Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 8
KÓRÓNUVEIRAN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Ég var að vinna sem leið-sögumaður hjá The LavaTunnel en ég er menntaður ferðamálafræðingur,“ segir hin 26 ára Sóley Rut Sigurðardóttir. „Þetta var fyrsta vinnan sem ég fékk eftir útskrift en ég byrjaði í fyrra. Ég fer með ferðamenn inn í Raufarhólshelli í Þrengslunum,“ seg- ir Sóley. „Það hefur verið rosalega mikið að gera og alveg til síðasta dags. Rauf- arhólshellir er 1,4 kílómetrar að lengd; fjórði stærsti hellir Íslands og bjóðum við upp á ýmsar tegundir ferða,“ segir hún. „Mér finnst æðislegt að vinna við þetta enda mikil útivistarmann- eskja.“ Hellinum lokað Sóley segir að í upphafi þegar kór- ónuveiran hafi farið að láta á sér kræla hafi þau hert allar reglur um hreinlæti. „Við vorum alltaf að þrífa og spritta alla hjálma eftir hverja notk- un. Það var mikið að gera alveg þar til farið var að loka landamærum alls staðar. Samt voru einhverjir ferða- menn að koma. En svo 17. mars var okkur tilkynnt að við þyrftum að fara niður í 25% vinnu eða segja upp,“ segir Sóley sem valdi að halda áfram. „Ég vil vera með vinnu þegar þetta er allt búið. Ég er í 25% vinnu en er samt ekkert að vinna því það er ekk- ert að gera. Það var tekin ákvörðun um að loka þann 24. mars,“ segir hún. „Ég var áður með yfirvinnutekjur og á hærri taxta fyrir helgarvinnu. Ég er því að missa mjög miklar tekjur þrátt fyrir að ríkið komi til móts við þessi 25%,“ segir hún. Farið að leiðast Hvað hefurðu fyrir stafni? „Ég reyni alltaf að finna eitthvað og fer daglega út að hreyfa mig. Ég er að æfa náttúruhlaup þrisvar í viku. Svo æfi ég hér heima,“ segir Sóley sem býr í stúdíóíbúð á Seltjarnarnesi ásamt kærasta sínum. „Ég byrjaði loksins að hlusta á podköst og svo er ég að þrífa og end- urraða öllu hér endalaust.“ Er þér farið að leiðast? „Já, mér er farið að leiðast.“ Hefurðu einhverja hugmynd um hvenær þú ferð aftur að vinna? „Ég hef enga hugmynd. Ég er í al- gerri óvissu. Ég er glaðlynd að eðl- isfari en þetta er búið að taka meira á en ég hélt,“ segir hún. „Síðasta sem við heyrðum var að það yrði ekki opnað í bráð. Kannski vilja Íslendingar koma og sjá hellinn og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða,“ segir hún. „Ég er að vonast til að fá að vinna eitthvað í sumar,“ segir Sóley og seg- ist hafa íhugað að fara í mastersnám í haust ef enga vinnu er að fá. LEIÐSÖGUMAÐUR HJÁ THE LAVA TUNNEL „Ég er í algerri óvissu“ Sóley Rut Sigurðardóttir saknar vinn- unnar sinnar í Raufarhólshelli. Morgunblaðið/Ásdís Ég hef verið flugfreyja í tutt-ugu og tvö ár. Ég elskastarfið mitt og fyrirtækið sem ég vinn hjá,“ segir Lára Gyða Bergsdóttir, flugliði hjá Icelandair. Hún er nú í 25% vinnu og fram- tíðin er óljós. Áhyggjur af fyrirtækinu „Laun okkar skerðast umtalsvert og ekki sér fyrir endann á því. Ég fer ekki í næsta flug fyrr en í maí, og jafnvel ekki fyrr en í júní en við fáum nú vinnuplan með styttri fyr- irvara en áður,“ segir Lára Gyða. „Ég hef ég svakalegar áhyggjur af fyrirtækinu okkar. Við höfum áð- ur komist í gegnum mikla erfiðleika í gegnum tíðina; árásina á Tvíbur- aturnana 2001, efnahagshrunið 2008, gosið í Eyjafjallajökli 2010 og óviðráðanleg veður svo eitthvað sé nefnt. Við sem teymi höfum ávallt unnið okkur út úr þeim erfiðleikum sem að hafa steðjað; við erum ein- stakur hópur og vinnum hjá frá- bæru fyrirtæki og ætlum okkur að komast út úr þessu,“ segi hún. „Ég vona að við getum staðið af okkur þennan storm. Ég veit auð- vitað ekki hvað gerist þegar við för- um að fljúga aftur. Hversu mörgum þarf að segja upp? Það er alveg viðbúið að fleirum verði sagt upp en nú þegar hafa um það bil 200 manns misst vinnuna. Allir flugliðar eru inni, eins og er, í 25% starfi.“ Þetta er mitt lífsstarf Hvernig sérðu fyrir þér sumarið og haustið? „Ég stefni að því að eiga gott sumar með mínum nánustu, geta eytt meiri tíma með mömmu minni. Geta sinnt mínu nærumhverfi af ást og alúð.“ Nú er lítið útlit fyrir mikið flug fram á haust og þá lítið um vinnu. Hvernig leggst það í þig? „Ég hef alltaf nóg að gera og finn mér alltaf eitthvað. Ég vinn við að vera að koma eða fara þannig að það er jákvætt að ég geti verið meira heima og farið að sofa á rétt- mér af því að ég er óforbetranleg Pollýanna. Það er til einskis að vera með endalausar áhyggjur fyr- irfram heldur betra að takast á við hlutina þegar að þeim kemur,“ seg- ir hún. „Ég hef alveg hugsað þá hugsun að mér yrði mögulega sagt upp en ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því núna. Ég vona svo heitt og inni- lega að það gerist ekki. Þetta er mitt lífsstarf.“ Samvera með börnunum Lára Gyða segist búa sig undir að draga saman seglin á næstu mán- uðum þar sem innkoman verður minni, en hún er einstæð móðir og því eina fyrirvinnan. „Fyrst og fremst ætla ég að vera róleg og njóta þess góða sem kem- ur út úr þessu erfiða ástandi. Núna er hér rútína og samvera með börnunum sem er lúxus sem oft hefur verið erfitt að halda í. Ég ætla að nýta mér það núna. Svo er ég nýflutt í nýtt hús og fæ þá allan tímann í heiminum til að koma mér vel fyrir. Svo tek ég stöðuna þegar þar að kemur,“ segir Lára Gyða og brosir. „Við verðum að vona það besta og trúa því að við getum staðið þetta veður af okkur saman.“ um tíma og vaknað á réttum tíma. Þannig að persónulega hef ég það mjög fínt. Ég horfi á björtu hlið- arnar. Það er stundum hlegið að FLUGLIÐI HJÁ ICELANDAIR „Óforbetranleg Pollýanna“ Lára Gyða Bergsdóttir hefur unnið sem flugliði í 22 ár og segist elska starf sitt. Morgunblaðið/Ásdís AFP „Á hverju eigum við þá að lifa?“ Fjölmargar stéttir hafa orðið illa úti vegna kórónuveirunnar og eru þús- undir manna nú atvinnulausar eða í 25% vinnu. Talið er að atvinnuleysi gæti náð sögulegu hámarki á næstunni og allt að sautján prósent lands- manna gætu orðið án vinnu. Ferðaþjónustan, flugbransinn, veitinga- og skemmtanabransinn hafa orðið harðast úti. Morgunblaðið náði tali af fimm einstaklingum sem horfa fram á breytta tíma. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.