Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig? Þegar Leo George Blair leitdagsins ljós í fyrsta sinn á fal-legum vordegi, 20. maí 2000, varð hann fyrsta barnið, alltént skil- getna barnið, sem sitjandi forsætis- ráðherra Breta hafði eignast í meira en eina og hálfa öld en faðir hans er Tony Blair, sem var forsætisráð- herra Bretlands frá 1997 til 2007. Næstur á undan Leo var Francis Russell, sonur Johns Russells lá- varðs, en hann fæddist 11. júlí 1849. Sem hefur ugglaust verið fallegur dagur líka. Russell lávarður gegndi embætti forsætisráðherra í tvígang, fyrst frá 1846 til 1852 og aftur frá 1865 til 1866. Í seinni lotunni hafði hann að vísu verið umaðlaður og gekk undir nafninu John Russell, fyrsti jarl af Russell. Þeir kunna þetta, Bretarnir. Þetta langa hlé sætir í sjálfu sér ekki svo miklum tíðindum, af tvenn- um ástæðum. Annars vegar er það erilsamt starf að vera forsætisráð- herra í Bretlandi og menn hafa fyrir vikið alla jafna ekki mikinn tíma til að standa í barneignum. Hins vegar eru menn oftar en ekki komnir á miðjan aldur þegar þeir setjast í þann ágæta stól og fyrir vikið búnir að sinna sínum barneignum áður. Standi hugur þeirra yfir höfuð til þess. Einmitt þess vegna er merkilegt að Leo Blair er alls ekki seinasta barnið til að fæðast húsráðendum í Downingstræti 10. Florence Rose Endellion Cameron fæddist 24. ágúst 2010, rúmum þremur mán- uðum eftir að faðir hennar, David Cameron, tók við embætti forsætis- ráðherra. Stúlkunni lá svolítið á í heiminn en hún fæddist þremur vik- um fyrir tímann. Cameron-hjónin voru þá í sumarleyfi og er þriðja eig- innafn dótturinnar, Endellion, eftir þorpi í Cornwall, þar sem þau voru stödd þegar sú stutta knúði dyra. Florence Rose Endellion er fjórða og yngsta barn Cameron-hjónanna en David var að verða 44 ára þegar hún fæddist. Eiginkona hans, Sam- antha Gwendoline, var 39 ára. Þau misstu elsta son sinn, Ivan, árið 2009, aðeins sex ára gamlan en hann glímdi alla ævi við erfið veikindi. Blair-hjónin voru aðeins eldri þeg- ar Leo slóst í hópinn; Tony 47 ára og Cherie að verða 46 ára. Leo er yngstur fjögurra barna þeirra. Faðir 56 ára Það er þó enginn aldur til að eignast barn en núverandi forsætisráðherra, Alexander Boris de Pfeffel Johnson, verður nálægt 56 ára afmæli sínu þegar fyrsta barn hans og nýbak- aðrar unnustu hans, Carrie Sym- onds, kemur í heiminn snemmsum- ars. Johnson á afmæli 19. júní. Symonds er heldur yngri, 32 ára síð- an í mars. Þetta verður hennar fyrsta barn en Johnson á fjögur börn frá hjónabandi sínu með lög- manninum Marinu Wheeler og eitt með listráðgjafandum Helen Mac- Intyre. Sem frægt er þá er Symonds fyrsti makinn til að búa í Downing- stræti 10 án þess að hnappheldan hafi verið lögð á hann. Sem frægt var áttu Tony og Cher- ie Blair ekkert endilega von á Leo litla og voru fyrir vikið eilítið rjóð í vöngum þegar þau gerðu fjölmiðlum grein fyrir þunguninni. Patrick Wintour, blaðamaður The Guardian, rifjaði nýlega upp að þegar hann sat á skrifstofu forsætisráðherrans dag- inn eftir hafi val þess síðarnefnda á getnaðarvörnum borið á góma. „Þetta