Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 23
Ég á sjaldan fisk í frysti svo að það hefur lítið verið um hann í einangr- uninni. Hins vegar á ég þar yfirleitt rækjur og hörpuskel og þar var líka að finna frosnar grænar baunir. Ég átti ekki beik- on en það var til guan- ciale, þurrverkuð grísa- kinn frá Tariello í Þykkvabænum, og hún kom í staðinn. 200-250 g hörpuskel 125 g frosnar grænar baunir salt og pipar 1⁄3 sítróna 1 msk. ólífuolía 60 g guanciale (eða beikon), skorið í teninga ¼ laukur, saxaður olía eða smjör 1-2 radísur Látið hörpuskelina þiðna í sigti og þerrið hana svo vel með eldhúspappír. Setjið baunirnar í pott með saltvatni og sjóðið þær í 4 mínútur. Takið svolítið af soði frá en hellið svo baununum í sigti. Takið 2-3 mat- skeiðar af baunum frá en setjið hitt í hakkara eða matvinnsluvél ásamt sí- trónusafa, pipar, salti, 2 msk. af baunasoði og 1 msk. af ólífuolíu (eða smjöri ef það er til). Maukið vel, þynnið með baunasoði ef þarf, smakkið og bragðbætið eftir þörfum. Hitið pönnu, setjið gu- anciale-teningana á hana og steikið í fáeinar mín- útur, þar til fitan er byrj- uð að bráðna. Setjið laukinn á pönnuna, steik- ið í 4-5 mínútur í viðbót við meðalhita og hrærið oft á meðan. Takið þetta svo af pönnunni með ga- taspaða, hækkið hitann, bætið við svolítilli olíu (og/eða smjöri), kryddið hörpuskelina með pipar og salti, setjið hana á vel heita pönnuna og steikið í svona 3 mínútur; hrær- ið oft í á meðan. Hellið baunamaukinu á disk, dreifið hörpuskel- fiskinum yfir, stráið gu- anciale og lauk þar ofan á og dreifið að lokum fráteknu baununum og örþunnt skornum sneið- um radísusneiðum þar yfir. Hörpuskel á grænbaunamauki  19.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.