Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 Já, ég þarf að fara að breyta því,“ segir JónMár Ásbjörnsson léttur í bragði, þegarég færi í tal við hann gegnum símann aðhann sé titlaður barþjónn í skránni. Nokkuð er nefnilega síðan Jón Már lagði hanastélshristarann á hillunna og sneri sér al- farið að köllun sinni í þessu lífi, tónlistinni. Í dag stjórnar hann síðdegisþættinum Séra Jón á út- varpsstöðinni X 977 og syngur í málmbandinu Une Misère sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, innan lands sem utan. Við lifum á undarlegum tímum en Jón Már kveðst hafa það prýðilegt enda er hann sam- félagslega ábyrgur, eins og allt sómakært fólk, og hlýðir okkar besta manni Víði. „Ég fer eig- inlega bara út úr húsi til að kaupa í matinn. Ég vinn útvarpsþáttinn alfarið hérna heima og þess utan passar maður bara upp á að hafa nóg fyrir stafni; ég er að dunda mér við að læra á klassískan gítar þessa dagana og svo hef mjög gaman af því að elda góða mat. Ég er reyndar að elda núna á meðan við spjöllum saman. Er það ekki allt í lagi þín vegna?“ Heldur betur. Verst að menn skuli ekki ennþá vera búnir að finna upp lyktnæma síma. Það bíður betri tíma. Túrnum hefur verið aflýst Jón Már leigir með félaga sínum, Hafsteini Þráinssyni, og hefur því félagsskap heima, auk þess sem hann nýtir tæknina til reglulegra samskipta við vini og vandamenn, líkt og hans kynslóð er tamt en Jón Már fæddist árið 1991. En það var ekki planið. Þegar þetta er prentað ætti Jón Már að vera á tónleika- ferðalagi um Evrópu með Une Misère og til þess að gera nýkominn úr fyrstu tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin. Une Misère fór að vísu í jómfrúrferð sína vestur um haf; lenti í Newark 11. mars síðast- liðinn og svalaði málmþorsta innfæddra í fyrsta sinn á sviði í Fíladelfíu daginn eftir. Strax að því giggi loknu kom umsjónarmaður tónleikaferðalagsins hins vegar að máli við þá félaga og færði þeim fréttirnar: „Mér þykir það leitt strákar en túrnum hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar.“ Jón Már viðurkennir að þetta hafi verið mik- il vonbrigði en ekkert við því að segja. „Við vorum mjög peppaðir fyrir þessum túr; í fyrsta skipti í Bandaríkjunum og að túra með einu stærsta þungarokksbandi heims í dag, Thy Art Is Murder frá Ástralíu. Þetta átti klárlega að vera stærsti túrinn okkar til þessa. En við þessu er ekkert að gera. Heilsan kemur fyrst.“ – En þið náðuð alltént að stimpla ykkur inn? „Heldur betur. Þetta var ógeðslega gaman og við flottir, held ég megi segja. Okkur hefur lengi langað að vita hvernig Bandaríkjamarkaður myndi taka okkur og fengum nasaþef af því þarna. Við erum ótrúlega þakklátir fyrir að hafa loksins náð að stíga á svið í Bandaríkjunum og viðtökur voru vonum framar; tölurnar okkar á samfélagsmiðlum ruku upp og við seldum mik- inn varning. Við vorum heldur ekki beðnir um að taka HÚH-ið – sem er mjög gott mál.“ Hann skellir upp úr. Fólk hefur verið að bíða – Það er farvegur fyrir ykkur vestra? „Já, það virðist vera. Við fundum í aðdrag- anda túrsins að fólk hefur verið að bíða eftir okkur. Við þurftum að fara að koma okkur. Platan okkar, Sermon, er að spyrjast vel út í Bandaríkjunum og maður finnur að þegar er að myndast eftirvænting fyrir næstu plötu. Einnig í Bretlandi.“ Sermon er frumburður Une Misère og kom út í nóvember á síðasta ári. Platan hefur fallið í afar frjóa jörð, meðal leikra sem lærðra, og fengið glimrandi dóma vítt og breitt um málm- heima. Þar þykir kveða við nýjan tón. Bandaríkjatúrnum hefur verið aflýst í þess- ari mynd vegna ástandsins í heiminum og Jón Már veit ekki á þessari stundu hvort Une Mi- sère fær aftur tækifæri til að túra með Thy Art Is Murder í bráð. Hugur manna stendur þó til þess að hamra járnið um leið og aðstæður leyfa. „Það er alveg öruggt að við förum aftur til Bandaríkjanna!“ Evróputúrnum, sem átti að hefjast núna um páskana, hefur verið frestað fram í september. „Þetta er svona túrandi festival og mikil stemning fyrir því verkefni. Ég held að menn séu vongóðir um að af því geti orðið í haust. Við höldum alla vega í vonina þangað til annað kemur í ljós.