, voru frumsýndir 20. mars og eru í efsta sæti lista stöðv- arinnar yfir þætti á uppleið. Í þeim er fjallað um glundroðakennt líf Jo- sephs Maldonado-Passage, sem kall- ar sig Joe Exotic. Hann er mikill unnandi kattardýra og stofnaði sinn eigin dýragarð. Í upphafi þénaði hann vel, en tapaði öllu. Í þáttunum koma fyrir deilur og afbrýðisemi, dularfullir eldsvoðar, misheppnaðar tilraunir til að komast til pólitískra metorða og langsótt áform um morð. Tígriskóngurinn hefst og endar í fangelsi í sveitum Oklahoma þar sem Joe Exotic afplánaði 22 ára fangelsisdóm þar til hann var færður í annað fangelsi í Texas í byrjun mánaðar. Andhetja? Sagan um það hvernig hann endaði í fangelsi hefur breytt honum í nokk- urs konar andhetju bandarísku þjóð- arinnar. Upphaflega stóð til að rann- saka hvort dýrin sættu illri meðferð, en aðstandendur þáttanna náðu á filmu ráðabruggi þar sem hver furðuvendingin rak aðra. Aðdáendur þáttana klæðast bún- ingum með tígris- og pardusmynstr- um, klippa hár sitt eins og Joe Exotic og birta af sé myndir með gæludýrum sínum, jafnt raunveru- legum sem tilbúnum, á félagsmiðl- um. Rappstjarnan Cardi B kvaðst vilja safna peningum svo hægt yrði að taka mál hans upp að nýju og bjarga honum úr fangelsi. Hún sagði síðar að færslan hefði verið í gríni, en bætti við: „Ég elska hann, samt.“ Ýmsir leikarar hafa kroppað sig inn á myndir af Joe Exotic, en leik- stjórar „Tiger King“ segja að sjálfur vildi hann helst að Brad Pitt eða David Spade heiðruðu sig með þeim hætti. Þættirnir hafa komið körfubolta- stjörnunni fyrrverandi Shaquille O’Neal í bobba. O’Neal bregður fyrir í myndinni, en hann segist aðeins hafa verið gestkomandi í dýragarð- inum. „Ég meiði ekki tígrisdýr,“ sagði hann í hlaðvarpinu sínu. „Ég elska tígrisdýr. … Ég var bara gestur.“ Tígriskóngurinn á frægð sína að hluta kórónuveirunni að þakka og er nú í einangrun hennar vegna í sér- stöku fangelsi vegna þess að hann gæti hafa verið útsettur fyrir veir- unni, að sögn eiginmanns hans. „Hún fóðraði tígrisdýrin á honum“ Í dýragarði Joe Exotic er krökkt af tígrisdýrum, ljónum, hlébörðum, pardusdýrum og blönduðum kött- um. Ferðamenn fá að klappa ung- unum og fylgjast með litskrúðugum dýragarðshaldaranum leika sér við þá með skammbyssu á mjöðminni. Hann syngur líka. Allt í kringum hann eru litríkar persónur, þar á meðal eiginmaður hans, sem er næstum tannlaus af misnotkun metamfetamíns, fótalaus starfsmaður dýragarðsins og aðstoð- armaður, sem missti handlegg þegar tígrisdýr réðist á hann. Einnig kemur fram fyrrverandi stjórnandi hjá verslunarkeðjunni Walmart sem er svo úti að aka að hann tekur að sér í fullri alvöru að stýra kosningabaráttu Joe Exotic til forseta Bandaríkjanna og ríkisstjóra í Oklahoma. Já, til að komast í Hvíta húsið. Andstæðingur hans er Carole Baskin, aðgerðarsinni og eigandi björgunarmiðstöðvarinnar Big Cat Rescue, sem er staðráðin í að loka dýragarðinum hans og heldur fram að bak við tjöldin sé hann með ólöglega ljóna- og tígrisrækt og selji dýrin. Joe Exotic heldur fram að Baskin sé engu betri en hann. Hún þéni peninga á að sýna ferðamönnum kattardýr, sem muni enda lokuð í búrum, gegn gjaldi. Átök þeirra fara fram á netinu og fyrir dómstólum. Bæði eru þau klædd í föt með tígris- og hlébarðamynstri. Joe Exotic heldur meira að segja fram að Baskin beri ábyrgð á hvarfi eiginmanns síns fyrir tveimur ára- tugum. Hann var milljónamæringur og fannst aldrei. „Hún fóðraði tígrisdýrin á honum, held ég,“ segir Joe Exotic. Á einum stað í þáttunum er henni sagt að einn af starfsmönnum hans gæti hafa reynt að drepa hann með því að úða ilmvanti á skóna hans áður enn hann fór inn í tígrisbúr og hún svarar um hæl að það hefði verið vænlegra til árangurs að nota sard- ínuolíu. „Hann er mjög spenntur“ Löngun hans til að knésetja – og í lokin tilraun til að myrða – Baskin verður honum að falli. Hann var dæmdur fyrir að greiða ónefndum einstaklingi 3.000 dollara (tæpa hálfa milljón króna) fyrir að myrða Baskin og í janúar var hann úr- skurðaður í rúmlega tveggja ára- tuga fangelsi. Joe Exotic hefur nú höfðað mál og heldur fram að hann hafi verið dæmdur á forsendum logins framburðar. Í mars bað hann Donald Trump Bandaríkjaforseta um náðun. Þótt hann sé ekki með sjónvarp í fangelsinu veit hann af frægð sinni vegna þáttanna. „Joe hefur alltaf langað til að vera stjarna og hann er mjög spenntur fyrir vikið, að þetta hefur vakið svona mikla athygli fólks,“ sagði Rebecca Chailkin, að- stoðarleikstjóri „Tiger King“ við fjöl- miðilinn The Hollywood Reporter. Joseph Maldonado-Passage, betur þekktur sem Exotic Joe, með einu af tígrisdýrunum sínum. Þættirnir Tígriskóngurinn eða Tiger King hafa slegið í gegn, enda gengur þar á ýmsu. Exotic Joe situr nú í fangelsi og hefur farið fram á náðun. AFP Því er haldið fram í þáttaröðinni um Tígriskónginn að fleiri tígrisdýr séu í búr- um í Bandaríkjunum, en lifi frjáls úti í villtri náttúrunni. Tígriskóngur- inn dregur að í sóttkví og samkomubanni Tígriskóngurinn nefnast þættir á streymisveit- unni Netflix sem hafa slegið í gegn í Banda- ríkjunum og hafa gefið fólki í einangrun, sóttkví og samkomubanni eitthvað annað að tala um en kórónuveiruna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.