Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 LÍFSSTÍLL AKRÝLSTEINN •Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun •Sérsmíðum eftir máli •Margir litir í boði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Ég er í sjálfskipaðri einan-grun og hef verið frá 12.mars. Ég hef ekkert farið út úr húsi núna í rúmar fimm vik- ur, nema út á svalir. Ég er með undirliggjandi kvilla og orðin það roskin að ég er í áhættuhópi. En það sem gerði útslagið var að ég sá myndir af gjörgæsludeildum á Ítalíu og ég hugsaði með mér að ef ástandið yrði svipað hér á landi vildi ég ekki vera manneskjan sem lenti á gjörgæslu og hefði ekki þurft að vera þar. Ég vildi ekki hafa það á samviskunni að taka pláss frá öðrum. Ég er í aðstöðu til þess að hlífa sjálfri mér og heilbrigðiskerfinu,“ segir Nanna, sem finnst einveran ágæt. „Mér líður ágætlega einni en það eina sem er erfitt er að fá ekki að sjá barnabörnin. Eitt barnabarnanna varð eins árs í vik- unni en hin tvö eru fullorðin. Ég tala við þennan litla í myndsímtali næstum því á hverjum degi.“ Síðasta eggið búið Nanna hefur nóg að gera, en hún er ritstjóri hjá Forlaginu. Hún á því auðvelt með að stunda vinnu sína innan veggja heimilisins. „Ég fæ valin verkefni sem ég get sinnt hér heima. Mér leiðist aldrei að vera svona ein, enda er ég mikill einfari og fer til að mynda oft ein í ferðalög. Ég sakna ekki félagsskapar en ég heyri al- veg í fólki og var í saumaklúbbi á netinu um daginn. En ég hef ekki hitt nokkurn einasta mann.“ Nanna notar tímann vel og eld- ar ofan í sig hollan og góðan mat, en hún tók þá ákvörðun þegar tveir dagar voru liðnir af einangr- uninni að láta hvorki kaupa fyrir sig né senda sér heim mat. „Ef ég hefði ákveðið þetta fyrir fram hefði ég keypt aðeins meira af ýmsu, en ég er alltaf mjög vel birg af mat. Ég vildi sjá hvað ég gæti haldið það lengi út að lifa af því sem ég á í geymslum mínum.“ Hvernig hefur þetta gengið? „Mjög vel. Ég á ótrúlegustu hluti og hef fundið ýmislegt sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Mér finnst þetta mjög spennandi af því að margt kláraðist fljótt, eins og ferska grænmetið, mjólk og smjör. Ég á reyndar eftir eina matskeið af smjöri sem ég er að nota mjög sparlega,“ segir Nanna og hlær. „Síðasta eggið kláraðist um helgina. En þá finnur maður eitt- hvað í staðinn.“ Er með gott hugmyndaflug Nanna segir neyðina kenna naktri konu að spinna og hefur hún þró- að ýmsar nýjar uppskriftir í ein- angruninni. „Ég var að gera hafrakúlur um daginn með döðlum og höfr- um en átti ekki smjör. Ég notaði í staðinn niður- soðnar baunir sem ég maukaði. Það virkaði alveg ágætlega,“ segir Nanna og bætir við að sumt hafi klárast fljótt en öðru eigi hún nóg af enn. „Ég átti dálítið af frosnu græn- meti og niðursuðuvörum. Ég átti líka smá af ostum eins og halloumi og gráðost og brauðið baka ég sjálf. Ég á alltaf nóg af geri og hveiti.“ Nanna segir alla réttina sem hún hafi eldað úr skápunum hafa verið góða. „Ég byrjaði svo að skrifa upp uppskriftirnar og ekki endilega með það í huga að aðrir myndu nota þær heldur var þetta bara dagbókin mín. Það er auðvitað svo misjafnt hvað fólk á í skápunum sínum en kannski fær það ein- hverjar hugmyndir frá mér,“ segir Nanna. „Svo bý ég til álegg á brauð, eins og túnfisksalat eða hummus. Ég er með gott hugmyndaflug og ég á tvö þúsund matreiðslubækur þannig að mig vantar ekki heim- ildir,“ segir Nanna og hlær. Ekki eytt einni krónu Hvað ætlarðu að halda þessu áfram lengi? „Ég reikna með að vera í ein- angrun til 4. maí en er ekki viss um hvort ég haldi þessu áfram í þrjár vikur í viðbót; að kaupa ekk- ert inn. Ég sagði í upphafi að ég myndi endast jafnlengi og ég ætti kaffi. Svo var það alveg að klárast í gær eða fyrra- dag og þá fann ég kaffipakka í fryst- inum. Þannig að ég er góð í viku, tíu daga í viðbót.“ Nanna segir til- valið að nota þessa skrítnu tíma til að vinna á mat sem til er í skápum. „Maður á ýmis- legt sem er um að gera að nota og svo er gott að nýta alla afganga líka. Það er fínt gegn matarsóun. Svo er þetta sparnaður; ég hef ekki eytt einni krónu í mat í fimm vikur,“ segir Nanna, sem veit ná- kvæmlega hvað hún hyggst kaupa þegar „matarkaupsbanninu“ lýkur. „Það fyrsta sem ég ætla að kaupa er nýr fiskur. Ég borða yfirleitt mikið af fiski og kaupi hann alltaf nýjan,“ segir Nanna að lokum, en þess má geta að hægt er að fylgjast með Nönnu í einangruninni á nannarogn- valdar.com. Morgunblaðið/Kristinn Matardagbók úr einangrun Nanna Rögnvaldardóttir notar tímann í einangrun til að finna upp nýjar uppskriftir úr þeim hráefnum sem til eru í skápunum. Nanna Rögnvaldar- dóttir hefur verið í einangrun í rúmar fimm vikur. Hún ákvað fljótlega að kaupa ekkert inn heldur nýta það sem til væri í skápunum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ef ég hefði ákveðiðþetta fyrir framhefði ég keypt aðeinsmeira af ýmsu, en ég er alltaf mjög vel birg af mat. Ég vildi sjá hvað ég gæti haldið það lengi út að lifa af því sem ég á í geymslum mínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.