Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 LÍFSSTÍLL ÍLandnámu Ara fróða Þorgils-sonar segir að landið hafi veriðviði vaxið milli fjalls og fjöru. Þær trjátegundir sem á Íslandi uxu við landnám voru birki (Betula pu- bescens), reynir (Sorbus aucuparia), gulvíðir (Salix phylicifolia) og fleiri víðitegundir, hinn sígræni einir (Juniperus communis) og blæösp (Populus tremula). Einnig runnateg- undirnar fjalldrapi (Betula nana), glitrós (Rosa dumalis) og þyrnirós (Rosa pimpinellifolia) báðar alfrið- aðar. Þetta eru því hinar einu sönnu ís- lensku trjátegundir. Lífsbarátta fólksins í landinu og óblíð náttúruöfl hafa valdið gróðureyðingu um aldir. Saga trjáræktar á Íslandi spannar nú rúma öld. Einkum hafa verið ræktaðar hér á landi erlendar trjá- tegundir sem ekki eru hluti af ís- lenskri náttúru. Ræktun erlendra trjátegunda á Íslandi hefur mætt andúð náttúruunnenda. Tré og runn- ar þykja fegra og prýða og eru vax- andi þáttur í mótun umhverfis. Trjá- og skógrækt hefur einnig örvandi áhrif á hagkerfið og góð áhrif á fé- lagslega þætti vegna þess að gróð- urvinjar mynda sælureiti fyrir blóm- legt mannlíf. Að móta vöxt viðarplantna Nauðsynlegt er að laga til vöxt við- arplantna. Með því að klippa reglu- lega og á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Trjáklipping sem framkvæmd er á réttan hátt, gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta. Hægt er að stýra vexti, þéttleika, hæð og um- fangi gróðurs. Einnig er hægt að hafa áhrif á blómmyndun í þá veru að auka blómgun og þar með uppskeru berja og aldina. Rangar aðfarir geta hins vegar leitt til hins gagnstæða. Á hvaða árstíma? Aðalklippingatíminn er að vetri og snemma vors á meðan gróðurinn er í mestri hvíld, enda er þá auðveldara að átta sig á vaxtarlaginu en á full- laufguðum gróðri. En vel að merkja, það má klippa allan ársins hring, en áherslur klippingarinnar verða hins vegar að miðast við tegundir, að- stæður á vaxtarstað og tilgangi með ræktun hverrar tegundar. Víðitegundir, nema gljávíðir, þola sem dæmi haust- og vetrarklippingu og einnig birki þegar líður að ára- mótum. Gullregn og ilmreynir getur verið viðkvæmur fyrir sveppasýk- ingu, einkum við sjávarsíðuna og ætti fræðilega séð, að klippa síðvetr- ar, að vori og fyrri hluta sumars. Fullgild fræðileg rök má þó færa fyrir því að æskilegt sé að grisja að sumri. Ástæðan er sú að þá er lífs- og varnarþróttur plantna mestur, sárin gróa hratt og gró fúasveppa í and- rúmslofti eru í lágmarki. Síst ætti að klippa að í kringum lauffall að hausti. Reynslan hefur þó kennt að réttar aðfarir við trjáklippingu hafi miklu meira að segja en sjálf tímasetn- ingin. Helstu reglur við trjáklippingu Sömu meginreglur gilda um klipp- ingu trjáa og runna. Þegar við gróð- ursetningu þarf að móta til vaxtarlag trjáa og runna, klippa burt skadd- aðar greinar og rætur. Fjarlægja þarf alla kalkvisti og dauðar greinar og það má gera allt árið. Síðan er haf- ist handa við að móta vöxt plantn- anna. Viðmiðunarreglan er sú að fjarlægja ekki meira af greinum í einum áfanga af hverri plöntu en sem nemur fjórum hlutum af tíu. Þessi regla er þó þverbrotin við endurnýj- un á sumum víðitegundum og einnig á birkikvisti sem dæmi. Krónuklipping Viturlegt er að klippa tré reglulega, allt frá útplöntun til fullorðinsára. Gera þarf greinarmun á margstofna og einstofna trjám. Ein af grundvall- arreglum trjáklippinga, einkum kró- nuklippinga, er að klippa ofan við út- lægt brum eða grein og skilja ekki eftir stubba. Markmiðið með klipp- ingu á t.d. reynivið er að vel lofti um trjákrónuna. Meiri háttar klippingu á hlyn og birki ætti að framkvæma meðan trén eru í hvíld, því skömmu fyrir laufgun blæðir úr sárunum. Skömmu fyrir laufgun er því dregið úr klippingu þessara tegunda. Eftir laufgun má hins vegar klippa að nýju. Venjulega næst bestur árangur við grisjun trjákrónu ef fjarlægðar eru nokkrar stórar greinar, fremur en margar smáar. Með því að fylgja nokkrum grundvallar reglum við klippingarnar næst venjulega sá ár- angur sem að er stefnt. Góðir fag- menn geta metið hve mikið skuli klippa við mismunandi aðstæður á hverjum árstíma. Greni og sígrænt Ef stytta þarf langar greinar á greni er klippt við greinaskil án þess að skilja eftir stubba, hið sama gildir um furu. Þegar um tvítoppa eða marg- toppa tré er að ræða skal fjarlægja lakari greinarnar en skilja eftir besta toppinn. Flest barrtré eru klippt síð- vetrar og að vori svo að sár nái að gróa fyrir haustið. Til að þétta vöxt furu eru vorsprotarnir eða brumin brotin í sundur þegar þau hafa náð þriggja til fimm sentimetra lengd. Trjáklippingar auka yndi og notagildi Með því að klippa tré rétt má stýra vexti, þéttleika og hæð þeirra og hafa áhrif á blóm- myndun og uppskeru berja. Steinn Kárason, garðyrkjufræðingur og M.Sc. í umhverfisfræðum Hlynurinn á horni Suður- götu og Vonarstrætis ber eina virðulegustu trjá- krónu landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birkivendill (fræðiheiti: Taphrina betulina) er sveppur sem var fyrst lýst af danska grasafræð- ingnum Emil Rostrup 1883. Hann smitar blöð á birki og er algengur á Ís- landi. Birkivendill orsakast af asksvepp sem lifir í sprotum og brumum og veldur því að fjöldi smá- sprota myndast. Á nokkr- um árum myndast greinavöndur, svonefndur nornavöndur. (Heim- ild Wikipedia). Vaninn er sá að fjarlægja nornavendi af birki vegna þess sveppasýkingin dregur úr vexti og eykur hættu á að vendirnir og greinar trjánna sligist undan snjóþunga á veturna. Mörgum garðeigendum finnst hins vegar að nornavendirnir gefi trjánum skemmtilegt yfirbragð og lofa þeim að vera. Birkivendill Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fjarlægja dauðar og skemmdar greinar. Það má gera allt árið.  Fjarlægja krosslægjur, grein- ar sem særa hver aðra.  Fjarlægja innlægjur, greinar sem vaxa og stefna inn í trjá- krónuna.  Fjarlægja hærur, margar smáar greinar sem oft vaxa út úr stofninum við gömul sár.  Fjarlægja rótarskot, óboðn- ar greinar sem vaxa upp af rótum og rótarhálsi.  Fjarlægja greinar sem slúta of lágt og hamla umgengni.  Fjarlægja of þétta greina- hluta og nornavendi.  Fjarlægja stofnlægjur, ráð- andi greinar sem vaxa sam- síða trjástofninum.  Fjarlægja samlægjur, grein- ar sem vaxa of þétt. Helstu atriði sem hafa þarf í huga við krónuklippingu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.