“ – Hvað taka menn til bragðs nú þegar óvænt er stund milli stríða? „Við ætluðum að ráðast í að semja nýtt efni í júní og segja má að við séum bara búnir að flýta því ferli um rúma tvo mánuði. Við erum strax byrjaðir að semja lög sem lofa mjög góðu; strák- arnir hafa verið mjög öflugir að undanförnu. Við stefnum þó ekki að útgáfu fyrr en seint á næsta ári; það er mjög fínn tími til að standa í útgáfu rétt fyrir jólin og efna til tónleika.“ Geta fengið nóg hverjir af öðrum Fjarlægð milli manna heldur ekki aftur af vinnuferlinu enda „hittast“ menn bara fyrir at- beina tækninnar, ekki síst á FaceTime. „Mað- ur er duglegur að heyra í fólki. Ætli með- limafjöldi í hverjum stað sé ekki sex að meðaltali, þannig að þetta geta verið þrjátíu manna hópspjöll á hverjum degi. Menn geta mjög auðveldlega fengið nóg hverjir af öðrum enda þótt þeir séu ekki í sama rýminu,“ segir Jón Már hlæjandi. Une Misère var stofnuð árið 2016 en í band- inu eru, auk Jóns Más, gítarleikararnir Fann- ar Már Oddsson og Gunnar Ingi Jones, trymb- illinn Benjamín Bent Árnason og Þorsteinn Gunnar Friðriksson, sem leikur á bassa. „Strákarnir hafa þekkst lengur en ég kynnt- ist þeim á Eistnaflugi árið 2015. Við vorum þar í misjafnlega góðu ástandi en urðum strax góð- ir vinir enda hlustum við á svipaða tónlist. Það er alltaf gaman á Fluginu! Við komum allir úr þungarokkssenunni en mismunandi kimum. Sumir úr melódíska þungarokkinu, aðrir úr stærðfræðirokkinu og sjálfur kem ég úr grind core-stefnunni, sem er svona hröð tónlist og óskiljanleg. Úr öllum þessum stefnum varð til suðupotturinn sem er Une Misère.“ – Hvaðan kemur nafnið? „Við hétum áður Damages og komum fram undir því nafni á léttari nótum en þegar við fundum það hjá okkur að við værum með eitt- hvað haldbært og eitthvað sem skipti máli þá langaði okkur að bera nafn sem myndi end- urspegla það og tilfinningin sem átti að end- urspegla var ömurleiki eða eymd. Eymd á ís- lensku hljómar bara eins og hvert annað íslenskt svartmálmsband og Misery á ensku fannst okkur of einsleitt og ekki nógu stórt en þegar að þáverandi herbergisfélagi Gunnars Inga, sem er franskur, var beðinn um að þýða þetta fyrir okkur vorum við allir strax sam- mála um að nafnið væri komið. Une Misère er töluvert stærra, fallegra og þar af leiðandi töluvert erfiðara. Póetískt og fallegt en samt fullt af harmi.“ Þráir að jarða sjálfan sig Tónlist Une Misère er allt í senn, þung, myrk og hröð og Jón Már rymur sinn brag af lífi og sál; skilur eftir lifur og lungu á gólfinu. Myrkr- ið nær ekki síður yfir í textana, sem einkenn- ast af þjáningu og raunum. Ort er á ensku en á Sermon má finna lög eins og Overlooked – Dis- regarded, Burdened – Suffering, Beaten, Grave og Failures. Sjálft titillagið fjallar um innri baráttu manns sem þráir að jarða sjálfan sig og myndi leggja á sig ferðalag að endi- mörkum veraldar til að sökkva sér í sæ. „Fortíð mín spilar stórt hlutverk þegar kemur að textunum,“ segir Jón Már en hann semur alla texta sem hann syngur sjálfur. Aðrir það sem þeir syngja. „Við höfum öll annaðhvort reynt það á eigin skinni eða horft upp á einhvern nákominn fara illa út úr neyslu, hvort sem það er áfengi eða harðari fíkniefni. Við þekkjum líka að Íslendingur í neyslu er allt öðruvísi en til dæmis Banda- ríkjamaður í neyslu; tilætlunarsemin er svo rótgróin í okkur. Þetta verður allt svo ofboðs- lega tilfinningalegt; ekki síst ef við fáum ekki það sem við viljum. Það er svo merkilegt að textarnir sem aðrir í bandinu semja kallast mjög vel á við mínar tilfinningar. Mér líður stundum eins og ég hafi samið þá sjálfur. Sem er magnað.“ Allir textarnir sem Jón Már semur á plöt- unni vísa þráðbeint í hans eigin reynslu. „Ég var á mjög vondum stað í lífinu; í þungri dag- neyslu í eitt til eitt og hálft ár. Fljótt á litið Fíkillinn elskar ekki, hann dýrkar! Une Misère náði aðeins einu giggi í Bandaríkjunum áður en kór- ónuveiran batt enda á fyrstu tónleikaferð íslenska málmbandsins þar um slóðir í mars. Jón Már Ásbjörnsson söngvari tók þeim tíð- indum af stóískri ró enda á margfalt betri stað en fyrir fimm árum þegar hann var í þungri dagneyslu. Nú er hann laus úr fjötrum fíknarinnar og hefur alfarið gefið sig tónlistinni á vald. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.