Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 2
Hver ert þú? Ég heiti Carlotta og er frá Jamaíka og flutti til London rúmlega tvítug. Síðar flutti ég til Íslands en ég á íslenskan mann, son og dóttur. Ég er heilsusálfræðingur og ráðgjafi og flakka mikið á milli Íslands og London og var byrjuð í doktorsnámi í heilsusál- fræði en hef ekki klárað því ég fór að vinna í Afríku. Hvers vegna fórstu af stað með veftímarit um fólk af erlendu bergi brotið? Ég sá hversu mikill fjölbreytileiki er á Íslandi núna. Hér eru svo margir útlendingar sem hafa svo mikið til málanna að leggja en hafa ekki fengið tækifæri. Mig langaði að sýna þetta fólk í réttu ljósi og ákvað að stofna tímaritið Erlendur. Fullt af erlendu fólki hér býr yfir mikilli þekkingu eða hæfileikum og ég vildi að Ís- lendingar fengju að kynnast því. Í tímaritinu verða viðtöl við fólk frá mismunandi löndum með alls konar bakgrunn og frá ólíkri menningu. Mig langaði að sýna að við gætum öll búið saman í sátt og öll lagt eitt- hvað til samfélagsins. Tímaritið er til að fræða fólk og sýna þann menn- ingarlega fjölbreytileika sem hér þrífst. Allt þetta fólk hefur sögu að segja. Hvaða efni er í fyrsta tölublaði? Við erum með viðtal við konu að nafni Patience sem rekur afríska verslun á Íslandi. Einnig er stutt viðtal við dóttur mína Biöncu, en hún lýsir því hvernig er að vera unglingur af blönduðum kynþætti á Íslandi. Ertu með fleiri hugmyndir fyrir næstu tölublöð? Já, mig langar að ná til erlends fólks úti á landi. Svo langar mig að hafa fleiri karlmenn í því tölublaði. Þess má geta að ég mun fá Íslendinga til að skrifa í tímaritið líka. Hugmyndin er að fá fólk til að segja frá því hvernig það tekst á við þær breytingar sem fylgja því að setjast að í nýju landi. Mig langar að sýna Ís- lendingum jákvæðar hliðar á innflytjendum, en tímaritið er ætlað bæði Íslend- ingum og erlendum borgurum. CARLOTTA TATE-OLASON SITUR FYRIR SVÖRUM Erlendur á netinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Þú veist að það er kóróna í gangi!“ sagði stúlkan sem varð á vegi mínumá heilsubótargöngunni í vikunni, varla meira en sex ára. Já, ég kann-aðist við það. „Þess vegna verða að vera tveir metrar á milli okkar,“ hélt hún áfram af röggsemi. Já, ég kannaðist einnig við það. „Það á líka við um hundinn!“ Hundurinn skildi það, alltént að hún væri að tala um sig. Starði fyrst rannsakandi á stúlkuna, síðan á mig. En hreyfði engum andmælum. Það er gaman að því hvað þessi þjóð, sem er óþekkt og húsbóndaóhollusta í blóð borin, er orðin gegnin og lætur vel að stjórn. Annað gott dæmi er stút- ungskall sem allt í einu hljóðaði upp yfir sig í kælinum í kjörbúðinni: „Elskan mín, við þurfum að drífa okkur héðan út! Það eru miklu fleiri en tuttugu hérna inni.“ Á því augna- bliki hefur honum ugglaust liðið eins og Jóni Þór pírata í þingsal í vikunni. Alþingi okkar alltaf til fyrirmyndar. Því getum við treyst. Og hvaða ósvífni að klína þessu á forseta? Eins og hann ráði einhverju. Annars mæli ég ekki með því að menn hósti mikið í kjörbúðum þessa dagana. Varð vitni að slíku atviki í vikunni og enda þótt aumingja maðurinn fylgdi ýtrustu leiðbein- ingum og hóstaði samviskusamlega í eigin handarkrika uppskar hann sama skerandi augnaráð og United-maður í Liverpool-partíi. Auðvitað reyna samkomubann og stíf ein- og innivera á. Þannig galaði ókunnug kona af svölum þegar ég var að koma út úr verslun á dögunum: „Ég ætla að drepa þig!“ Eitt augnablik hélt ég að hún væri að tala við mig en orð- ið sem fylgdi á eftir – og alls ekki er hægt að hafa eftir á síðum þessa blaðs – benti afdráttarlaust til þess að hún væri að tala við konu en ekki karl. Að því sögðu hvarf konan af svölunum en svalirnar á íbúðinni fyrir ofan fylltust í staðinn af furðu lostnu fólki. „Hvað? Hvar? Hver?“ Þrátt fyrir allt virðist ganga bærilega hér um slóðir að sigla milli skers og báru í þessum skæða heimsfaraldri – 7-9-13 – og stuðningur við þríeykið góða er almennur í landinu. Að vísu finnst mér þetta orð „þríeykið“ allt of máttlaust og óspennandi fyrir þennan skelegga hóp. Hvers vegna í ósköp- unum brenndum við af í því dauðafæri að kalla þau „Þrjú á palli“? Ég meina, þau byrjuðu tvö-fundina á pallborði áður en þau færðu sig yfir á púlt. Svo tóku þau auðvitað lagið með miklum bravör ásamt landsliði músíkanta. Það hefði átt að duga til að geirnegla þetta. Þú veist að það er kóróna í gangi! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Enda þótt aumingjamaðurinn fylgdi ýtr-ustu leiðbeiningum oghóstaði samviskusamlega í eigin handarkrika upp- skar hann sama skerandi augnaráð og United- maður í Liverpool-partíi. Unnur Eir Björnsdóttir Nei, ekki lengur. Það var á dagskrá og við áttum að vera farin. Förum á næsta ári í fyrsta lagi. SPURNING DAGSINS Eru ein- hver áform um utan- landsferðir á næst- unni? Örn Bergmann Já, átti að fara til Danmerkur 1. maí en fresta því til sumars eða hausts. Dagný Ólafsdóttir Nei, það var plan að fara til Ítalíu í júlí. Ég held það verði ekki. Sigurður Örn Pétursson Já, reyndar. Ég ætla í brúðkaup til Svíþjóðar í júlí ef það gengur upp. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Veftímaritið Erlendur er nú komið í loftið á vefslóðinni erlendurmagazine.com og einnig má finna það á Facebook undir erlendurmagazine. Í Erlendi má finna fjölbreytilegt efni um innflytjendur á Íslandi og líf þeirra. Carlotta Tate-Olason er stofnandi og ritstjóri tímaritsins. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.