er örugglega í fyrsta og síðasta skipti sem mál af þessu tagi hefur komið upp í viðtali við sitjandi forsætisráðherra. En svíki minnið mig ekki þá hafði ritstjóri minn á þessum tíma nákvæmlega engan áhuga á borgarstjórakosningunum í Lundúnum árið 2000, sem voru til- efni viðtalsins, heldur aðeins hvernig Blair, sem hafði setið í þrjú ár í emb- ætti og átti undir högg að sækja vegna ástandsins á Norður-Írlandi, hafði alveg óvart orðið faðir í fjórða sinn og hvað það myndi þýða fyrir embættisferil hans.“ Leo Blair bjó í Downingstræti 10 fyrstu sjö ár ævinnar enda þótt sí- vaxandi hluti þjóðarinnar sækti það stíft að hann flytti út, einkum allra seinustu árin, þegar vinsældir föður hans fóru hratt dvínandi. Ekki fer mörgum sögum af lífi piltsins síðan en þó er staðfest að hann gekk í Verkamannaflokkinn árið 2016 og faðir hans hefur látið hafa eftir sér að Leo sé glögglæs á stjórnmál. Hvort hann eigi eftir að flytja aftur inn á bernskuheimili sitt er of snemmt að segja til um. Storkafár í Downingstræti Barnið sem Boris Johnson og Carrie Symonds eiga von á í sumar verður þriðja barnið sem hús- bændur í Downingstræti eignast frá aldamótum. Næsta barn þar á undan fæddist árið 1849. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leo Blair (fyrir miðju) kveður Downingstræti 10 árið 2007 ásamt foreldrum sínum, Tony og Cherie, og systkinum, Eu- an, Kathryn og Nicholas. Hann bjó þar fyrstu sjö ár ævi sinnar en fæðing Leos sætti miklum tíðindum vorið 2000. AFP Florence Cameron var ekki alveg eins upplitsdjörf þegar hún kvaddi æsku- heimilið 2016, ásamt foreldrum sínum og systkinunum Nancy og Arthur. AFP Mörg börn hafa hlaupið um ganga Downingstrætis 10 gegn- um tíðina enda þótt aðeins Leo Blair og Florence Cameron hafi búið þar frá fæðingu og senn barnið sem Carrie Symonds ber undir belti. Gordon Brown, forsætisráð- herra 2007 til 2010, var þar með tvo kornunga syni þeirra Sarah Macaulay. Sá yngri var ekki orðinn eins árs þegar hann flutti inn. Theresa May, forveri Borisar Johnsons í starfi, var á hinn bóg- inn barnlaus. Hermt er að Harold Macmillan, sem var forsætisráðherra Breta frá 1957 og 1963, hafi haft yndi af því að halda barnapartí á staðnum til að lyfta andrúmsloftinu, einkum um helgar. Þrjú af fjórum börnum hans voru þó komin yfir tví- tugt þegar faðir þeirra tók við embætti. Öðrum fannst betra að hafa skörp skil milli heimilis og skrif- stofu. Þannig kom Mary, eigin- kona Harolds Wilsons, sem var forsætisráðherra í tvígang, fyrst frá 1964 til 1970 og aftur frá 1974 til 1976, sér upp bjöllu á efri hæðinni, þar sem hjónin bjuggu ásamt tveimur sonum sínum, til að fyrirbyggja að opinberir starfsmenn ónáðuðu hana. Utan fjölskyldumeðlima komust engir þar í gegn nema hundurinn og kötturinn. Og var að vonum sláttur á þeim félögum. Norma, eiginkona Johns Majors, gekk enn lengra en hún bjó um tíma annars staðar en í Downingstræti ásamt börn- um þeirra tveimur meðan hann var í emb- ætti frá 1990 til 1997. LÍF OG FJÖR Í BÚSTAÐNUM GEGNUM ÁRIN Blessað barnalán Gordon Brown

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.