Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020
LÍFSSTÍLL
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Í okkar kenningu frá 2004 erfjallað um almenna þætti, semráða því hvernig færni og
þekking lærist. Um er að ræða
nokkra grunnþætti í öllu námi, sem
snýst um efla færni og auka þekk-
ingu. Fjórir mikilvægir þættir eru:
1. Markviss þjálfun: Það er gíf-
urlega mikilvægt að þjálfuninni
fylgi viss ákefð og hún sé markviss.
Það er að segja að það sé skýrt
hvaða þema/færni/svið viljum við
bæta. Þjálfunin
þarf líka að hafa
eftirfylgni sem
snýst um að fylgj-
ast með hvernig
gengur hjá þeim
einstaklingum sem
eru með í þjálf-
uninni. Síðan er
lykilspurning hversu marga tíma
þjálfunin hefur varað. Magnús
Carlsen, heimsmeistari í skák,
hafði þjálfað sig í 6.000 tíma þegar
hann var 13 ára og talið er að
Wolfgang Amadeus Mozart hafi
hlotið mörg þúsund tíma þjálfun á
sviði tónlistar 6 ára gamall. Eins og
flestir vita spilaði Mozart bæði pí-
anó og fiðlu 4 ára gamall og það
kom ekki að sjálfu sér.
2. Áskoranir miðað við færni:
Sálfræðingurinn Mihaly Csiks-
zentmihalyi benti árið 1975 á mik-
ilvægi þess að gefa réttar áskoranir
miðað við færni (e. action capacity).
Þá kemst einstaklingurinn í flæði
sem er mjög jákvætt fyrir nám.
Svíinn Ericsson hefur með áratuga
rannsóknum sýnt fram á mikilvægi
áskorana fyrir nám. Þess vegna er
fræðileg kunnátta kennarans/
þjálfarans/mentorsins í því sem er
verið að þjálfa algjört lykilatriði
eigi hann að geta fundið út hvaða
áskoranir hver einstaklingur þarf.
Það að láta álag miða við færni
þarf líka að stjórna hvernig við
vinnum með grunnfærni í lyk-
ilgreinum á borð við læsi, stærð-
fræði og náttúrufræði.
Getur verið að það skorti á
fræðilega kunnáttu í kennslufræði
þessara mikilvægu faga sem eru
mæld í PISA? Getur líka verið að
markmiðin séu óljós, þjálfunin ekki
næg og vöntun á
eftirfylgni bæði í
skólanum og heima?
3. Jákvæð við-
brögð: Að gefa já-
kvæð viðbrögð er
mikilvægt fyrir
nám. Það stuðlar
bæði að því að styrkja net af
taugafrumum sem eru notuð (dóp-
amín styrkir samband milli tauga-
frumna) og er hluti af eftirfylgni
sem er mikilvægt. Hvar stendur
einstaklingurinn í því sem mark-
miðið er að bæta sig í. Maður getur
munað allt sitt líf jákvæða styrk-
ingu sem vissir kennarar, þjálfarar
eða aðrir gáfu manni. Það á þátt í
að styrkja bæði sjálfsmynd og hug-
arfar grósku.
4. Sjálfseftirlit (e. self-monitor-
ing): Að einstaklingurinn upplifi að
hann geti ákveðna hluti. Þetta
passar við kenningu Edelmans um
styrkingu taugafrumuhópa með
notkun.
Ef til dæmis einstaklingur fær
verkefni í stærðfræði sem hann
leysir á það þátt í að í að styrkja
innri áhugahvöt – ég gat þetta.
Sama á við um einstakling sem hef-
ur markvisst unnið með að bæta
púttið í golfinu með mörgum end-
urtekningum. Þegar hann sér að
þjálfunin hefur virkað gefur það já-
kvæða styrkingu.
Það sem er mikilvægt er að
reyna að leggja upp námið á þann
hátt að þessir grunnþættir séu í
hávegum hafðir. Í þessu samhengi
vil ég nefna að við fengum vegleg-
an styrk frá Norska tækni- og vís-
indaháskólanum í Þrándheimi til að
vinna að framúrskarandi kennslu
innan háskólans. Þar vinnum við
með hóp nemenda (150-200 stúd-
enta) sem tekur eðlisfræði kúrs.
Markmiðið er að vinna að því að
gera kennsluna sem besta. Í því
sambandi eru aðalmarkmið nám-
skeiðsins sett upp sem nokkur
þemu. Hvert þema hefur síðan
ákveðið innihald sem getur verið
lesið námsefni, hópverkefni, mynd-
skeið og spurningar í ólíku formi.
Mjög mikilvægt er að markmiðið sé
klárt. Annað dæmi sem við erum
að vinna með kemur úr tónlist-
arnámi. Þar erum við að vinna að
námskeiði fyrir nemendur í tónlist-
arháskóla í Svíþjóð. Hvernig á
námið að vera til að sem bestur ár-
angur náist. Hvaða grunnþætti get-
um við tekið með okkur úr tauga-
vísindum inn í námssálarfræðina og
kennslu/þjálfun sem tengist tónlist.
Þar koma atriði eins og mikilvægi
endurtekninga, formleiki og sér-
hæfing sterkt inn.
Eitt dæmi í viðbót er kennsla
innflytjenda í Ósló í sambandi við
lestrarfærni. Hvernig á að leggja
upp kennsluna og námið þannig að
sem bestur árangur náist. Í því
samhengi var gífurlega mikilvægt
að innflytjendur myndu læra
norsku, þegar þeir stunduðu nám í
norskum skólum. Rannsóknir hafa
einnig sýnt mikilvægi norskukun-
náttu innflytjenda í sambandi við
að komast upp í framhaldsskóla og
út í atvinnulífið.
Notum þessa grunnþætti og efl-
um nám.
’Maður geturmunað allt sitt lífjákvæða styrkingusem vissir kennarar,
þjálfarar eða aðrir
gáfu manni.
Vísindi og
samfélga
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
Nám – markviss þjálfun, réttar
áskoranir og eftirfylgni
AFP
Árangur krefst þrotlausrar æfingar. Magnus Carl-
sen, heimsmeistari í skák, hafði setið sex þúsund
tíma við skákborðið þegar hann var 13 ára og tal-
ið er að Mozart hafi verið búinn að æfa sig í þús-
undir klukkustunda þegar hann var sex ára. Hild-
ur Guðnadóttir hefur náð stórkostlegum árangri
og hefur ugglaust setið við í ófáar klukkustundir.