Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 19
virkilega áhuga á og löngun til,“ segir Saga en hún segir kerti hafa alltaf átt sérstakan sess á hennar heimili. „Ég hef alltaf verið sjúk í kerti og þegar við förum til útlanda fylgja alltaf nokk- ur gæða ilmkerti með heim. Þau eru bæði fal- legt skraut og fylla heimilið af góðum ilmi.“ Kertin frá ILM eru handgerð ilmkerti úr 100 prósent sojavaxi og leggja þau Saga og Hlynur upp úr umhverfisvænni framleiðslu. „Við til dæmis bjóðum upp á þann möguleika að við- skiptavinir geti skilað notuðu ILM kertaglasi og fengið áfyllingu af sínum uppáhaldsilmi.“ Auk góðs ilms er list áberandi á heimili þeirra Sögu og Hlyns. „Ég elska falleg málverk og styttur, það gerir svo mikið fyrir heimilið,“ segir Saga og tekur fram að syttur sem hún á eftir Sólveigu Hólm séu í uppáhaldi. Hún á sér ekki uppáhaldshúsgagn né verslun. Við höfum búið hér í rúmlega tvö ár. Viðféllum fyrir staðsetningunni og viðsáum mikla möguleika á að gera íbúðina eins og við vildum hafa hana,“ segir Saga. Eld- húsið og borðstofa renna saman í eitt og segir Saga þann hluta íbúðarinnar vera í uppáhaldi hjá sér en fjölskyldan er dugleg að elda saman og borða góðan mat. Hún leggur mikið upp úr því að láta sér líða vel á heimilinu. „Ég tel að það skipti öllu máli miðað við þann tíma sem maður eyðir á heimilinu.“ Saga starfar sem verkefnastjóri hjá Háskól- anum á Reykjavík auk þess að vera eigandi ILM. Áður en hóf störf hjá HR var hún í meist- aranámi í markaðsfræði við skólann en hún seg- ir hugmyndina að ILM hafa kviknað í náminu. „Í náminu var mikil hvatning til þess að hugsa út fyrir boxið og gera eitthvað sem maður hefur „Ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt og er það ekki í neinni einni búð eða frá ákveðnum hönnuði,“ segir Saga sem sækir innblástur bæði á Pinterest og Instagram og segist elska að skoða fallegar myndir af mismunandi heimilum. Saga brennur fyrir það sem hún gerir og seg- ir að fleiri vörulínur séu væntanlegar frá ILM. Hún játar að vinnan við að setja á laggirnar ilm- vörufyrirtæki sé flókin á köflum en með þol- inmæði og ástríðu að vopni er ekkert of erfitt. „Ef þú ert með ástríðu fyrir því sem þú ert að gera þá verða flóknir hlutir skemmtilegir. Með ILM þá tók framleiðsluferlið um þrjú ár. Mikil vinna var lögð í það að fullkomna blönduna og framleiðsluna áður en kertin yrðu sett í sölu. Við leitumst eftir því að kertin brenni full- komlega niður, sóti ekki, brenni jafnt og þétt og gefi mildan ilm.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Saga Ýr Kjartansdóttir hefur ástríðu fyrir heimili sínu. „Ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt“ Saga Ýr Kjartansdóttir býr í fallegri 110 fermetra íbúð í Úlfarsárdal í Reykjavík ásamt kærasta sínum, Hlyni Þór Árnasyni, og dóttur þeirra Leu. Saga hefur alltaf haft áhuga á fallegri hönnun og hlutum sem fegra heimilið. Hennar eigin vörur setja meðal annars svip á heimilið en þau Saga og Hlynur framleiða ilmkerti undir vörumerkinu ILM. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Saga hefur lengi verið sjúk í kerti og hannar nú sín eigin ilmkerti undir nafninu ILM. Blómapott- urinn er úr H&M Home. 19.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 VIVANT SPLENDID ROYAL STILLANLEGT RÚM FRÁ SERTA MEÐ HÖFUÐGAFLI STILLANLEGT RÚMMEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM KEMUR ÞÉR Í ÞÁ STÖÐU SEM ÞÉR HENTAR. Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er fimm svæða skipt pokagorma dýna þar sem hreyfingar þínar trufla ekki rekkjunaut þinn. Góður stuðningur er við bakið en mýkra gormakerfi er við axlir og mjaðmasvæðið. Þannig liggur þú alltaf með beina hryggsúlu og nærð hámarks hvíld. Hægt er að sérsníða rúmið að þínum þörfum, velja um 3 mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi topp dýnur. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt og andar vel. Dýnan í rúminu er heil en efsta lag hennar fer í tvennt þegar rúmið er stillt upp, því þarftu aldrei að hafa áhyggjur af því að bil komi á milli dýnanna. Tilboð 374.925 kr. Vivant Spledid Royal stillanlegt með gafli, 2x80x200 cm. Fullt verð: 499.900 Aukahlutir á mynd eru náttborð. STILLANLEGU HEILSURÚMIN FRÁ C&J: · Inndraganlegur botn · Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn · Mótor þarfnast ekki viðhalds · Tvíhert stálgrind undir botni · Tveir nuddmótorar með tímarofa · Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi · LED lýsing undir rúmi · Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.